Austri


Austri - 17.12.1998, Qupperneq 19

Austri - 17.12.1998, Qupperneq 19
Jólin 1998 AUSTRI 19 Meðal bj arna og strípalinga Snæbrá Krista Jónsdóttir frá Gilsárteigi segir frá Menntskælingar á faraldsfæti Menntaskólinn á Egilsstöðum hefur á undanfömum árum tekið virkan þátt í Evrópusamstarfi framhaldsskóla. Síðastliðið haust lauk ferðaþjónustu- braut skólans þriggja ára Evrópuverk- eftii, styrktu af Sókrates samstarfsá- ætlun Evrópusambandsins og bar verkefnið heitið: „Menningararfleifð í ferðaþjónustu í dreifbýli". Verkefnið var unnið í samvinnu við Inverness College í Skotlandi og tvo framhalds- skóla í Savonlinna í Finnlandi. Þá hef- ur skólinn einnig tekið þátt í manna- skiptum á vegum Leonardo da Vinci áætlunarinnar og hafa nemendur á ferðaþjónustubraut farið í starfsþjálf- un til Invemess í Skotlandi og Savonlinna í Finnlandi. Nýlega lauk einnig átta manna hópur starfsþjálfun á sviði óhefðbundinnar ferðaþjónustu á Italíu. Hér á eftir segir einn nemandi ME, Snæbrá Krista Jónsdóttir frá Gilsárteigi, frá reynslu sinni, en hún fór í mánaðar starfsdvöl til finnsku vatnasvæðanna. Sagan Þetta byijaði allt 1. júm' síðastliðinn. Eg var nýútskrifuð úr Menntaskólan- um á Egilsstöðum og var á leiðinni til ferðamannabæjarins Savonlinna, í hjarta stóru vatnasvæðanna í Finn- landi. Þar er staðsettur stærsti kastali Finnlands, byggður til að verjast ágangi Rússa. Nú er kastalinn vinsæll viðkomustaður ferðamanna og þar fer fram ein mesta ópemhátíð í Evrópu í júlí ár hvert. I Savonlinna tók á móti mér einn af kennurum menntaskólans. Hann var afskaplega indæll og vildi endi- lega fara í smá skoðunarferð sem hefði verið vel þegin ef ég hefði ekki verið búin að ferðast í næstum 12 klukkutíma. Ég var því mjög fegin þegar við renndum í hlað á bænum þar sem ég átti að vera næsta mánuð- inn. Þetta var lítill ferðamannastaður sem bar nafnið Járvisydan eða “Hjartavatnið". Þar tók á móti mér húsbóndinn, Jari Heiskanen, húsfreyj- Útsýnið frá Konungshœðinni. an, Raya Heiskanen og 18 ára dóttir þeirra Riikka Heiskanen. Þau buðu mér að borða og þar sem ég var orðin dauðþreytt bað ég síðan um að fá að sofa. Mér var vísað í annað hús sem var aðalsánahúsið á staðnum. Ég hafði samt ekki verið lengi í Finnlandi þegar ég komst að ókostunum við að búa fyrir ofan sánu. Þetta var mjög vinsæl sána, og oft var þar hópur af allsnöktum körlum sem sátu fyrir framan húsið, sem var einkar pirrandi því ég þurfti að troða mér framhjá þeim, þegar ég þurfti að fara í vinn- una eða upp í herbergi. Þeir kipptu sér hinsvegar ekkert upp við þessa truflun. Herbergið mitt var nokkurs- konar svefnpokapláss með mörgum rúmum. Þama inni var einn ofn og einn lampi en þó aðeins ein innstunga, þannig að ég hafði val um ljós eða hita. Ég var samt of þreytt til að gera neitt í málinu heldur henti mér í rúm- ið og softiaði samstundis. Snemma næsta morgun vaknaði ég hress og fór í aðalbygginguna. Það var lítið veitingahús með verönd og danspalli. Raya var ein viðstödd og hún byijaði að láta mig gera það sem átti eftir að verða mitt aðalstarf, „per- unatheatre“, að skræla kartöflur. Þess á milli sá ég um uppþvottinn og stöku sinnum fékk ég að skræla gulrætur sem var kærkomin tilbreyting frá kart- öflunum. Nokkrum sinnum fékk ég frí frá störfum er Jari fór með mig í skoðunarferðir, þar sem hann m.a. sýndi mér veitingahúsið sitt í Randa- salmi sem hann rekur á vetumar. Ég fékk því jafnframt að kynnast öllum hnútum ferðaþjónustunnar þar á bæ. Jarvisydan er um 50 kílómetra frá Savonlinna, en samt er hægt að ferð- ast á milli á bát. Næsti kaupstaður, Rantasalmi, sem er í 5 kílómetra fjar- lægð, er á stærð við Egilsstaði. Jarvisydan