Austri - 17.12.1998, Qupperneq 17
Jólin 1998
AUSTRl
17
Sönn vinátta
Einu sinni voru köttur og hundur á
bæ saman. Kötturinn var grábröndótt-
ur að lit, en hundurinn var svartur,
betri vini hef ég aldrei þekkt. Þeir áttu
sína sögu. En ég hef hvorki tíma eða
rúm til að rekja hana alla hér, en þó
ætla ég að segja ykkur ofurlítið frá
uppvaxtarárum Snata, en svo hét
hundurinn.
Hann var gotinn alllangt frá bæn-
um Hofi. Móðir hans var þar á ferð,
þegar hvolpamir hennar kröfðust þess
að fá að komast í heiminn. Fannst nú
tíkinni Stássu illa komið fyrir sér, þar
sem hún lá á 5 nýgotnum hvolpum,
langt frá húsaskjólinu heima. En þá
gerðist nokkuð óvænt. Stór grábrönd-
óttur köttur kom röltandi fast að þeim
stað, þar sem Stássa lá á hvolpum sín-
um. Kötturinn Brandur staðnæmdist
hjá tíkinni og leit á hana stórum aug-
um, eins og hann vildi segja. “ Var það
nokkuð fyrir yður?” Stássa lyfti höfð-
inu ofurlítið frá jörðinni og leit von-
leysislega á Brand, sem var ennþá í
stórum vafa um hvort hann ætti að
vera vinur eða óvinur þessarar fjöl-
skyldu. En augnatillitið sem hann fékk
var svo dapurt og biðjandi að hann
virtist kenna í brjósti um tíkina. Hon-
um hugkvæmist þá allt í einu að
Stássa kynni að vera svöng eftir langa
legu þama og honum datt til hugar að
ná í fugl handa henni. Hann fór því að
svipast um eftir veiði og kom von
bráðar aftur með hálfdauðan spóa og
lagði við framfætur tíkurinnar. En hún
lyfti aðeins höfðinu og leit þakklátum
augum á Brand, hún var alltof aðfram-
komin til að geta étið. Brandi leist nú
ekki á blikuna. Hann ranglaði fram og
aftur, eins og hann biði þess að honum
hugkvæmdist hvað gera skyldi.
Dóttir hjónanna að Hofi, hafði verið
send til að leita að hestum þá um
morguninn. Þegar hún var á ferð
skammt frá þar sem Stássa lá, kom
Brandur auga á hana. Ofurlítið vonar-
ljós rann upp fyrir honum. Máski gæti
hann nú gert henni aðvart, tækist það
var hann viss um að hún myndi
hjálpa. Hún var nú í þann veginn að
fara framhjá. Brandur sá að hann varð
að láta til skarar skríða. Hann mjálm-
aði hátt og hvellt. Helga, en svo hét
stúlkan, leit upp. Hvað gat þetta ver-
ið? Hafði hún heyrt rétt? Nei, þetta em
ofheymir hugsaði hún , hér er enginn
köttur. Hún hélt því áfram göngu
sinni. Nú rak Brandur upp vein, mikið
og sárt og hljóp í áttina til Helgu, sem
stansaði og leit við, þá var kisi nærri
búinn að ná henni. Þá þekkti hún að
þar fór Brandur, kötturinn hennar og
bar hann sig mjög aumlega. Hún hélt
að hann væri veikur og hugsaði með
sér að ekki færi hún heim, nema að ná
honum með sér.
Heiga ætlaði nú að taka kisa upp og
bera hann, en nú brá svo við, aldrei
þessu vant, að hann vildi ekki leyfa
henni að ná sér, en fór undan henni í
flæmingi þar til hann var búinn að láta
hana elta sig að verustað Stássu og þar
stansaði hann og stóð eins og stytta.
