Austri


Austri - 17.12.1998, Page 18

Austri - 17.12.1998, Page 18
18 AUSTRI Jólin 1998 „Lampar“ Leiðbeiningar: 1. Brjótið blaðið sam- an í miðjunni. 2. Klippið inn í blaðið þeim megin sem brotið er. 1. cm á milli, ekki klippa í sundur. 3. Opnið blaðið og límið endana saman. 4. Festið smá spotta öðru megin til þess að hægt sé að hengja upp. • Með því að nota gylltan pappír og hafa lampana stóra má láta þá standa á borði með tekerti í. Varast ber að setja kerti í litla lampa eða hengja þá upp með kerti í þar sem eldhætta er mikil. Pínulitlir „lampar“ em mjög sætir á jólatréinu. Góða skemmtun Hin fyrstu jól Tvær manneskjur gengu eftir götunni. Maður og kona. Þau gengu hægt. Þau voru mjög þreytt. Þau áttu langa ferð að baki. Þetta vom María og Jósef. Þau þurftu að fara til Betlehem. Það var bærinn, þar sem Davíð konungur bjó í forðum. Þar áttu þau að skrifa nöfnin sín. Keisarinn hafði skipað svo fyrir. Og það sem keisarinn skipaði fyrir um, það varð að gera. því hann stjómaði nálægt því öllum heiminum. Keisarinn vildi vita, hversu margt fólk byggi í landinu. Þess vegna þurftu allir að skrifa nöfnin sín, hver í sínu þorpi. María og Jósef þurftu því að fara til Betlehem. Það var þeirra þorp. þar áttu fjölskyldur þeirra heima áður. Leiðin til Betlehem var löng. þau gátu ekki tekið rútu, því á þessum tíma vom engar til. Þau þurftu að ganga alla leiðina. Það tók mjög langan tíma, og þau urðu mjög þreytt, sérstaklega María. En loksins sáu þau úr langri ijarlægð hvítu húsin í Betlehem. í millitíðinni var komið kvöld. Sólin var að fara að setjast. Jósef sagði: „Komdu María! Núna emm við bráð- um komin. Og þá skulum við flýta okkur að finna stað, þar sem við getum gist í nótt.“ Þau gengu áfram og vom brátt komin til Betlehem. En núna var næstum því orðið al- veg dimmt. Þau komu að stóm húsi. Það var gistihús. Þar gat maður sofið, þegar maður var á ferðalagi. Þar væri líka rúm fyrir Mar- íu, þar sem hún gæti hvílt sig vel. En það vom margir aðrir líka á ferðinni, og þeir vildu líka fá að sofa þar. Húsið var allt fullt. Jósef og María leituðu víðar, en hvergi var pláss að finna. Það var ekki nokk- urt pláss fyrir þau í gistihúsum. Hvað áttu þau nú að gera? Urðu þau að sofa úti undir bemm himni? Nei, sem betur fer ekki. Þau fundu samt eitthvað. Þau fundu fjárhús og gengu inn í það. Féð var ekki þar. Það var úti í haga. Sem betur fer var þar hey, og þar stóð líka jata. Jatan var nokkurs konar trog úr timbri, fóðurtrog, sem féð borðaði úr. I því bjó Jósef til rúm úr heyi. Þar gat María sofið. Þau þökkuðu Guði fyrir þennan frið- sæla stað sem þau höfðu fundið þrátt fyrir allt. „Góða nótt, María.“ „Góða nótt, Jósef.“ Síðan varð allt hljótt. Það var alveg dimmt úti. Stjömumar glömpuðu á himninum. Það var nótt í Betlehem. Og þessa hljóðu, dimmu nótt, í fátæklegu fjárhúsi í Betlehem gerðist síðan eitthvað stórkostlegt. Það stórkostlegasta sem gerst gat á jörðinni. Þar eignaðist María barnið sem engillinn hafði sagt henni frá fyrir svo löngu síðan. Það var svo lítið. Alveg eins lít- ið og hjálparvana eins og öll nýfædd böm. Það leit út eins og venjulegt nýfætt bam, en það var heilagt. Það var sonur Guðs! Þegar það yrði stórt, átti það að verða kon- ungur og gera alla menn hamingjusama. Það hafði engillinn sagt. María gladdist mikið yfir barninu sínu. Hún tók það í faðm sér og kyssti það blíð- lega. Jósef var líka glaður. Hann snerti það gæti- lega með stóm grófu smiðshöndunum sín- um. Þau voru ekki með nein föt en vöfðu bamið í klúta. Þau höfðu ekki heldur neitt rúm og lögðu bamið því í jötuna. „Hann á að heita Jesú“, sagði María, „það sagði engillinn.“ Þama lá litli konungurinn í fóðurtrogi fyrir dýr. Sonur Guðs fæddist í fjárhúsi. Þýtt og endursagt: Cornelía og Aðalsteinn Þorsteinsson Jólaþuia Til byggða kom einn jólasveinn hann var hreinn og beinn. hann kom með pokann sinn í honum var pakkinn minn. Hannfór til kátra krakka með marga pakka. Niður um strompinn hannfór hann var rosa stór. Hannfékk á sig sót og steig á kökumót. Hann óskraði svo hátt að pabbi sagði: Hafðu lágt! Hvað er um að vera hér? Sveinninn steig ofan i smér. hann rann og niður á gólfið datt Ég segi það alveg satt. Hann varð hrœddur og hljóp og rak upp óp. Henti nokkrum pökkum handa sofandi krökkum. Hann hljóp að andapollinum og varð blautur á kollinum. Krakkarnir sögðufrá þessu svo fóru þau í messu þau sungu síðan Heims um ból þannig voru þessi jól. Höf: 3. bekkur S í Egilsstaðaskóla.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.