er á litlum skaga sem kall- ast Porosalmi og er fólkið þar víst mjög ólíkt öðrum Finnum, bæði glað- lynt og mjög félagslynt. í nágrenninu eru fleiri ferðamannastaðir sem eru eign föður og bróður þess sem ég vann hjá. Þrátt fyrir að vera mjög lík- ir, þá hefur hver staður sín sérein- kenni. Einn staðurinn er til dæmis byggður úr 8.200 ára gömlum við sem fannst á botni eins vatnsins þama og í Járvisydan er tilbúin hjartalaga eyja, rétt við ströndina. Jarvisydan samanstendur af 3 strandhúsum með sánu, 5 eins hæða húsum og 3 tveggja hæða húsum með öllum þæg- indum. Einnig em þama veitingahús, aðalsána, bátaleiga og nokkurskonar grillhús sem er í laginu eins og lappa- tjald, rúmar um 60 manns og kallast “gotta“. Inn í miðjunni er kringlótt grill, en meðfram veggjunum eru borð og bekkir. A veggjunum hanga hreindýra- og bjamaskinn. Öll húsin em bjálkahús og smíðuð af Jari. Umhverfið er mjög fallegt. Jarvisydan er staðsett í lítilli vík með útsýni yfir vatnið og fjölda af skógi- vöxnum eyjum. Ég fór stundum út á vatnið í kajak. Það er einstakt að sjá allar þessar eyjar sigla á móti manni. Landið er hæðótt og þakið trjám. Jari siglir með ferðamenn til eyju þama rétt hjá sem er þjóðgarður. Eyja þessi heitir Linnan- saari sem þýð- ir konungs- hæð. Hann bauð mér með í eina slíka ferð. Jari skildi okkur eftir á eyjunni svo við feng- um þrjár klukkustundir til að skoða okkur um. Það er göngu- leið, u.þ.b. sjö kílómetra löng umhverfis eyj- una sem allir ætluðu að fara. Ég lagði af stað nokkru á eftir hópnum og var svolítið einmana því að ég sá þau aldrei á undan mér. En umhverfið var stórfenglegt. Hávaxin tré svo langt sem augað eygði og mosavaxinn skógarbotn. Þetta var algjör töfrastað- ur og ég held að mér hefði ekkert bmgðið við að sjá nokkra álfa dansa á undan mér. Hinu megin á eyjunni var hin margumtalaða konungshæð. Þaðan sást vítt og breitt til allra átta. Þvílíkur aragrúi af eyjum. Maður gat ekki greint á milli meginlandsins og eyjanna. Gönguleiðin til baka var allt öðruvísi. Skógurinn var gisnari og skógarbotninn grasi vaxinn. Mér leið hálfvegis eins og Rauðhettu á leið til ömmunnar. Ég labbaði inn á tún og sá gamlan morkinn kofa. Þar hitti ég líka afganginn af hópnum. Þau höfðu sem sagt gengið hina leiðina án þess að ég tæki eftir því. Þau sögðu mér að framundan væri stórt vatn sem bjórar hefðu gert. Vatnið var fullt af dauðum hvítum trjám, sem höfðu far- ið í kaf við framkvæmdirnar. Allt mjög heillandi. Ég dvaldist þar nokkra stund í von um að sjá dýmn- um bregða fyrir, en það eina sem bar vott um nærvem þeirra var fallið tré sem bjórar höfðu auðsjáanlega nagað niður. í Porosalmi tala Finnarnir betri þýsku en ensku. Enda var fullt af þýskum ferðamönnum þama, sumir komu árlega og ein konan, Barbara, eyddi a.m.k. sex mánuðum í Finn- landi hvert ár. Jari og Raya áttu marga þýska vini og einu sinni bauð Jari mér með sér og fjómm þýskum strákum út að sigla á seglbáti. Þetta var í fyrsta skipti sem ég steig í því- líkt farartæki. Það var svolítið ógn- vænlegt, ég vissi ekki að bátur gæti hallað svona mikið án þess að velta. Jari sagði mér að hafa ekki áhyggur, ekki fyrr en ég sæi hann synda að næstu eyju. Mér til furðu varð ég ekki sjóveik, þó ég verði það næstum alltaf. Ég býst við að þetta hafi verið of spennandi. A vatninu komum við auga á nokkra sæemi. Hreiðrið þeirra var á pínkulítilli eyju með aðeins tveimur trjám. Veðurfarið er all ólíkt því sem hér er. Það er til dæmis miklu heitara á sumrin, síðasta sumar var hitastigið í vatninu 27C°. Það var frekar kalt fyrstu vikuna eftir að ég kom, en stutt- buxnaveður afganginn af dvöl minni. Það rigndi ansi oft, smáskúrir sem héldust í u.