Austri - 17.12.1998, Qupperneq 11
Jólin 1998
AUSTRI
11
Austfírðir
Hér eru myndir af reynitrjám í tveimur görðum á Austfjörðum, sem vitað er með vissu, að voru sótt í skóga eða
kjarrlendi í nágrenninu og hafa náð háum aldri. Þriðja tréð á Hraunum í Breiðdal gæti hugsanlega verið ættað úr
Breiðdal.
Skuggahlíð í Norðfirði, trjágarðurinn. Reynitrén voru
gróðursett 1923. Þau voru sótt í kjarrlendi neðst í hlíðinni
innan við bœinn, þar sem nú standa nokkrir sumarbústað-
ir. Hœð trjánna hefur ekki verið mceld, en miðað við hœð
mannsins á myndinni eru þau um 8 m há. Ennþá eru þau
hraust, engin sýnileg merki um reyniátu. 12.ágást 1995.
Hof í Álftafirði. 1 kirkjugarðinum stendur gamall reynivið-
ur, að því er virðist tvístofnafrá rót. Hann er nú um 5 m hár.
Var gróðursettur 1907 og sóttur í skóginn í Hofsdal. Hann
varfluttur þaðan á klakk (= á hestum, skýring fyrir unga les-
endur), svo að hann hlýtur að hafa verið nokkuð stór. Nú
eru 11 ár síðan ég kom að Hofi og tók myndina, en þá var
reynirinn hraustur að sjá. Hvað sem því líður, þá er þetta
eitt af elstu gróðursettu reynitrjám á Austurlandi. Reyniátan
hefur ekki hrjáð hann. 18.júlí 1987.
Hraun í BreiðdaL MilU Ásunnarstaða og Innri-Kleifar í Suðurdal stóð bœrinn Hóll (Dísastaðahóll), sem nú er í eyði Nú sést aðeins móta
fynr túninu og liœgra megin við þjóðveg nr. 1, þegar ekið er út dalinn, stendur ferhyrndur steinsteyptur stöpull Á honum stóð vindraf-
stöðin á Hólsbtenum. Ef vegfarandi gáir vel út og upp í hlíðina þama fyrir ofan, glittir í stakt tré þarna í naktri hlíðinni. Þetta reynist vera
margstofna reyniviður, sem stendur undir hlöðnum steinvegg. Annar steinveggur vísar niður í rétthorn frá hinum. Þetta eru mannvist-
arleyfar. Stutt saga þeirrar mannvistar er írastagreininni hér við liliðina. Hlaðni steinveggurinn sem tréð stendur undir, var undirstaða
hlöðunnar. Fyrir neðan hann gerði Sigurrós jurta- og blómagarð, og hefur steinhleðslan íforgrunni myndarinnar afmarkað vesturkant-
inn. Ljóst er, að reynirinn er gróðursettur eftir 1930. Enginn veit hvenœr. Guðjón Sveinsson á Breiðdalsvík telur hugsanlegt, að Sigur-
rós hafifengið “afleggjara“ af reyniviði í Höskuldstaðaseli, sem gróðursettur var þar um síðustu aldamót. Sá gœti hafa verið sóttur í kjarr-
lendi innan við Þorgrímsstaði. Þar hefur Guðjón fundið villtan reynivið ísvonefndum FlataSkógi.
Einstœðingur á vel við þetta merkilega reynitré, sem stendur eldhresstþarna íauðninni og bregður sér hvergú 3. sept. 1996.
Einsetukonan á
Hraunum
Um 1930 reisti einhleyp kona, Sigurrós I. Gísladóttir (1875-1965),
lítinn kofa á svonefndum Kúahjalla, sem liggur um 200 m út og upp
frá túninu á Dísastöðum. Hún kallaði kofann að Hraunum. Við hliðina
á kofanum var heyhlaða og geymsla. Blóma- og jurtgarð gerði hún
neðan við hlöðuna. „Hún kom sér vel við nábúana á Dísastöðum og
Hóli, hverjir sem þar voru, og naut þess, að alltaf var séð til með henni
þaðan og víðar, einkum síðustu árin,“ segir í „Sveitum og jörðum í
Múlaþingi II“, bls 327.
