Austri - 17.12.1998, Blaðsíða 12
12
AUSTRI
Jólin 1998
Papeyj arþáttur
Um kirkjuna og gullið í Papey
Heimildir herma að í Papey hafi
kirkja staðið frá ómuna trð. í íslend-
ingabók Ara fróða er sagt frá veru
Papa fyrir komu norðrænna manna til
landsins. Papamir voru kristnir menn
frá Irlandi, sem höfðu sig á brott þeg-
ar Norðmenn fóru að byggja ísland,
því þeir vildu ekki vera innan um
heiðna menn.
Ömefni í Papey sem minna á vem
hinna írsku munka em til dæmis,
írskuhólamir og Papatættur. Nafn
Papeyjar tengist þvr óneitanlega frá-
sögninni af fyrstu íbúum Islands,
meðan annað er ekki sannað. Það er
því líklegt að upp undir Hellisbjargi í
lítilli torfkirkju hafi Guð verið tilbeð-
inn og lofsunginn af hinum írsku
munkum, löngu fyrir Kristnitöku á
Alþingi árið 1000. í Papey stendur
elsta og minnsta timburkirkja á ís-
landi. Hún er 16 fermetrar á stærð og
að stofni til frá árinu 1807, byggð á
hlöðnum gmnni inni í litlum heima-
grafreit, á svonefndum Kirkjuhól
norðaustan við bæinn Björg. Skammt
þar frá stendur tígulegur hóll sem Ein-
búi er nefndur og er kirkja huldufólks-
ins í Papey. Þangað hefur huldufólkið
sést mæta prúðbúið til helgiathafna
frá byggð sinni í Kastalanum, sem er
svipmikil klettaborg vestan til á eynni.
Þessir tveir átrúnaðarstaðir hafa í ár-
anna rás notið sérstakrar virðingar og
friðhelgi heimilisfólksins í Papey.
Saga Papeyjarkirkju er hulin ævin-
týraljóma, eins og reyndar öll saga
Papeyjar. Gamlar sagnir hafa varð-
veist milli ábúenda allt fram á 20. öld,
þess efnis að gull sé grafið í hól ein-
um úti í Papey. Um aldamótin 1900
urðu eigendaskipti að eynni. Það ár
keyptu hjónin Gísli Þorvarðarson og
Margrét Gunnarsdóttir Papey af Sig-
ríði Bjamadóttur, ekkju Eiríks Jóns-
sonar frá Hlíð í Lóni, en þau höfðu
búið þar í um þijú ár. Sagan um gullið
fylgdi til nýrra ábúenda og jafnframt
sagt að það mætti aldrei hrófla við
undirstöðum kirkjunnar, því að það
boðaði ekki gott. Gullhóllinn var tal-
inn vera hóllinn þar sem kirkjan
stendur og hefur verið nefndur
Kirkjuhóll frá fyrri tíð. Undir altari
kirkjunnar er sögð vera grjóthleðsla
sem myndar hólf og yfir það lögð all
stór steinhella, þar undir á samkvæmt
munnmælasögnum að vera falinn
auður tveggja ríkra bænda sem vom
feðgar og bjuggu í Papey frá árinu
1723 - 1799. Ætt þessara feðga bjó í
Papey allt fram til ársins 1882, eða
alls í 159 ár. Ef hugmyndarfluginu er
gefinn laus taumur, má ætla að hinn
helgi Kirkjuhóll, þar sem kirkja hefur
staðið frá ómunatíð hafi verið kjörinn
staður til greftrunar á auðæfum sem
álög fylgdu. I einangrun eyjalífsins
hafa hinir helgu staðir og trúin á Guð
og tilbeiðsla til hans, átt sterka strengi
í bijóstum fólksins sem þar bjó. kirkj-
an og Kirkjuhóllinn með litla heima-
grafreitnum í kring, hefur því verið
heilagt tákn kristinnar trúar í Papey,
þess vegna hefur ekki verið hróflað
við innsigli auðæfanna undir altari
kirkjunnar.
