Fylkir


Fylkir - des. 2019, Blaðsíða 13

Fylkir - des. 2019, Blaðsíða 13
13FYLKIR - jólin 2019 ° ° mikið var talað, spilað og sungið. Nágrannar á öllum aldri gátu fundið jafnaldra í húsinu og/eða samherja til sjós og lands. Kon- urnar í nágrenninu skutust á milli húsa og deildu sorgum sínum og gleði hver með annarri. Hlut- verk kynjanna voru tiltölulega skýr, húsbændur öfluðu að mestu viðurværis fyrir fjölskyldur sínar, húsmæður stjórnuðu heimilunum. Húseigandi sótti sjóinn og reri á fjölmörgum bátum á vertíðum, fór norður til síldveiða á sumrin og starfaði einnig við bátaviðgerðir og smíðar í slippnum á haustin. Þá sigldi hann með fisk til Bret- landseyja á stríðsárunum. Eigin- kona hans sá um heimilishaldið, fæddi börnin og klæddi, hugsaði um heimili og bú, eldaði, bakaði, saumaði, þreif og þvoði hús, fatnað og skítuga peyja. Steinholt iðaði af lífi á frá morgni til kvölds. Stríðsár og breytingar Baldvin og Þórunn eignuðust Steinholt í kjölfar kreppunnar, sem um skeið hafði hægt á þróun sam- félagsins í Eyjum. Nýtt vaxtarskeið var í uppsiglingu. Stríð geisaði í Evrópu, og markaðir opnuðust fyrir fiskafurðir þar hjá þjóðum eins og Bretum, sem voru upp- teknir við hergagnaframleiðslu, vopnabúnað og annan stríðs- rekstur. Húseigandinn ungi sigldi á stríðsárunum til þessara nágranna okkar með eftirsóttan fisk af Eyja- miðum og lagði afraksturinn m.a. í verðandi eign sína við Kirkjuveg- inn. Þau 15-16 ár, sem fjölskylda Baldvins og Þórunnar bjó í Stein- holti, hafði íbúum í bænum fjölgað áfram hægt og bítandi, voru 3546 árið 1941, en orðnir 4425 árið 1958, þegar fjölskyldan færði sig um set vestur í bæ. Þróun útgerðar og atvinnulífs hafði haldið áfram, bryggjur, götur og hús voru byggð, og ný hverfi risu eins og það, þar sem fjölskyldan settist nú að. Börn Baldvins og Þórunnar festu kyrfilega rætur í Eyjum, og afkom- endur þeirra þar eru fjölmargir. Í Heimaeyjargosinu 1973 voru öll börnin nema eitt búsett í bænum, 8 samtals. Gosið hafði mikil áhrif á fjölskylduna sem og aðrar Eyja- fjölskyldur, og samfélagið varð fyrir þungu áfalli. Systkinin frá Steinholti sneru þó flest aftur til æskustöðvanna, sum strax eftir gos, önnur áratugum síðar. Svo vitnað sé í orð þekkts Eyjamanns, hvítasunnumanns og fjárbónda, sem þekkir vel til atferðis fénaðar á Heimaey sem úteyjum: „Þetta skilar sér allt heim að lokum!“ Einar Birgir Sigurjónsson Árið 1958 keypti Steinholt ungur maður úr Austur-Landeyjum, Einar Birgir Sigurðsson. Einar, eða Birgir á Sólheimum, eins og hann var jafnan kallaður í Eyjum, var fæddur á Búðarhóli í Landeyjum árið 1933, en hafði búið í bænum frá árinu 1952, þegar hann keypti Steinholt, 35 ára gamall. Með kaupum Birgis urðu nokkrar breytingar á heim- ilishaldi í húsinu. Tvær barnmargar fjölskyldur fyrri eigenda höfðu fyllt þar hvert horn og hvern kima, en nú var húsráðandi einhleypur maður og barnlaus. Má ætla, að meiri ró og friður hafi færst yfir húsið og nágrenni þess með þess- um nýja eiganda! Þótt Steinholt væri nú komið í eigu manns, sem ekki var með halarófu barna í eftirdragi, þá leið