Austri


Austri - 17.12.1998, Page 28

Austri - 17.12.1998, Page 28
28 AUSTRI Jólin 1998 ✓ Aðalbjörn Ulfarsson frá Vattarnesi: Frosti og Tryggur Mörg fyrstu búskaparár foreldra minna á Vattarnesi við Reyðarfjörð var aldrei til hestur í þeirra eigu og var það ekki á meðan móðir mín lifði. Haustið 1944 keyptu þeir faðir minn og Jón bróðir minn þriggja vetra fola af Þorsteini Björnssyni bónda á Þemunesi. Þegar líða tók á haustið voram við Kjartan bróðir beðnir um að sækja folann. Suðaustan átt var og þykkskýjað loft og hafði gengið á með skúrum, en við voram svo heppnir að fá bara einn skúr í öllum túmum. Þegar við voram að nálgast Breiðdalsána, sáum við að hún var í vexti. Þorsteinn hafði séð til okkar og kom hlaupandi niður túnið, en þar vora hestar hans. Hann tók einn þeirra og kom á honum yfir ána til okkar. Við sögðum honum erindi okkar, en hann hafði vitað um það og vildi fá okkur með sér heim. Við þóttumst vera að flýta okkur svo við kæmumst heim fyrir myrkur. Þá fór hann aftur yftr ána og náði í folann og hafði hann sett á hann múlband sem hann lét fylgja honum. Við spurðum Þorstein hvort folinn héti eitthvað og sagði hann okkur að þegar hann hefði fæðst hefði verið frost og snjór yfir öllu og það hefði strax verið farið að kalla hann Frosta og það hefði fest við hann “En þið ráðið því svo auðvitað hvort þið gefið honum annað nafn, þegar þið komið úteftir með hann,” bætti hann við. Ferðin út eftir byggðinni gekk okkur vel. Eitthvað var búið að venja Frosta við múl og taum því hann rölti hinn rólegasti á eftir okkur. A meðan við voram í túmum höfðu Sigurður bróðir og pabbi útbúið stíu fyrir hann við endann á lambakrónni í bryggjuhúsinu og var hann strax hýst- ur og geftð hey, sem hann fór strax að maula í sig, blessuð skepnan svöng eftir allt röltið. Það kom strax í minn hlut að sjá um Frosta að ölli leyti svo sem að gefa honum hey, hýsa hann á kvöldin og hleypa honum út á morgnana. Það kom líka af sjálfu sér að við urðum allgóðir vinir enda þurfti ég ekki ann- að en kalla - Frosti - þegar ég ætlaði að hýsa hann. Þá leit hann fyrst upp og svo til mín og rölti svo af stað, kom alveg til mín og gekk svo á eftir mér heim að dyram. Þegar ég hafði opnað fór hann inn og beint á básinn sinn, en þar var ég áður búinn að setja hey handa honum. Þannig gekk þetta til hjá okkur Frosta og fannst mér stundum sem hann væri farinn að treysta mér. Strax þegar fyrsti veturinn hans Frosta hjá okkur var liðinn og farið var að vora fóra þeir Sigurður bróðir og pabbi að leggja á hann aktygi og bakka honum svo inn á milli kerrukjálka, festa kjálkana við aktygin og teyma hann áfram, láta síðan eitthvað í kerrana og teyma hann áfram og gekk þetta allt vel. Sjálfsagt hefði verið hægt að kenna Frosta að bera mann á bakinu, en það var aldrei reynt að neinu ráð, enda enginn maðir þá til á Vattamesi sem hefði kunnað að temja hest til reiðar. Aðeins einu sinni vissi ég að pabbi lagði hnakk á Frosta og fór á bak. Þá höfðu einhverjir menn frá Kolmúla, næsta bæ innan við Vattar- nes komið úteftir á hestum og ætlaði hann að fylgja þeim úr hlaði á sínum hesti og sjá hvemig gengi. Leið þeirra lá fyrst yfir dálítið móastykki sem var skammt utan við húsið heima, en þar var þýft og grjóthnullungar vora þar lrka. Götuslóði var þar eftir nautgripa- fætur og þegar þangað kom stoppaði Frosti og lyfti afturendanum í loft upp svo snögglega að pabbi sveif í stóram boga fram af honum og kom niður á bakið milli tveggja þúfna. Reis hann strax upp aftur og hafði ekkert meitt sig. Að draga kerra með einhverju í var aðal ævistarf Frosta hjá okkur, en það mátti ekki vera neitt háfermi því það hræddist hann. Einhvem tíma á þessum áram eign- aðist Hreinn bróðir minn mórauðan hvolp. Þeir bræður Vignir og Kristján Lúðvíkssynir sem þá áttu líka heima á Vattamesi gáfu honum hann. Hvolp- urinn fékk fljótlega nafnið Tryggur og lærði að gegna því. Þegar Tryggur var fullvaxinn hundur var hann frekar í stærra lagi