Til þess að gera grein fyrir tilurð
kirkjunnar og sögnum þeim sem
henni fylgja, verður nú greint frá hin-
um auðugu feðgum sem þar koma við
sögu. Maður er nefndur Jón Jónsson,
ættaður af Suðurnesjum titlaður
monsjör, sem ekki var algengur titill
um bændur á þeim tíma. Hann fékk
ábúð í Papey árið 1723. Kona hans er
talin hafa verið Sesselja Pálsdóttir
prests í Goðdölum Sveinssonar. Þau
eignuðust ekki böm og geta heimildir
þess að hún hafi sturlast fljótlega eftir
giftinguna. Sesselja andaðist árið
1736. Jón Jónsson var talinn vel efn-
aður mikilsmetinn maður, áður en
hann fékk ábúð í Papey. Hann hafði
haft til umráða hálft Þykkvabæjar-
klaustur og þar á eftir hálft Kirkjubæj-
arklausturs umboð. Jafnframt ábúð-
inni í Papey fékk hann umboð kóngs-
jarða í Múlasýslum. Ríkidæmi hans í
Papey þótti svo með ólíkindum að
hann er talinn eiga auðbuxur sem í al-
þýðutrú hafa verið nefndar, Finnabux-
ur eða Skollabuxur. Síðar er auðurinn
þótti haldast við í Papey af hans af-
komendum, sem þar bjuggu var farið
að nefna auðbuxur þessar Papeyjar-
buxur. Son átti Jón utan hjónabands
með konu að nafni Valgerður Jóns-
dóttir og var hann skírður nafni eftir
hollenskum skipstjóra og látinn heita
Mensaldur Raben. Með búskap sínum
í eynni vann Jón sér inn aukanefnið
“ríki”. Endalok Jóns Jónssonar ríka
em talin vera þau að hann hafi orðið
bráðkvaddur úti í Papey. Þegar þar er
komið sögu árið 1762, tók Mensandur
Raben við ábúð eftir föður sinn og er
þá 26 ára gamall. Mensaldur Raben
kunni vel að ávaxta og margfalda
þann auð sem hann fékk eftir föður
sinn. Auðsöfnun hans úti í Papey var
slík að orðfleygt var um allt land. Var
hann og við það kenndur og kallaður
Mensaldur hinn auðgi. A efri árum
sínum fékk hann Papey keypta af
krúnunni fyrir rúmlega 1000 ríkisdali.
Hann eignaðist fleiri jarðir eða part úr
þeim, til dæmis átti hann hálfa jörðina
Þverhamar í Breiðdal, þá er talið að
hann hafi átt Bragðavelli í Hamars-
firði og haft stórt bú á Melrakkanesi í
Álftafirði. Eftirmæli um Mensaldur
Raben herma að hann hafi þótt ein-
kennilegur í háttum og einrænn og því
um kennt að hann skyldi ekki kvong-
ast og eignast erfíngja. Ekki ber sögn-
um saman um það hvernig dauða
hans bar að árið 1799. Almennt mun
þó hafa verið álitið að hann hafi verið
að huga að kindum uppi á háu bjargi
austan til á eynni sem Eldriði heitir og
að snögg vindkviða hafi feykt honum
út af bjargbrúninni og í sjó fram.
Mensaldur Raben var 63 ára gam-
all þegar þessi óvænti atburður mun
hafa átt sér stað með svo skyndilegum
hætti. Álikta má aldursins vegna að
hann hafi átt eftir að koma ýmsum
áformum sínum í verk úti í Papey sem
ættingjum hans hafi jafnvel verið
kunnugt um. Mætti þar til nefna
byggingu kirkju á Kirkjuhólnum. En
nú bregður svo einkennilega við að
Papeyjarauðurinn telur ekki jafn mik-
ið og álitið hafði verið. Eignimar sem
fram komu vom áttfalt kaupverð
Papeyjar eða 8000 ríkisdalir. Þetta
þótti með ólíkindum lítið, vegna
orðrómsins um hinn mikla auð hans.