ekki á löngu þar til hróp og köll hljómuðu um húsið. Birgir flutti ekki strax inn, en leigði tveimur barnafjölskyldum húsið. Systir hans, Valgerður Kristín (1934), settist að á efri hæðinni ásamt eiginmanni, Jóni Einarssyni (1930- 2016) og tveimur drengjum þeirra, Sigmari (1957) og Einari (1959), en Harpa (1962) bættist síðar í systk- inahópinn. Jón kom á vertíð til Eyja 1955 og kynntist þar verðandi eig- inkonu sinni. Ár þessarar fjölskyldu í Steinholti urðu þó ekki mörg, því hún flutti að Bakka í Austur- Land- eyjum árið 1962, og þar býr hluti hennar enn árið 2019. Jón varð síð- ar upphafsmaður að gerð Bakka- flugvallar ásamt Bjarna Jónassyni, flugmanni, í Vestmannaeyjum. Birgir bjó um tíma í einu herbergi í húseign sinni, en flutti svo til for- eldra sinna, Sigurjóns Einarssonar (1894-1987) á Sólheimum og Mar- grétar Fríðu Jósepsdóttur (1904- 1978) í kjölfar bílslyss, sem faðir hans varð fyrir um miðjan sjöunda áratuginn. Birgir stundaði hefð- bundin störf í Eyjum, sótti sjóinn og vann sem verkamaður þar til hann gekk til liðs við lögregluna á staðnum árið 1965. Þegar systir eigandans og fjöl- skylda hennar flutti burt úr Eyjum 1962 fengu Jóhannes Guðbjarts- son (1916-1988), kona hans Fríða Jóhanna Jónsdóttir (1914-1995) og börnin Guðrún Halldóra (Gunna Dóra, 1948) og Jón Ólafur (Jón Óli, 1949) efri hæð hússins leigða. Jóhannes var fiskimats- maður, en kona hans varð m.a. þekkt fyrir starf sitt hjá Verkalýðs- félaginu Snót. Þessi fjölskylda bjó á efri hæðinni fram að Heimaeyjar- gosinu, en flutti síðan til Grinda- víkur. Jón Óli bjó áfram í Eyjum um tíma, en hélt síðar vestur um haf til Bresku Kólumbíu í Kanada, þar sem hann býr nú. Meiri hreyfing varð á íbúum á miðhæðinni næstu árin. Kristinn Kristinsson (Kiddi í Miðhúsum, Brekkuhúsi, (1933-1977)) og kona hans, Jóhanna Kolbrún Jensdóttir (Hanný,1938-2010) fluttu inn í lok sjötta áratugarins og bjuggu í Steinholti í nokkur ár. Með þeim hjónum voru börnin Kristinn Jens (1958) og Bára (1959), sem bætt- ist svo í hópinn, en fjölskyldan flutti seint á sjöunda áratugnum úr Steinholti í Hólmgarð við Vest- mannabraut. Kiddi var sjómaður, mikill lundaveiðimaður og Hanný öflug handreytingarkona. Hún mun oft hafa haft á orði til þess að undirstrika þversagnir lífsins, að hún hafi verið minnsta barn, sem fæðst hefði í Eyjum, en eiginmaður sinn það stærsta, 25 merkur, „en stendur nú ekki uppúr stigvél- unum!“ Matthías Guðjónsson (1938- 1984) á Hvoli og Lilja Alexanders- dóttir (1938) áttu heima á mið- hæðinni í einhvern tíma ásamt börnum sínum Alexander (1959) og Guðjóni Kristni (1962-2001), og einnig stöldruðu við á hæðinni Ólafur M. Sigmundsson (1942), kona hans Þórhildur Jónasdóttir (1945) ásamt syni þeirra, Stefáni (1967). Matthías og Ólafur voru báðir sjómenn, og margt af þeirra fólki býr í Eyjum. Hjónin Gunnar Jóhannsson (1931-2008) og Elín Kristín Sig- mundsdóttir (1936-2000) fluttu inn í Steinholt um miðjan sjöunda áratuginn ásamt dætrum sínum, Klöru (1955), og Elsu (1961). Þau eignuðust síðar soninn Gunnar Hallberg (1972). Gunnar starfaði lengstum