Austri


Austri - 17.12.1998, Síða 27

Austri - 17.12.1998, Síða 27
Jólin 1998 AUSTRl 27 Land og saga Áttunda árið í röð birtist hér í jólablaði Austra getraun sem ber nafnið Land og saga. Getraunin er með svipuðu sniði og undanfarin ár og er reynt að spyrja vítt og breitt og koma inn á landslag og sögu staðanna sem um er spurt. Sem fyrr mynda upp- hafsstafir svaranna lausnarorð, en lausnarorðið er nafn á stað sem mikið hefur verið í umræðunni á ár- inu og flestir sem komnir eru til vits og ára hafa ein- hverja skoðun á. Fyrstu orð hverrar spurningar segja til um að hverju er verið að spyrja. Lausnir sendist til Austra, merktar „Land og saga“ fyrir 12. janúar næstkomandi. Auk venjulegra bréfa er hægt að senda lausnina á tölvupósti, en netfangið er: austri@eldhorn.is. Dregið verður úr réttum lausn- um og bókaverðlaun verða veitt. Arndísi Þorvalds- dóttur sem undanfarin sjö ár hefur haft veg og vanda af getraun þessari þakka ég góðar leiðbein- ingar og vona að lesendur verði ekki fyrir vonbrigð- allmörg hús. Víkin hefur verið í eyði síðan 1952. tórbýli og kirkjustaður á Suðurlandi. Þar var kirkja helguð Andrési postula í kaþólskum sið. Þar var fyrrum útkirkja frá Torfastöðum en 1952 var sóknin lögð undir Skálholt. Núverandi kirkja var vígð 1911. Á seinni hluta 17. aldar bjó á býlinu Magn- ús Sigurðsson, stórauðugur maður og um margt vel gef- inn en drykkjumaður og svoli við vín. Þar kom að kona hans flýði heimilið og fór til systur sinnar sem var bisk- upsfrú í Skálholti. Vegna veru hennar á biskupsetrinu spunnust málaferli milli eiginmanns hennar og annars manns sem einnig dvaldi á setrinu. I samskipti þessa fólks sækir Halldór Laxness efnivið í eina af skáldsög- um sínum. um. H.L. t 3 slendingasaga sem varðveitt er í nokkrum hand- j / ritum, þar af fjórum skinnbókarbrotum frá 14. og 15. öld. Sagan gerist á Snæfellsnesi og í Döl- um frá landnámi og fram á 11. öld og er hún breið hér- aðs- og fjölskyldusaga sem snýst m.a. um uppgang Snorra goða á Helgafelli. Hinn eiginlegi söguþráður er slitróttur en þó haglega saman settur. Sagt er frá blóð- ugum átökum ætta og einstaklinga um eignir, völd, heiður og ást. Mikið er af yfimáttúrlegu efni í sögunni, m.a. Fróðárundrin sem orsakast af Þórgunnu frá Suður- eyjum. ær í Köldukinn, stendur vestan í Kinnarfelli, nær ' ) norðurenda þess. Þar bjó Sigurður Jónsson bóndi og ráðherra sem var einn af helstu braut- ryðjendum og forystumönnum samvinnuhreyfingarinn- ar á Islandi. Samband íslenskra samvinnufélaga var stofnað á þessum bæ árið 1902. Til minningar um það hefur verið reist minnismerki, steinsúla við bæinn. Árið 1917 fannst fornmannsleiði gegnt bænum og voru í því bein manns og hests. Kom þar í ljós mjög ein- kennilegt spjót, eineggjað með þykkum bakka. Það er nú varðveitt í Þjóðminjasafninu. 'Tj> öð móbergstinda austan Langjökuls. Þar rís X\. óiidur við tind og eru þeir margir tignarlegir, hvassir og formfagrir, með skörðum á milli. Sjást þeir víða og setja mikinn svip á umhverfið. Tindaröð þessi er móbergshryggur sem skorist hefur í sundur. Alls er röðin um 15 km löng og hnjúkarnir taldir vera 20 að tölu, sá hæsti 1082 metra yfir sjávar- máli. Þeir eru allir gróðurlausir, skriðurunnir og tor- gengir sakir lausagrjóts og bratta eða ókleifir með öllu. Hnjúkarnir rísa flestir 200-300 m frá rótum. Sá þeirra sem mest er áberandi að sunnanverðu í röðinni er kenndur við óvætt. T JT ík á Hornströndum, næst norðan við Isafjarðar- y/ djúp, milli Rits og Straumness. Víkin er 6-7 km á breidd en lítið eitt lengri. Fjöllin á báða bóga eru sæbrött en nokkurt undirlendi er fyrir botni víkur- innar, með sendinni strönd. Yst að sunnan er er lítill dalur, Skáladalur. Þar var fyrrum útræði og verstöð. Fyrir neðan hann er Sæból. Þar var