Var þá gripið til alþýðlegrar skýr-
ingar sem kallað var. Ein var sú að
hann hefði falið fé í jörðu og mynd-
uðust af því sagnir síðar um haugelda
í Papey, önnur skýring var að mikið af
bankaseðlum hans hafi verið fúnir, er
til skyldi taka. Ekki er það nú mjög
trúverðug skýring um jafn mikinn fél-
sýslumann og raun ber vitni. en
Rabensauðurinn fór ekki úr Papey.
Hann bar undir Kristínu Jakobsdóttur
systurdóttur hans. Hún var dóttir
Olafar Steingrímsdóttur sem var hálf-
systir Mensaldur Raben. ( sammæðra
). Kristín var gift Jóni Ámasyni og em
þau skráðir ábúendur Papeyjar árið
1801.
Sumarið 1807 var kirkja byggð í
Papey og stóð fyrir þeirri smíð lærður
trésmiður Þorsteinn Melstein að nafni.
Það hefur því komið í hlut Kristínar
systurdóttur Mensaldurs og manns
hennar að velja stað undir kirkjuna
sem staðið hefur þar síðastliðin 191
ár, á samt óhaggaða gmnninum.
Um aldamótin síðústu, þegar Gísli
Þorvarðarson kaupir Papey er kirkjan
sögð mjög hrörleg og að hún þarfnist
endurbóta. Árið 1904 hét hann á
kirkjuna, að ef vel ræki á fjömr,
myndi hann láta endurbyggja hana.
Það áheit gekk eftir, því mikið af góð-
um rekatrjám barst að landi í Papey.
Tveir trésmiðir frá Djúpavogi voru
kallaðir til að standa fyrir kirkjusmíð-
inni, en það voru þeir Lúðvík Jónsson
og Magnús Jónsson. Notuðu þeir
hliðarnar úr gömlu kirkjunni og
einnig prédikunarstólinn. Höfðu þeir
seinna orð á því, hve kirkjan væri vel
smíðuð og auðsé að hún væri eftir
lærðan smið. Þeir félagar, Lúðvík og
Magnús fóm þess á leit við Gísla að
þeir fengju að spretta upp gólffjölum
undir altari kirkjunnar og jafnframt
velta við steinhellu, sem um er getið í
sögnum. Með því ætluðu þeir á fá úr
því skorið í eitt skipti fyrir öll, hvort
gull væri falið undir altari kirkjunnar.
Þessari beiði hafnaði Gísli bóndi
umsvifalaust. Hann bað þá félaga að
láta kjurt liggja, með þeim orðum, að
ekki yrði hróflað við þessu svo lengi
sem hann réði ríkjum í Papey. Lúðvík
Jónsson mun hafa maldað í móinn, en
án árangurs. Ástæða þess var sú, að
hann ásamt fjórum öðrum mönnum
frá Djúpavogi hafði í nóvember árið
1903 farið út í Papey á stóram árabát,
til að huga að heimilisfólkinu. Tilefn-
ið var að logi hafði sést frá Papey þijú
kvöld í röð frá bæjum í suður Álfta-
firði, Hamri, og Djúpavogi. Virtist
logi þessi blossa upp við og við, en
hjaðna alveg á milli. Urðu menn ótta-
slegnir á Djúpavog og töldu víst, að
Gísli bóndi óskaði eftir hjálp úr landi,
en hann var fáliðaður og ýfingur í sjó.
Ekki varð heimilisfólkið í Papey lít-
ið hissa, þegar það sá til bátsins koma
úr landi, í hálfgerðum bamingi og því
meir hissa , þegar það vissi erindið. I
eynni hafði enginn orðið logans var
og allir við góða heilsu. Slíkur atburð-
ur styrkti fólk í trúnni um að haugeld-
ar loguðu í Papey.
