Fylkir


Fylkir - des. 2019, Blaðsíða 21

Fylkir - des. 2019, Blaðsíða 21
FYLKIR - jólin 2019 ° ° 21 Enn eltir óheppnin ungverjana Þegar brottförin er ákveðin safnast Ungverjarnir saman í Reykjavík. Af einhverjum ástæðum fer Laszlo gamli ekki inn til Reykjavíkur fyrr en á síðasta degi; kannski þurfti hann að ganga frá málum í Ytri- Njarðvík. Hann fer svo brottfarar- daginn með dóttur sinni, Adél, og tengdasyni eftir hinum nýopnaða steypta Keflavíkurvegi, en þau ætl- uðu að kveðja fjölskylduna. Adél hafði þá eignast barn. Þetta er snemma morguns, 11. okt. 1963. Tíminn segir svo frá að þá hafi orðið harðar árekstur. Ungversk kona [Adél] og Júgóslavi [smabýlismaður hennar, Slobodan Mazibrada] hlutu alvarleg meiðsl og liggja bæði á Landakotsspítala. Síðar segir: „Í aftursæti bifreiðar- innar var Horváth, faðir Adél. Hann kvartaði um eymsl í hægri hand- legg. Þau voru öll flutt á slysavarð- stofuna.“ Laszlo gamli kemst þó til skips og fylgir fjölskyldu sinni utan. Eftir þetta er unga barnið hennar Adél tekið með til Ungverjalands enda gat móðirin ekki annast það eftir slysið og ólst það upp þar fram á táningsár en fluttist svo til móður sinnar í Bandaríkjunum. Þessi brottför Ungverjanna vekur athygli Þjóðviljans og er ekki laust við að menn þar á bæ brosi í kampinn. A.m.k. segir í í forsíðu- frétt 15. okt. 1963: „Flýðu ̦við- reisnina̦ – til Ungverjalands!“ Þar segir m.a. „að þrír af hverjum fimm Ungverjum er hingað flýðu 1956 væru „flúnir“ frá Íslandi. Er þetta einhver þyngsti áfellisdómur sem viðreisnarstjórnin gat hlotið“ því þetta muni vera hærra hlutfall en annars staðar. „Fjórtán Ungverjar hafa snúið aftur heim til Ungverja- lands og tekið með sér börn, sem hér eru fædd“, þ.e. fimm á undan hópnum sem fór með Gullfossi. Þessi útlegging Þjóðviljans vekur nokkra hneykslan og er skrifað um hana í Alþýðublaðið. Blaða- maðurinn („Úhjv.“) svarar fyrir sig undir fyrirsögninni: „Ættjarðarást eða landflótti? og segir að brottför svo margra Ungverja sé dómur yfir efnahagsástandinu á Íslandi, sem í henni felst“. Og blaðamaðurinn spyr: „Valdi dr. Gunnlaugur á sínum tíma Ungverja hingað eftir því hvað ættjarðarást þeirra var heit?“ – Svona var pólitíkin á þessum tíma. Ríkisborgararéttur vorið 1963. Tæpur helmingur ungversku flóttamannanna frá 1956 festi hér rætur og bjó hér upp frá því. Eftir því sem best er vitað hefur þeim öllum vegnað vel, þeir hafa reynst nýtir borgarar, gengið í hjóna- bönd, ýmist innbyrðis eða með Íslendingum, og eignast fjölda af- komenda. Stebbi Ungverji er gott dæmi um það, en svo var einnig um marga í Reykjavík, á Suður- nesjum, Akranesi, Húsavík og e.t.v. fleiri stöðum. Árið 1963 fengu 18 ungverskir flóttamenn íslenskan ríkisborgara- rétt. Af því er nokkur saga. Íslenskan ríkisborgararétt geta erlendir menn öðlast eftir almenn- um reglum laga, en jafnframt er flutt árlega frumvarp á Alþingi „um veitingu ríkisborgararéttar“ til handa mönnum sem fullnægja ekki almennum skilyrðum laga en hafa einhverja sérstöðu eða sér- staklega stendur á um (gott dæmi er Bobby Fischer skákmaður.) Þingið hefur að vísu komið sér upp ákveðnum viðmiðunarreglum, sem þó er oft vikið frá í einstaka tilfellum. Þegar slíkt frumvarp er flutt á þinginu 1962-63 voru þar auk um 40 annarra nafna 18 ungverskir flóttamenn sem höfðu búið hér á sjöunda ár, sótt um réttinn og höfðu hug á að ílendast hér. Allt gengur fyrir sig að venju og málið vekur ekki athygli fyrr en sá gamli róttæklingur frá Siglufirði, Gunnar Jóhannsson, flytur tillögu um að fella alla 18 ungverskur flóttamennina úr frumvarpinu. Einar Olgeirsson, formaður Sósíal- istaflokksins, styður tillöguna með ræðu og við atkvæðagreiðslu virð- ast þingmenn Alþýðubandalags- ins greiða henni atkvæði. „Rökin“ voru þau að Ungverjarnir upp- fylltu ekki vinnureglur þingsins (sem oft hafði þó verið vikið frá). Því var svarað svo að hingað hefði þetta flóttafólk komið á