vísir þorps, með um 70 íbúum þegar flest var. Nyrst við víkurbotninum eru Látrar. Þar reis upp þorp í byrjun aldarinnar og voru íbúar þar 80-100 þegar flest var. Enn standa þar Oz/ou'm ^t/e/i/e^raj-á/a Jayy-:U:ri/</a/}' á /xyman</i á/x. S/ö//cum nwá/jilim- á ánömi áem ew a/ /i/a. Hitaveita Egilsstaða HEF og Fella Jj—jörður sem einnig gengur undir öðru nafni, J< gengur inn af samnefndu djúpi. Fjörðurinn er nær 30 km breiður en nær skammt inn í landið. Ströndin öðru megin fjarðar er há og sæbrött og víða björg með sjó. Fyrir botni fjarðarins eru flatir sandar og austurströndin er láglend. Fjörðurinn er djúpur og eyja- og skerjalaus, nema næst ströndum á tveimur stöðum. Engar náttúrulegar hafnir eru við fjörðinn. Við fjörðinn er sveit sem skiptist í tvennt eftir landslagi, Uppsveit og Sand sem er óshólmaland voldugrar ár sem fellur til sjávar í firðinum. Eldstöð á Islandi. Heimildir geta um 16 gos í þessari eldstöð en sennilega munu þau vera um 20. Eldstöðin er venjulega hulin jökli en hefur að jafnaði gosið á 40-80 ára fresti. Brýst hún þá í ógur- legum hamförum undan jöklinum, bræðir hann á stóru svæði og orsakar feiknarleg vatnsflóð sem flæmast með miklum jakaburði. Jarðhræringar í þessari eldstöð hafa oft orðið mönnum að fjörtjóni. Síðast varð gos í þessari eldstöð á fyrri hluta þessarar aldar og varð ekkert mann- tjón en þó áttu smalamenn, sem staddir voru nálægt eld- stöðinni, fótum fjör að launa. Sama ár og fyrrnefnt gos varð var mikið harðæri í landinu. T~' , jallvegur sem liggur í samnefndum dal milli (Hy/ tveggjajökla. Hann er einn af hæstu fjallvegum á landinu, 727 metra yfir sjávarmáli og er hann fær flestum bflum í 3-4 mánuði á sumrum. Um þennan fjallveg var áður fjölfarið, en hann var fyrsti fjallveg- urinn hér á landi sem var ruddur. Var það gert árið 1830 að forlagi Fjallvegafélagsins sem Bjarni Thorarensen amtmaður var frumkvöðull fyrir. I daln- um sem fjallvegurinn er í er stórgrýtisurð sem kennd er við sakamann sem slapp á hestbaki undan líflátsdómi sem hann átti að meðganga. Um þessa sögn orti Grím- ur Thomsen frægt kvæði. töðuvatn í Laugardal. Sagt er að eitt fornskáld fslendinga, Sighvatur Þórðarson sem uppi var á 11. öld, hafi hlotið skáldagáfu sína af því að éta undarlegan fisk sem hann veiddi í vatninu. Sighvatur þessi varð síðar hirðskáld og virktarvinur Olafs helga Noregskonungs. Stór atburður í Sturlunga sögu átti ser stað árið 1238 skammt frá þessu stöðuvatni. Hittust þar tveir af mestu höfðingjum þrettándu aldar og sá fundur var undanfari einhvers mesta bardaga íslandssögunnar þar sem annar þeirra höfðingja er fyrr var nefndur vóg hinn og hlaut sigur í bardaganum. , ,ær og kirkjustaður á Norður- landi. Bæjarstæðið er í víð- um hvammi utan við svo- kallað Langholt. Þar hafa margir sögufrægir menn búið þ.a.m. eini ís- lendingurinn sem borið hefur jarls- tign auk ýmissa höfðingja, sýslu- manna og guðsmanna. Nú er kirkja staðarins útkirkja frá öðru presta- kalli og hefur ekki verið sjálfstætt prestakall síðan 1880. Eitt af því sem staðurinn er ennfremur kunnur af er vegna atburðar sem geriðist á fjöllum uppi haustið 1780. Þásendi Halldór Vídalín, sem þá sat þann stað sem um er spurt, syni sína tvo og þrjá menn aðra í fjárkaupaleið- angur á Suðurland. Á leiðinni til baka urðu mennirnir og allt féð úti í blindbyl. Fyrsta erindi Áfanga Jóns Helgasonar segir einmitt frá þessum atburði. Þróunarstofa Atvinnuþróunarfélag Austurlands Atvinnuþróunarsjóður Austurlands OsAum starfsmö/uuun o/t/tar ot/ oúfs/tifitaoöium ((//eár/eyrayó/a oa Já/'s(e/s tu/s (U'S. ,Pö/t/tum oMú/itiu cí á/H/iu sem er atf/icfa. Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf. Neskaupstað P cí ci^Lt^cc íefTv cíl)

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.