í júlímánuði árið 1991 var hafist
handa við endurbyggingu Papeyjar-
kirkju í annað sinn. Kirkjan var farin
að láta mikið á sjá, bæði utan og inn-
an. Fúi var kominn í burðargrind og
hætta orðin á því að hún fyki af
gmnni í slæmu veðri. Fmmkvæði að
endurbyggingunni hafði áhugafólk á
Djúpavogi og Safnastofnun Austur-
lands. Hjörleifur Stefánsson, arkitekt
hjá Þjóðminjasaftii íslands kom austur
í Papey og gerði ítarlega úttekt á kirkj-
unni. Eftir hans teikningum og verk-
lýsingu hófst endurbyggingin undir
verkstjórn Halldórs Sigurðssonar,
lista- og kirkjusmiðs frá Miðhúsum í
Eiðaþinghá.
Síðar var unnið undir stjóm Magn-
úsar Skúlasonar, arkitekts hjá Þjóð-
minjasafni og Gunnars Bjamasonar,
húsasmíðameistara í Reykjavík.
Einnig var kirkjugarðurinn endur-
byggður með nýjum hleðslum og
grindverki að framanverðu, ásamt
sáluhliði. Því verki stjórnaði Guð-
mundur Rafn Sigurðsson hjá Biskups-
stofu.
Margir sjóðir og velunnarar kirkj-
unnar lögðu þessu menningarmáli lið,
með vinnu endurgjaldslaust og fjár-
framlögum.
Við þessar framkvæmdir á kirkj-
unni og umhverfi hennar var í heiðri
höfð sú skoðun Gísla bónda í Papey
og bama hans, að ekki mætti hrófla
við undirstöðum kirkjunnar, því það
boðaði ekki gott. Heldur því kirkjan
og saga hennar um falinn fjársjóð
undir altarinu sínum dulbúna sjarma
um ókomin ár.
Papeyjarkirkja var síðan endurvígð
við hátíðlega athöfn sunnudaginn 4.
ágúst 1996 af Biskupnum yfir íslandi,
herra Ólafi Skúlasyni. Séra Sjöfn Jó-
hannesdóttir, sóknarprestur á Djúpa-
vogi þjónaði fyrir altari. Aðrir sem
tóku þátt í vígsluathöfninni vom: séra
Davíð Baldursson, prófastur í Aust-
fjarðaprófastdæmi, séra Gunnlaugur
Stefánsson Heydölum, séra Carlos
Ferres Kolfreyjustað og séra Sigurður
Kr. Sigurðsson Höfn.
Veðurguðirnir skörtuðu sínu feg-
ursta á meðan að vígsluathöfnin fór
fram. Islenski fáninn blakti við hún á
Kirkjuhólnum. Þetta er eftirminnileg-
ur hátíðardagur í sögu Papeyjar og
kirkjunnar.
Þetta var í annað skipti sem Bisup
yfir íslandi sækir Papey heim. Síðla
sumars árið 1940 kom herra Sigurgeir
Sigurðsson, biskup í vísitasíuferð út í
Papey og messaði þar.
Papey og Papeyjarkirkju ætti með
sanni að hlotnast sá sómi að skipa
veglegan sess á 1000 ára afmæli
Kristnitökunnar á Islandi og vera
merkur minnisvarði um veru kristn-
innar manna, Papa, hér á landi fyrir
landnámstíð. Einnig sem verðugt tákn
um upphaf kirkju- og kristnisögu ís-
lands.
Már Karlsson
Náttúran skartaði sínu fegursta og veðurguðirnir léku við menn, þegar Papeyjarkirkja var endurvígð 4. ágúst 1996.
Mynd/ Helgi Bjarnason.
Frá endurvígslu Papeyjarkirkju 1996. F.v. sr. Gunnlaugur Stefánsson, sr. Sjöfn
Jóhannesdóttirm sr, Sigurður Kr. Sigurðarson, hr. Olafur Skúlason, biskup, sr. Carlos
Ferres og sr. Davíð Baldursson, prófastur. Mynd/Helgi Bjarnason.