af íslenskum hundi að vera. Heima fyrir var hann ósköp ljúf- ur og góður, en ef gest bar að garði gelti hann mikið og grimmdarlega og urðu sumir smeykir við þessi læti í honum, en aldrei gerði hann nokkram manni mein. Öðra máli var að gegna þegar tíkur af nágrannabæjum vora að halda til, þá lét Tryggur ekki sinn hlut fyrir neinum og oft hart barist. Þegar þeim darraðardansi lauk og Tryggur kom heim var hann ræfilslegur og svangur vel. Arið 1951 var ákveðið að byggja fjós heima og púkka grjóti í grunninn. Grjótið þurfti að sækja út fyrir túnið og átti að nota Frosta með kerrana til að færa það á byggingarstaðinn. Þá voru hestarnir á Vattarnesi sem voru orðnir þrír suður í nesi eins og málvenja var að segja. Eg var beðinn að sækja Frosta. Veðri var þannig háttað þennan dag að það var austanátt nokkuð hvöss. Það heyrði ég föður minn segja að gömlu menn- irnir í hans ung- dæmi hefðu sagt að austanáttin næði sér ekki að neinu ráði upp á Vattarnesið, því þar væri svo mikið frákast frá fjallinu. Ég man heldur aldrei eftir því að þar uppi á nesinu yrði mjög hvasst í austanátt, en níst- ingsköld var hún oftast. Það hafði rignt um nóttina svo allt var blautt og ég klæddi mig þess vegna í léttan og lipran sjóstakk, því alltaf gat komið demba. Ég labbaði af stað með með múlband í hendinni og auðvitað var Tryggur vinurinn með mér og fór á undan eins og góðra hunda er siður. Strax þegar við voram komnir suður fyrir Baulhamrana fóram við að verða meira og meira varir við vindinn, en héldum auðvitað áfram. Eftir nokkum spöl tóku Vattamesskriðumar við með sínum giljum og hryggjum á milli, fyrst Marteinsgil, nokkru sunnar Manndrápsgil og syðst Hestagil, en í því var oftast lækjarspræna sem á vet- uma fraus og gat þá orðið ófær bólst- ur þar. Þess ber að geta að þetta var að vorlagi og enginn akvegur þá kominn yfir skriðumar. Þar vora aðeins gömlu fjárgötumar sem oftast vora lagaðar á vorin svo hægt væri að reka kýrnar yfir þær á surnrin. Þegar við Tryggur komum inn á nesjaðarinn var þar kannski ekki rok, en alveg stóra stormur. Vel sást af nesjaðrinum niður um allt nes og sáust hestarnir þrír nokkuð fyrir neðan nesdokkina á beit og þangað beindum við Tryggur för okkar. Ég tók stefnu beint á hestana, en hann fór í ótal krókum þefandi og snuðrandi um all, eins og hundar gera oft. Vel gekk að ná Frosta og setja á hann múlinn. Svo gengum við af stað, en við höfðum ekki far- ið langt þegar Tryggur kom hlaupandi lengra neðan úr nesi, fór fram hjá okkur og hvarf austur af nesjaðrinum yfir í skriður. Þegar við Frosti fórum að fara upp jaðar- inn fór Frosti að kippa í tauminn af og til, en upp komumst við og aust- ur í skriður. Þegar sást upp í Hestagil- ið stoppaði Frosti alveg, en þar nokk- uð fyrir ofan götuna hamaðist Trygg- ur, gelti og gelti og stökk til og frá og stundum var eins og hann væri að glefsa í eitthvað. Ég reyndi að hasta á hann, en það dugði ekkert því hann virtist hvorki heyra né sjá. Þegar mest gekk á fyrir mér að hasta á hundinn rykkti Frosti taumnum úr hendi minni og var þá fljótur að snúa sér við og hlaupa ofan í nesið aftur og náði ég honum ekki fyrr en hjá hinum hestun- um. Þá var haldið aftur af stað upp nesið, upp á jaðarinn og yfir í skriður og þegar sást upp í Hestagilið hamað- ist Tryggur þar lfkt og áður. Ég sá ekkert sem gæti verið orsök þessara láta í honum, en allt í einu tók hundur- inn sprettinn niður allt gil og alveg ofan í fjöru og fram í flæðarmál. Þá kom ég hestinum yfir, en hann var að smá stoppa á leiðinni og líta við eins og hann ætti von á einhverju á eftir sér. Þegar við voram komnir austur að Baulhömrum kom Tryggur hlaupandi á eftir okkur og var fljótur að ná okk- ur. Þegar bílaöld var að renna upp á Vattarnesi urðu kerruhestar alveg óþarfir og þá var þeim öllum lógað. Hér væri sko alveg hægt að láta þessa frásögn enda, en eftir að þessir góðu vinir mínir Frosti og Tryggur voru báðir horfnir af mannlegu sjónarsviði varð ég einu sinni