Séra Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur á Valþjófsstað
Jólatréð
Mig langar að segja ykkur sögu af
jólatré. Þetta jólatré er 50 ára gam-
alt. Það spratt ekki upp af litlu
frækorni úti í mörkinni og er ekki
margra metra hátt. Greinar þess
hafa ekki breiðst út mót sólinni og
verið fuglum himins skjól og hvíld-
arstaður. Mannfólkið hefur ekki
haft tækifæri til þess að virða það
fyrir sér úti í skóginum og dást að
fegurð þess.
Nei, þetta
jólatré varð til í
litlu eldhúsi,
undir súð, vest-
ur á fjörðum.
Efniviðurinn í
jólatréð var
spýta, sem
notuð var í bol-
inn og önnur í
pall eða stétt
trésins,
niðurrakinn
hampur, vír og
fatalitur.
Hampurinn
var klipptur niður og lagður á milli
tveggja vírbúta og þeim snúið, þar
til hampurinn sat vel fastur á milli
víranna. Það með voru greinar trés-
ins komnar og að sjálfsögðu voru
þær mislangar.
Inn af eldhúsinu var svefnher-
bergi íbúðarinnar og þar svaf lítill
stelpuhnokki. Svefninn var laus því
hún hafði orðið þess vör að eitthvað
mikið stóð til hjá foreldrunum og
hún vildi að sjálfsögðu fylgjast með,
en hún var of lítil og plássið í eld-
húsinu var líka of lítið, til þess að
hún gæti orðið þátttakandi í því sem
þarna átti að fara fram.
En nú stóðst sú stutta ekki lengur
mátið. Hún skreiddist fram úr rúm-
inu og læddist fram að dyrum og
kíkti fram í eldhús. Þar stóðu for-
eldrar hennar við
eldavélina og
voru að elda. Eða
svo sýndist. Þau
voru að fiska eitt-
hvað langt og
mjótt upp úr
stóra, stóra pott-
inum. Og lyktin
var skrítin. Sú
stutta fitjaði upp á
nefið. Hvað
skyldum við fá að
borða? Er nóttin
búin?
Telpan gerði
vart við sig við
lítinn fögnuð foreldranna. Þau voru
allt annað að hugsa og gera og töldu
sig þurfa að hafa góðan vinnufrið.
Telpan var því vinsamlegast beðin
að koma sér aftur í rúmið, en hurðin
fram í eldhús mátti standa opin og
því gat hún heyrt á tal foreldranna,
þangað til Óli Lokbrá kom öðru
sinni að rúmi hennar og hreif hana
með sér inn í draumalandið.
En í eldhúsinu stóðu foreldrarnir
við eldavélina, yfir stórum potti,
þeim stærsta á heimilinu. I pottin-
um var grænn vökvi og í hann voru
greinarnar settar og allt gert sam-
kvæmt leiðbeiningum á umbúðum
pakkans, en þarna var sem sagt
grænn fatalitur. A réttu augnabliki
voru greinarnar fiskaðar upp úr
pottinum og þær hengdar til þerris
frammi á loftinu. Nú var verkefni
kvöldsins lokið, enda komið langt
fram á nótt og vinnudagur að
morgni.
