Austri


Austri - 17.12.1998, Side 10

Austri - 17.12.1998, Side 10
10 AUSTRI Jólin 1998 Ranaskógur í Fljótsdal Utarlega á Rananum, þar sem nefnist Kiðuhóll, og á sléttum „palli“ utan við hann meðfram Gilsárgili eru mörg og fögur reynitré. Kiðuhól er ókunnugum auðveldast að finna vegna þess, að þar er mikill trjálundur af greni og lerki, sem Metúsalem Kjerúlf á Hrafnkelsstöðum gróðursetti til minningar um Pál bróður sinn (sjá jólablað Austra 1997). Nefnist hann Pálslundur og er hentugt að hafa til staðgreiningar reynitrjánna. Um 100 til 200 m neðan við Pálslund standa í skóginum tvö stærstu reynitrén í skóginum, sem hér á eftir eru sýnd á myndum. Innar eru svo a.m.k. fjögur reynitré allvæn, sem ókunnugum mun torvelt að finna. Hér birtist mynd af einu þeirra. Við höfum til þessa fundið 21 reynitré í Ranaskógi, auk smáplantna. Sum þeirra eru meðal hinna mestu, sem finnast á Islandi. Reynitrén í Ranaskógi eru ættfeður fjölmargra reynitrjáa, sem nú vaxa í görðum á Austurlandi og víðar á Islandi. Fyrir því er sú ástæða, að þar voru einkum eftir 1950 tínd reyniber fyrir gróðrastöðina á Hallormsstað til ræktunar reyniviðar. En síðustu hálfa öld var kannski ennþá meira tínt af reyniberjum í garðinum á Hrafnkelsstöðum (sjá mynd). / hlíð vestan við svonefnda Engimýri í Ranaskógi, gegnt Skjögrastöðum hinum megin Gilsár. Hœð 8,15 m og þver- mál í brjósthœð 24,0 cm í mars 1998. 9.mars 1998. Mikið tré við austurhorn Pálslundar. Ómœlt. 27.apríl 1996. Trjágarðurinn ofan við gamla bœjarhúsið á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal. Reynitrén þarna voru gróðursett hugsanlega 1916 eða órlítið seinna. Sum voru sótt út í Ranaskóg, en önnur komu úr gróðrastóðinni á Hallormsstað og voru vaxin af frcei frá Skafta- felli í Oræfum. I nóv. 1997 var hœsta tréð 13,80 m og þvermál í brjósthœð 35-46 cm. Hœsta reynitré á íslandi. 30.sept. 1997. Fagurgráir bolir eins og af stóru reynitrjánum í Ranaskógi. Það stendur beint niður af svonefndum Pálslundi. I nóvember 1997 varþað 9,65 m hátt og kross- þvermál stofnanna í brjósthœð 28,9-23,0 og 28,8-28,5 cm. Þorvaldur S. Þor- valdsson arkitekt og stjórnarmaður í Skógrœktarfélagi Islands virðir bolinn fyrir sér. 30.ágúst 1995. LOGMENN AUSTURLANDIehf (9's/tam «... tus^ f/rarír/t yant t (j/eoifeymi jó /a ojj^/u/'.sœ/t/an á /omanc/i ári mecf /»ö/t/t^ fijrir ocO'S/tcftlcn Kaupvangur 2, 700 Egilsstaðir logmenn@austurland.is www.austurland.is/logmenn Simi: 470-2200 Fax. 470-2201 Eitt af stœrstu reynitrjám í Ranaskógi. Beint inn og niður af syðsta hjólhýsinu í skóginum. Hœð 9,95 m og þvermál í brjósthœð 52,5 cm í nóv. 1997. 30.sept. 1997. Egilsstaðakirkja og Valþjófsstaðarprestakall auglýsa Hjónanámskeið - Samskiptanámskeið á jákvæðum nótum - Leiðbeinandi er séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi kirkjunnar á Norðurlandi. Námskeiðið er ætlað hjónum og fólki í sambúð. Námskeiðið verður haldið í Egilsstaðakirkju mánudaginn 4. janúar 1999, kl. 20:00 - 23:00. Þátttaka tilkynnist í síðsta lagi 4. janúar 1999 til séra Vigfús I. Ingvarssonar í síma 471-1224 / 471-1366 og til séra Láru G. Oddsdóttur ^^^^^^suna471-2872^^^^^ íslenskt ...að sjálfsögðu

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.