var við að þeir höfðu ekki alveg gleymt mér. I nokkur ár fór ég til fiskvinnu hjá Isfélagi Vestmannaeyja. I eitt skipt- ið sem ég kom þangað um miðjan janúar vora mislingar að ganga þar, en vora sagðir svo vægir að það væri mjög gott fyrir menn að fá þá, einmitt á meðan vertíð væri ekki almennilega hafin svo ég hirti ekki um að láta sprauta mig við þeim. Aðkomustrák- ar sem vora í ísfélaginu fengu nokkr- ir mislinga og lágu bara í þrjá til ljóra daga og vora þá komnir strax aftur til vinnu. Þannig leið janúar og misling- ar heyrðust ekki orðaðir lengur. Febr- úar kom og leið, en þó ekki alveg því einn af síðustu dögum hans, sem var föstudagur fór ég á fætur upp úr klukkan sjö eins og ég var vanur að gera. Mér fannst ég vera eitthvað skrítinn í höfðinu, en gaf því ekki frekari gaum og dreif mig út og hélt til minnar vinnu við saltfiskinn. Þá fann ég að ég var að verða eitthvað lasinn. Þegar farið var til morgunverð- ar fékk ég mér graut á disk, en gat ekki borðað nema lítið af honum. Þá varð ég að ijúka á salemið og þar fór allt sem hafði verið í mínum maga og gömum ýmist upp eða niður. Eftir það fór ég til verkstjórans og bað hann um frí, því ég væri að verða eitthvað las- inn og fékk ég það. A leiðinni heim fór ég til læknis sem sagði að ég væri með kvef og lét mig hafa meðul sem áttu að bæta það. Þegar ég kom heim fór ég fyrst til konunnar sem ég leigði hjá og kölluð var Lauga í Rafnsholti og sagði henni hvemig ástandið væri og ég ætlaði að leggja mig. Ég bað hana að líta til mín seinna um daginn og vita hvemig ástandið væri. Klukk- an sex um kvöldið kom svo Lauga til mín og ég sá að henni brá nokkuð þegar hún leit á mig. “Ja nú sé ég að þú ert mikið veikur og þú ert allur að verð svo dökkur í framan og nú hringi ég á lækni.” Lauga hvarf út úr her- berginu og fór upp til sín, en klukkan 9 um kvöldið kom svo læknirinn sem hét Þorsteinn Svörföður, sá sami og ég hafði farið til áður um daginn og þegar hann sá mig þama sagði hann; “Nú það er bara svona, þú ert með mislingana og þú verður bara að liggja rólegur í rúminu þá batnar þér fljótlega”. Svo fór hann. Hreinn bróð- ir minn, sem farinn var að búa í Eyj- um þegar þetta var kom til mín kvöld- ið eftir og bað ég hann að lána mér hitamæli. Hann kom með hann kvöld- ið eftir, sem var þriðja kvöldið frá því ég lagðist og þá sagði hann. “Þér er nú farið að skána því þú ert miklu hressilegri en í gær - þá varstu sko fár- veikur.” Svo mældi ég mig og lét hann lesa á mælinn. Þá var hitinn 41 stig. “ Hvað varstu þá með mikinn hita í gær?” Hrópaði hann. Ég hef trú- lega verið með óráði nóttina eftir að ég mældi mig, en ég sá heiðan himin fyrir ofan mig og allt var svo bjart og fallegt í kringum mig. Lengst frá mér var eitthvað á hreyfmgu sem færðist nær og nær. Ég gat greint að þetta voru hestur og hundur og eftir því sem þeir komu nær fór ég að sjá að þetta voru blessaðir gömlu vinirnir Frosti og Tryggur. Þeir komu alveg að mér og Frosti lagði höfuðið ofan á brjóstið á mér, en Tryggur sleikti á mér andlitið. Ég var svo máttfarinn að ég gat hvorki hreyft legg eða lið, en einmitt þá heyrðist djúp og hrein karl- mannsrödd sem sagði; “ Aðalbjöm þú átt ekki að koma núna.” Hvaðan rödd- in kom eða hver talaði veit ég auðvit- að ekki. Frosti lyfti upp höfðinu og Tryggur hætti að sleikja mig. Sem snöggvast litu þeir til mín og snéra sér svo við og löbbuðu af stað í sömu átt og þeir komu úr og þeir veifuðu til mín um leið og þeir fjarlægðust annar með rófunni, en hinn með taglinu. Þetta fallega umhverfi sem ég hafði verið í fór smátt og smátt að breytast og ég fór að sjá loftljósið og veggina í herberginu. Já mér fór heldur að skána, en hægt gekk því vikurnar í rúminu urðu þrjár og sú fjórða fór í að reyna að ná sér al- mennilega. Hvemig það svo gek verður ekki sagt hér, en eftir fjórðu vikuna mætti ég til vinnu í Isfélaginu og var þar fram á sumar. Aðalbjöm Ulafarsson

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.