Austri - 17.12.1998, Side 26
26
AUSTRI
Jólin 1998
r
Myndagátan geymir að þessu
sinni 2 setningar f beinu
samhengi. Ekki er gerður
greinarmunur á grönnum og
breiðum sérhljóðum. Dregið
verður úr réttum lausnum og
bókaverðlaun veitt.
Svör sendist fyrir 12. janúar til:
Austra
Tjarnarbraut19
700 Egilsstaðir
Rithöfundur og skáld sem ís-
lendingar höfðu löngu sett á
bekk með fremstu lausa-
málshöfundum sínum þegar
hann hlaut bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs, fyrstur Islendinga,
árið 1976 fyrir ljóðabækurnar, Að
laufferjum og Að brunnum. Sem
sagnaskáld var hann félagslega
gagnrýninn raunsæishöfundur, en í
ljóðum sínum fremur „klassisisti“
eins og sumir hafa kallað það.
Meðal verka hans voru sérlega list-
rænar smásögur, en úrval þeirra var
gefið út í smásagnasafninu Ljósum
dögum sem kom út árið 1959.
Viðamestu verk hans í lausu máli
voru sagnabálkarnir, Drekar og
smáfuglar, Seiður og hélog og
Gangvirkið. Hann lést árið 1988, þá
sjötugur að aldri.
/
Islensk kona sem sat á Al-
þingi fyrir Alþýðubandalag-
ið á árunum 1971-1979.
Hún er þó mun þekktari fyrir að
vera einn fremsti fulltrúi absúrdisma
og femínisma í íslenskum bók-
menntum 20. aldar. Með smásagna-
söfnunum 12 konur og Veisla undir
grjótvegg hóf hún umræður um
stöðu konunnar með allt öðrum
hætti en áður hafði tíðkast og brá
einnig fyrir sig vopnum fáránleik-
ans. Stíll hennar er blanda af hvers-
dagslegum raunsæislýsingum og
óheftri fantasíu þar sem sagt er frá
óhugnanlegum atburðum sem sjálf-
sagðir væru og ráðist gegn klisjum
og vanhugsun. Síðari verk hennar
hafa fluttu skyldan boðskap en
flóknari og flóknari uns náð er
Gunnlaðarsögu, þar sem norræn
heiðni og nútíminn blandast í sköp-
un nýrrar goðsagnar.
Stjórnmálamaður í Evrópu-
ríki á síðustu öld. Var að-
sópsmikill og hafði viður-
nefni sem átti að vísa til hörku hans
og er tengt ákveðnum málmi. Sam-
einaði ríkið sem hann réði fyrir eftir
að hafa staðið í stríðum við ná-
grannaríki. Til að efla hið nýja ríki
réðst hann gegn kaþólsku kirkjunni
með menningarbaráttu og til að
draga úr byltingarhyggju verkalýðs-
stéttarinnar beitti hann sér, fyrstur
evrópskra stjórnmálaleiðtoga, fyrir
löggjöf um elli-, sjúkra- og slysa-
tryggingu. I utanríkismálum reyndi
hann að tryggja veldi hins nýja ríkis
með það í huga að einangra eina af
nágrannaþjóðunum. Dró lappirnar í
nýlendukapphlaupinu og var vegna
þess vikið úr embætti árið 1890.
Erlent tónskáld og fiðluleikari
sem átti sitt blómtímabil í
upphafi 18. aldar. Starfaði í
Feneyjum. Hann samdi um 40 óp-
erur, en merkustu tónsmíðar hans
eru um 600 hljómsveitarverk. Þessi
bakarasonur rauf hefðina í fjöl-
skyldunni til þess að gerast tónlist-
armaður og starfaði við Markúsar-
kirkjuna frá árinu 1685. Hann tók
einnig prestvígslu, en páfi lýsti hann
óhæfan sem prest, þegar upp komst
að hann var í tygjum við söngkonu
sem tók þátt í uppfærslu á einni af
óperum hans. Meðal hljómsveitar-
verka hans er mikið af konsertum
þ.á.m. um 250 einleikskonsertar, en
hann hafði mikil áhrif á þróun
konsertformsins og fiðlutækninnar.
Eitt þekktasta verk hans er náttúru-
lýsingin Le quattro stagioni.