sem sjómaður í Eyjum, en fjölskylda hans og Elínar Krist- ínar var sú síðasta, sem bjó á miðhæð Steinholts, og settist að í Reykjavík eftir að heimili þeirra brann til grunna og hvarf enda- lega sjónum þeirra. Útihúsin Útihúsin í bakgarði Steinholts höfðu í upphafi aldarinnar þjónað fjölskyldu Kristmanns og Jónínu til mjólkurframleiðslu fyrir heim- ilið, þar sem kýr var í fjósi og hey í hlöðu. Óvíst er hve lengi þessi tenging húsráðenda við land- búnaðinn varði, en með nýju fólki varð breyting á. Þótt næstu eigendur, Baldvin og Þórunn, væru sveitafólk, leituðu þau út í bæ til stærri framleiðenda og seljenda mjólkurafurða. Vest- mannaeyjabær kom sér t.a.m. upp stóru kúabúi suður á eyju í Dölum á árum seinni heimsstyrjaldarinn- ar, og þá voru mjólkurvörur fluttar til Eyja og seldar í mjólkurbúð við Vestmannabraut. Kamarinn var einnig búinn að missa sitt fyrra hlutverk og aðeins svarthol eitt, sem þar blasti við með suðandi flugum. Útihúsin urðu nú að geymslum fyrir alls kyns drasl og dót, sem húseiganda áskotnaðist og hann taldi til verðmæta. Kunnu börnin vel að meta þessa hirðusemi hans og einnig flækingsdýr s.s. kettir, sem bjuggu um sig í bakgarði Steinholts. Undu hvor tveggja vel þar hag sínum. Um miðbik aldarinnar voru ellimerki orðin svo áberandi á upprunalegu fjósi og hlöðu, að þau gengju jafnan undir nafninu „afaskúr“ meðal barnanna. Eftir að Birgir á Sólheimum eignað- ist Steinholt urðu enn breytingar á útihúsunum. Þeir Landeyjafeðgar, hann og faðir hans, báru sterkar taugar til gamalla búskaparhátta og hófu nú bakhúsin til fyrri vegs og virðingar. Tími nautgripahalds í miðbænum var liðinn, en fjárbú- skapur var enn víða stundaður í bakgörðum hjá bæjarbúum. Urðu útihúsin við Steinholt nú um tíma aðsetur sauðfjár, og notalegt jarm leysti kattamjálm og breim af hólmi neðst við Kirkjuveginn! Börnin í nágrenninu flykktust að, þegar kindunum var hleypt út í garð, „gobbarnir“, eins og þær voru nefndar á meðal þeirra. Feðgarnir héldu úti þessari grein landbún- aðarins um tíma og urðu væntan- lega með seinustu fjárbændum í miðbæ Vestmannaeyjakaupstaðar. Niðurlag Einar Birgir Sigurjónsson átti Steinholt seinustu 14-15 árin áður en Heimaeyjargosið lagði húsið í rúst. Á þessum árum fjölgaði enn íbúum í Eyjum, voru 4425 árið 1958, þegar Birgir keypti húsið, en voru orðnir í 5179 í árslok 1972. Vöxtur bæjarfélagsins var því stígandi, og Steinholt setti svip sinn á miðbæinn eins og það hafði gert frá upphafi. Húsið hélt áfram að hýsa fólk á öllum hæðum, þótt eigandinn væri löngum búsettur á öðrum stað í bænum. Fjölskyldur bjuggu á mið- og efri hæð, en vertíðarfólk, oftast Landeyingar úr sveit eigandans, í kjallaranum. Steinholt var byggt af miklum stórhug og var tímans tákn um verðandi byltingu í samfélaginu. Allir þrír eigendur hússins voru að- komumenn sem og margir leigj- endur þeirra, fólk sem leitaði út í Eyjar, þar sem framtíðardraumar þess gátu ræst. Þar var eftirspurn eftir vinnandi höndum, hægt að eignast hús og híbýli, fjölskyldur og vini, og margir festu þar rætur. Seinasti eigandinn, Einar