þ.b. 20 mín. Þeim fylgdu alltaf þmmur. Þær vom ógnvekjandi. Ég vaknaði einu sinni um miðja nótt við BÚMM!!!, húsið skalf og ég var eiginlega ekki alveg viss hvort ég hefði orðið fyrir eldingu. Ég var mjög þakklát að Jarvisydan var í dal á milli tveggja hæða, svo að það vom litlar líkur á eldingu of nálægt. Fyrir nokkrum árum eyðilögðust fjögur sjónvörp í bústöðunum vegna þmmu- veðurs, því þau höfðu ekki verið tekin úr sambandi. Þó að sumrin séu heit þá em vetumir kaldari. Vötnin fijósa alveg og í stað báta er nú ferðast á göngu- skíðum. Einu sinni á ári sagar fólkið í Jarvisydan ís úr vatninu og hleður ís- hús við vökina. Síðan baðar það sig í vatninu. Mér fannst það heldur kuldalegt, en Riikka útskýrði þetta allt fyrir mér. Þau fara fyrst í sánu og síð- an hlaupa þau í vökina. Kuldinn úti er um -35 gráður, en vatnið er +1 gráða, þannig að það virkar frekar heitt. Ég hef aldrei verið hrifin af sán- um, en ég komst á aðra skoðun í Finnlandi. Hvemig gat maður annað í þessu sánusamfélagi? Finnar kunna sko að fara almennilega í sánu. Þeir eru allsnaktir og yfírleitt fara stelpur saman og strákar saman, en það em líka blandaðar sánur. Eftir rækilega upphitun þá er hlaupið út í vatn og þá er enginn maður með mönnum nema hann fari alveg í kaf. Sánur era frekar heilagar og þar má ekki fíflast eða neitt. Bömunum er sagt frá sánuálf- inum sem býr þar og maður verður að sýna honum virðingu. Ég fór í nokkr- ar sánur, þ.á.m. eina sem er gerð sam- kvæmt gamalli hefð, þ.e. grafin inn í hól. Mér fannst það langþægilegasta sánan. I Finnlandi er mikið dýralíf. Ég var vömð við eitruðum snákum og pödd- um og nokkrum sinnum sá ég íkoma. Ég vissi að þama vom bimir og elgir, en ég hafði ekki áhyggjur af því fyrr en ég frétti að maður hefði verið drep- inn af völdum bjamar, aðeins hundrað kílómetrum frá staðnum þar sem ég var. Finnsk blöð voru uppfull af myndum af birninum nýskotnum. Eftir það þá fór stundum um mig er ég flakkaði um skóginn. Helgina 20.-21. júní er Johannus- festival í Finnlandi, nokkurskonar verslunarmannahelgi. Þá var mikið að gera í Járvisydan. Helgin byrjaði á fimmtudegi og var djammað fram á sunnudag. I Finnlandi em tvær aðal- útiskemmtanir um þessa helgi, með um 300.000 manns á hvorum stað. Þangað koma hljómsveitir allstaðar að úr heiminum. En allir smáferða- mannastaðir hafa sitt eigið ball. I Jarvisydan er farið og horft á bálköst sem kveikt er í á lítilli eyju þama rétt hjá. Það var fullt af bátum þar í kring og stemningin var skemmtileg, ef ekki hefði rignt, þá hefði vatnið senni- lega verið krökkt af bátum. Brottfaradagurinn nálgaðist nú óð- fluga og ég átti ennþá eftir að kaupa allar gjafir handa vinum og vanda- mönnum. Riikka fór því með mér á útimarkað í Savonlinna. Þar var mik- ið af einstökum heimaunnum vömm en, eins og á Islandi, allt frekar dýrt. Riikka harðbannaði mér að kaupa könnu sem mér leist vel á, því hún væri allt of dýr. Síðan bætti hún við að seljandinn væri Rússi. Finnum virðist ekkert vera of vel við ná- grannaþjóðir sínar, Svía og Rússa. Riikka viðurkenndi óvild sína fúslega og sagði að þessi afstaða Finna ætti sér sögulegar orsakir. Síðasti dagurinn rann upp og ég kvaddi alla með tárin í augunum. Finnlandsævintýrið hafði runnið sitt skeið og tími kominn að stilla sig inn í gamla góða hversdagsleikann á ís- landi. Mig langar að þakka öllum þeim sem gerðu þetta kleift, “giittos“! Þó að ég hafi lent á meðal bjama og strípalinga þá myndi mig langa mjög að fara þangað aftur og þá í lengri tíma. Mynd: Snœbrá Krista i Kastalinn í Savonlinna. Mynd: Snœbrá Krista

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.