/
slensk afrekskona í íþrótt-
um. Hún er frá Akranesi og
er yngst í fimm systkina-
hópi. Hún var landsliðsmaður í
sundi frá 13 ára aldri og setti yfir
200 íslandsmet á ferlinum og var
árum saman á lista yfir 10 bestu
íþróttamenn landsins. Vann til sex
gullverðlauna og einna silfurverð-
launa á Smáþjóðaleikunum á Kýpur
1989 og fimm gullverðlauna og
tvennra silfurverðlauna á Smáþjóða-
leikunum í Andorra 1991. Hún var
kjörinn Iþróttamaður Smáþjóðaleik-
anna bæði 1989 og 1991. Hún var
kjörin Sundmaður Islands þrisvar
sinnum, íþróttamaður Akraness sjö
sinnum og Iþróttamaður ársins einu
sinni.
/
Islenskur leikari. Er meðal
fremstu leikara sinnar kyn-
slóðar og býr yfir mikilli
líkams- og raddtækni. Hann vann
mikinn leiksigur árið 1963, þá að-
eins tvítugur að aldri, í aðalhlutverki
í leikritinu Gísl eftir Brendan Beh-
an. Tók þátt í að stofna Leiksmiðj-
una og Alþýðuleikhúsið. Hann hef-
ur leikið mörg hlutverk í Þjóðleik-
húsinu þ.á.m. titilhlutverkið í
Galdra Lofti eftir Jóhann Sigurjóns-
son og hlutverk Þorleifs Kortssonar
í Skollaleik eftir Böðvar Guð-
mundsson. Hann hefur einnig leik-
ið í kvikmyndum og lék m.a. aðal-
hutverkið í Útlaganum sem frum-
sýndvarárið 1981. Eiginkona hans
hefur setið á Alþingi og er auk þessa
eitt af stóru nöfnunum í íslensku
leiklistarlífi.
Islensk myndlistarkona.
Hún stundaði listnám á ís-
landi, í Kaupmannahöfn og
New York. Hún var fyrst íslenskar
myndlistarmanna til að sýna sam-
klipp hér á landi og hún vann braut-
ryðjendastarf í steingler-
list. Hún þróaði abstraktlist út frá
kúbisma á 5. áratugnum og tók sér-
staklega mið af áferðarmiklum
stemmum franska listmálarans
Nicolas de Staél, en málaði jafn-
framt tilkomumiklar mannamyndir.
Hún var mjög afkastamikill lista-
maður og vann m.a. glermyndir í
Þjóðminjasafni íslands, mynd-
skreytti bækur, t.d. Tindáta Steins
Steinars og svo eigin barnabækur
s.s. Köttinn sem hvarf. Þegar á leið
feril hennar fóru skírskotanir til ís-
lenskrar náttúru að verða fyrirferð-
armeiri í verkum hennar. Hún lést
aðeins 55 ára að aldri.
ýskur lífeðlis- og sálfræð-
ingur. Er talinn hafa lagt
grundvöllinn að vísindalegri sál-
fræði. Upphaf þessarar sálfræði er
oft rakið til ársins 1879 en þá opn-
aði þessi maður fyrstu rannsóknar-
stofuna í sálfræði, við háskólann í
Leipzig í Þýskalandi. I rannsóknum
sínum fékkst hann aðallega við at-
huganir á skynfærum, einkum sjón-
inni. Komst að merkri niðurstöðu
varðandi viðbragðstíma. Allt til
dauðadags síns 1920 hafði hann
feiknamikil áhrif á þróun sálfræð-
innar og hlutu frumkvöðlar amer-
ískrar sálfræði þjálfun í rannsóknar-
stofu hans. Stanley Hall sem setti á
stofn fyrstu tilraunastofuna í sál-
fræði í Bandaríkjunum árið 1883
hafði hlotið þjálfun hjá þeim manni
sem um er spurt.
Lausnir sendist til Austra, Tjarnar-
braut 19, 700. Egilsstöðum, fyrir 12.
janúar n.k., merktar: Austri - Hver
er maðurinn. Einnig er hægt að
senda tölvpóst, netfangið er
Austri@eldhorn.is. Dregið verður
úr réttum lausnum og bókaverðlaun
veitt. Athugið að hér er ekki um
neitt lausnarorð að ræða, heldur að-
eins nöfn þeirra einstaklinga sem
um er spurt.
Góða skemmtun!
HL
ÓrÁ///ri o /shÁý){aom//m oÁ/Ju/r,
l/áa/rr. f/M'/o/Ám/Áy o//
/amJsmörmarri ö/ÁmrnjJetJi/apra
( jó/o oj^fa/sœÁJa/^ á r/j/a ári.
SÓLDEKK
ehf.
Þverklettum 1
Egilsstöðum