Austri - 17.12.1998, Page 22
22
AUSTRI
Jólin 1998
STAÐREYNDIR
Líf þitt og fjölskyldunnar getur oltið
á því að eldvarnirnar séu í lagi!
Gættu þess að:
Hafa reykskynjara á þínu heimili.
Það er þín ódýrasta líftrygging!
Skipta um rafhlöðuna í reykskynjaranum
einu sinni á ári,annars veitir hann aðeins
falskt öryggi.
Rjúfa straum af rafmagnstækjum og jóla-
seríum þegar heimilisfólk er ekki nær-
statt, t.d. með fjöltengi með straumrofa
og gaumljósi sem víða eru fáanleg!
Hafa kertaskreytingar á óeldfimu undir-
lagi. Brennanlegt skraut fjarri kertinu
sjálfu og ávalt undir eftirliti. Hægt er að
fá sérstaka álbotna undir kertið!
Tökum öll á og fækkum slysum og
stuðlum að fyrirbyggjandl hegðun!
Skyndihjálp getur skipt sköpum!
•Kælið strax í 15-20 °C köldu vatni uns sviði
hverfur, í 20-25 mínútur áður en farið er á
sjúkrahús.
•Nái bruninn yfir stór svæði skal kæla með
blautum lökum. Haldið hita á heilum
svæðum með teppum.
•Aldrei má setja þann brennda í kalt bað.
•Bleytið í fötum eftir eldbruna og fjarlægið
þau strax. Fjariægið einnig skartgripi og skó.
•Hækkið upp brennda útlimi og látið fólk
með andlitsbruna sitja upprétt.
•Forðist ofkælingu.
Upplýsingar um námskeið í skyndihjálp í s. 570 4000
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
Með Brunavarnaátaki um jól og áramót
vilja slökkviliðsmenn um land allt miðla
af þekkingu sinni og reynslu í þágu
aukinna slysa- og forvarna.
LANDSSAMBAND SLÖKKVILIÐSMANNA
SÍÐUMÚLA 8-108 REYKJAVÍK • S: 588 2988 -FAX: 581 3988
Ráðgjöf og kennsla til fyrirtækja, húsfélaga og einstaklinga.
Gleðilegjol
og farsælt komandi ár.