Birgir, er enn á lífi, búsettur í Eyjum. Steinholt var heimili fjölmargra fjölskyldna og einstaklinga á með- an það stóð í rúm 60 ár. Húsið upp- fyllti fjölmargar myndir orðsins „heimili“ í íslenskri tungu. Margir tugir manna bjuggu undir þaki hússins á æviskeiði þess og ekki óalgengt, að fjöldi heimilisfólks á öllum hæðum væri a.m.k. á annan tuginn á sama tíma. Rekinn var félagsbúskapur í húsinu fyrstu ára- tugina, þar sem fjölskyldur og ein- staklingar á öllum hæðum deildu sameiginlega híbýlum, kömrum, eldhúsi og þvottaaðstöðu. Þá var Steinholt meira en heimili fyrir fjölskyldur eigendanna, því húsið var einnig gistiheimili fyrir fjölmarga, sem áttu leið hjá í lengri eða skemmri tíma. Húsráðendur buðu upp á húsaskjól og/eða fæði, ef eftir því var leitað. Á tímum fábreytni varð heim- ilisfólk að leita hvert til annars að skemmtan, og var m.a. spilað, leik- ið og sungið. Nágrannar og vinir leituðu eftir félagsskap í Stein- holt, sem gegndi því sannarlega hlutverki félagsheimilis, sem bauð uppá afþreyingu og samveru. Loks kviknaði sífellt líf innan veggja hússins, en þar fæddust a.m.k. 22 börn, flest á fyrri hluta og um miðbik aldarinnar, og húsið stóð þá jafnvel undir nafni sem fæðingarheimili! En Steinholt var meira en heimili, sem bauð upp á húsaskjól, fæði og klæði. Húsið var í raun heilt sam- félag, spegilmynd af því umhverfi, sem það var hluti af. Fólk af öllu tagi átti þar leið um á æviskeiði þess, fólk með alls kyns tengsl út í atvinnulífið. Útgerðarmenn, sjómenn, fiskvinnslufólk; fólk tengt aðalatvinnuveginum, sjáv- arútvegi, bjó þar um sig til lengri eða skemmri tíma. Sumir höfðu einnig tengsl við landbúnaðinn, nautgripa- og sauðfjárrækt var stunduð frá Steinholti, þótt í litlum mæli væri. Verslunar- og skrifstofu- fólk, greiðasölufólk, smiðir á tré og skó, kaffibrennslu - Karl, bólstrari, bakari, rakari og bankastarfsmenn, húsmæður, húsfrúr og vinnustúlk- ur auk allra barnanna. Samfélagið í Steinholti var fjölbreytt og litríkt eins og Eyjasamfélagið sjálft. Í lok mars 1973 var hraunið úr Heimaeyjargosinu farið að nálg- ast Steinholt óðfluga. Húsin fyrir austan það létu undan glóandi hrauninu eitt af öðru. Þegar kom að Steinholti, kviknaði í því, og eldtungur léku um það stafna á milli. Seinasti eigandi hússins stóð þögull á vikurhrúgu og horfði á það brenna. Á skömmum tíma var Steinholt horfið og öll merki önnur um fólkið, sem þar lifði og starfaði. Síðasti eigandi Steinholts, Einar Birgir Sigurjónsson, á árabilinu 1958-1973, og seinasti fjár- bóndinn í miðbæ Heimaeyjar? Einar Birgir Sigurjónsson í miðri röð ásamt stórfjölskyldu sinni. vinstra megin við hann eru systir hans Kristín og hennar maður, Jón, sem fluttu á efri hæð Steinholts í kjölfar kaupa Birgis á húsinu. Eldri hjónin í fremri röð eru foreldrar Birgis, hjónin frá Sólheimum. Steinholt brennur í lok mars 1973 vegna öskubings sem þrengdi að húsinu. Myndin er tekin suðaustan við húsið á svipuðum stað og sú sem tekin var á fermingardegi Kidda. M yn d: S ig ur ge ir J ón as so n.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.