Það var kominn morgunn. Telp-
an lá vakandi í rúminu sínu. Hún
heyrði í pabba og mömmu frammi í
eldhúsi, en allt í einu heyrði hún óp
í mömmu sinni. Telpan hrökk við,
hvað hafði komið fyrir? „Ó, nei,
nei, þær eru bláar!!!” Telpan heyrði
pabba sinn flýta sér fram á loftið og
nú flýtti hún sér líka fram til að sjá
hvað væri blátt þarna frammi. Og
viti menn, greinarnar sem áttu að
fara á jólatréð og áttu að vera fagur-
grænar, voru bláar. Mamman var
gráti nær, en pabbinn reyndi að
hugga hana og sagði að þær væru
nú enn þá blautar, þetta væri ekki að
marka enn. En það reyndist nú með
þennan lit eins og litinn sem Anna í
Grænuhlíð notaði í hárið á sér og
átti að gefa kastaníubrúnan lit, en
gerði hárið á henni grænt á litinn;
liturinn sem átti að verða fagur-
grænn, varð það aldrei, heldur fengu
greinarnar dökkgrænan lit með
sterkri blárri slikju.
En úr þessu var ekkert hægt að
gera. Það var kominn Þorláks-
messa. Þegar greinarnar voru
orðnar þurrar, var þeim stungið í
stofn trésins sem búið var að mála
grænan eins og pallinn undir trénu.
Og tréð var fallegt. Greinarnar
voru þéttar og það var fallegt í lag-
inu.
A aðfangadag var nýja jólatréð
skreytt. A það var sett ljósasería
sem pabbinn hafði búið til. Perurn-
ar voru mislitar og höfðu verið
litaðar með lakki - gular, rauðar,
grænar, bláar, hvítar. A trénu voru
líka litlir jólapokar og rauðir jóla-
sveinar, sem mamma og pabbi
höfðu búið til. Og augun í litlu telp-
unni urðu stór þegar kveikt var á
ljósunum og jólatréð stóð þarna á
borðinu í allri sinni dýrð - svona
nokkuð hafði hún aldrei séð.
Að jólum loknum var skrautið
tekið af trénu, greinar þess lagðar
upp með stofninum og það pakkað
inn og sett í geymslu til næstu jóla
ásamt jólaskrautinu.
Þetta jólatré hefur síðan þá verið
tekið fram fyrir hver jól, umbúðirn-
ar teknar utan af því, greinarnar
lagðar niður og strokið um þær og
áreiðanlega talað við þær í hljóði á
meðan. Alltaf hefur tréð fengið
heiðursstað í stofunni - staðinn þar
sem það blasir við öllum sem inn
koma - þarna sem það býður alla
velkomna í ljós og yl jólanna.
Jólaskrautið á trénu breyttist í ár-
anna rás, eftir þvf sem efni og
aðstæður leyfðu og úrval verslan-
anna óx. Af fyrstu ljósaseríunni,
heimagerðu, tók við ljósasería með
mislitum perulaga perum - sú var
keypt í búð. Næst kom kertasería,
sem hafði þann eiginleika að í kert-
unum ólgaði mislitur vökvi þegar
perumar hitnuðu. Slík sería er enn
notuð á tréð. Heimagerðir jóla-
sveinar og jólapokar viku fyrir
jólakúlum og öðru skrauti og yfir
allt var svo lagt fínlegt englahár,
sem bætti á dulúð trésins. Lengst af
hefur jólatréð staðið á hvítu bómull-
arbeði og þar verið útbúið jóla-
sveinaland, þar sem rauðir pípu-
hreinsarajólasveinar koma til
byggða með pokaskjatta sína á bak-
inu. Og stundum verður þeim hált
á spegilhálli bæjartjörninni.
Þetta litla jólatré sem ekki spratt
upp af frækorni úti í stórum skógi
varð uppspretta dýrmætra minninga.
Minninga um ást og hlýju yndis-
legra foreldra, þar sem ætíð var
skjól og friður. Minninga um jól í
faðmi fjölskyldunnar. Minninga um
bernskujólin. Minninga um jól full-
orðinsáranna.
Slíkar minningar eru afar dýr-
mætar. Þær eru okkur mönnunum
jafn dýrmætar og stórt og fagurt tré í
skógi er mikilvægt fuglum himins-
ins.