Um leið og Helga sá tíkina, skyldi
hún háttarlag Brands. Hún sá að hér
þurfti skjótrar hjálpar við og hljóp eins
og fætur toguðu heim að Hofi, sagði
bræðmm sínum hvers hún hefði orðið
vís og bað þá að bregðast skjótt við og
sækja vesalings tíkina og hvolpana
hennar, því að þau væru að daúða
komin af kulda Qg sulti. Þeir fóm fóm
strax og sóttu Stássu og hvolpana og
fluttu þau heim að Hofi.
Á meðan útbjó Helga hlýtt bæli fyr-
ir þau í skemmuhorninu. Þar voru
sjúklingarnir lagðir og allt gert sem
hægt var til að hlynna að Stássu og
hressa hana við, en allt kom fyrir ekki,
tíkinni varð ekki bjargað og drapst hún
fljótlega.
Nú var ekki útlitið gott með
hvolpana og ákveðið að farga þeim,
þar sem vonlítið þótti að halda í þeim
lífi, þegar móðirin var dauð. Þegar
Helga sá þetta fór hún að gráta. Pabbi
hennar kenndi í brjósti um hana og
leyfði henni að halda einum hvolpi
eftir, ef ske kynni að hún gæti haldið
honum lifandi.
Helga hlúði að Snata sínum, en svo
nefndi hún hvolpinn, af stakri um-
hyggju og dafnaði hann vel.
En Helga virtist ekki sú eina sem lét
sér annt um Snata. Þegar hann var
orðinn einn eftir af hvolpunum, fór að
bera á því að kötturinn Brandur hænd-
ist að honum og að því er virtist urðu
vináttubönd þeirra æ sterkari. Þeir
léku sér saman, fóru í kapphlaup og
því um líkt. Er Snati óx upp reyndist
hann ágætur fjárhundur og tryggur í
besta lagi.
En Snati varð ekki langlífur. Hann
var aðeins þriggja ára er hann féll fyr-
ir dauðanum. Hundafárið geisaði um
alla sveitina. Snati veiktist og þegar
hann hafði kvalist í fimm daga drapst
hann. Allan tímann sem hann var
veikur, hjúfraði Brandur sig að hon-
um. Hann bar sig mjög aumlega og
bragðaði hvorki þurrt né vott og virt-
ist yfirkominn af sorg yfir ástandi
Snata. Þó hann væri tekinn frá bæli
Snata, þá var hann undir eins kominn
þangað aftur, hann vildi ekki annars-
staðar vera.
Morguninn eftir að Snati drapst fór
Helga að huga að Brandi, þá lá hann
dauður í bæli vinar síns. Hann hafði
dáið úr sorg.
Þorsteinn Eiríksson
Æskulínufélagar sem leggja inn fá
afsláttarmiða á Disneytölvuleikinn
Q3ulan.
Skemmtilegur leikur
fyrir börn á öllum aldri.
Leikurinn fæst hjá
Rafeind, Egilsstöðum.
Búnaðarbankinn
Egilsstöðum
* Néi frumvarp þess efnis í gegn á Alþingi
Allar nánari upplýsingar á
skrifstofu okkar Skipagötu 9
eða í síma 460 4700.
NORÐllHtANBS HF *
HLUTABRliF
í§íÉíÍSIÉéS:5;í;
62.432 kr.
L úudtaxbþJLóitl
' . ' ; ; uv ?
■ Kaupþing Norðurlands
býður nú einnig 50%
afsiátt af mismuni á kaup-
og sölugengi bréfa
Hlutabréfasjóðs Norður-
lands og Sjávarútvegssjóðs
íslands fram til 31. des. 1998.
Hjón sem fjárfesta fyrir
266.666 kr. í Hlutabréfa-
sjóði Norðurlands eða
Sjávarútvegssjóði íslands
fyrir áramót fá 62.432 kr. í
endurgreiðslu frá skatt-
inum í ágúst á næsta ári.*
Hægt er að ganga frá
kaupum á bréfum með
eínu símtali til Kaupþings
Norðurlands í síma 460 4700.
Hægt er að dreifa
greiðslum á allt að 12
mánuði.
KAUPÞING
NORÐURIANDS HF
-fyrsl otj fremtt í ffúnmilum