vegum stjórnvalda, því hefðu verið gefin ákveðin fyrirheit og í gildi væri al- þjóðasamningur um flóttamenn sem gerði ráð fyrir því að gata þeirra væri greidd eftir föngum til að öðlast full þegnréttindi. Það sem vekur athygli í um- ræðum og skjölum er viðhorfið til flóttamanna og til Ungverjanna sérstaklega: Gunnar Jóhannsson segir m.a. „Það er á flestra vitorði, að sumt af hinu ungverska flótta- fólki hefur ekki kynnt sig neitt sér- staklega vel. Virðist jafnvel sem þetta fólk hafi átt örðugt með að samlaga sig íslenzkum staðhátt- um. Hegningarvottorð einstakra umsækjenda eru ekki í sem bezta lagi. Af skiljanlegum ástæðum hef- ur enginn umsækjendanna nein hegningarvottorð frá heimalandi sínu.“ Þessari staðhæfingu mót- mælir framsögumaður nefndar- innar sem röngum; og svo er eftir því sem best er vitað. Og hvers virði væru hegningarvottorð frá ógnarstjórninni í Ungverjalandi? – Og Einar Olgeirsson segir: „Hins vegar er það vitanlegt, að það ganga kvartanirnar og hafa jafn- vel komið í borgarablöðunum hér út af ýmsum þessara Ungverja, út af því, hve létt þeim sé að grípa til hnífsins í sambandi við slagsmál og annað slíkt í verstöðvunum hér suður frá.“ Hér hljóta þeir Einar og Gunnar að hafa í huga ungversku flóttamennina í Eyjum, en þess er þá að gæta að enginn þeirra sótti um ríkisborgararétt þá, né stóðu nöfn þeirra á þingskjalinu. Engum sögum fer af neinum vandræðum af ungverska flóttafólkinu annars staðar á landinu. Allt er þetta svo einkennilegt, orðalag skrýtið og fordómafullt, að maður spyr: Var Sovéthjartað enn svona heitt, eða var kippt í gamla spotta? Slíkt hefði ekki getað gerst fimm árum seinna (1968). Ríkisborgararéttur 1965 Enginn flóttamannanna úr Eyjum er á listanum 1963; þau eru flest á heimleið. Það er ekki fyrr en tveim árum síðar að nöfn tveggja þeirra eru tekin í sams konar frumvarp: „10. Horváth, Adél, þjónustustúlka í Ytri-Njarðvík, f. í Ungverjalandi 2. ágúst 1941.“ Hún var tvíburasyst- irin á Hásteinsveginum, komin í sambúð og vildi vera áfram á Ís- landi. Hún fluttist síðar með þá- verandi manni sínum til Banda- ríkjanna og lifir enn, fjögurra barna móðir. „16. Juhasz, Istvan, verkamaður í Vestmannaeyjum, f. í Ungverja- landi 11. febrúar 1935“ - sá sem síðar fékk nafnið Stefán Jóhanns- son, en alltaf kallaður „Stebbi Ung- verji“. Hann giftist Kristínu Þórðar- dóttur frá Grundarfirði þegar 1958. Þau keyptu Norðurgarð 1963 og bjuggu þar æ síðan, eignuðust sjö börn. Kristín lést í bílslysi 1984 en Stefán dó 2004. Hann þótt sérstak- lega duglegur maður og fjölhæfur, við múrverk og málun, en vann lengst af í Fiskiðjunni. Allir sem honum kynntust bera honum vel söguna. Auk þess voru tveir aðrir ung- verskir flóttamenn á listanum, svo að samtals voru þá 22 flótta- menn komnir með íslenskan ríkis- borgararétt. Vera má að einhverjir þeirra hafi bæst við síðar. Eins og áður greinir fóru 14 Ung- verjar heim á ný. Tveir létust hér á landi, fjórir fluttust til Ástralíu, tveir til Þýskalands og einn til Sviss. Ekki er vitað hvað varð um 5-7 þeirra. Hvernig vegnaði „vestmann- eyingunum“ í ungverjalandi? Þegar fjölskyldurnar úr Eyjum koma aftur til Ungverjalands verður þrautaráðið að fara á ný á heimaslóðir, til Putnok, og raunar síðar nágrannabæjarins Banréve. Hafi þau gert sér vonir um að fá eitthvað af eignum sínum aftur brást það hrapallega; slíkt var ekki í boði. Og gamla húsið þeirra var í algerri niðurníðslu, þau félaus. Faðir Istvans Duzsiks skýtur yfir þau skjólshúsi meðan þau reyna að koma undir sig fótunum á ný. Ekki varð líf þeirra dans á rósum, en karlmennirnir fengu vinnu, fjölskyldurnar húsnæði og smám saman urðu þau bjargálna. Allt er þetta fólk látið, en stutt síðan Istv- an (Stefán), faðir Erzsebetar yngri, lést. Af fimm börnum Istvans og Erzsebetar eldri, eru tvö látin: Stef- án yngri (f. 1953) dó voveiflega um fimmtugt og Laszlo yngri Duzsik, sem fæddist í Vestmannaeyjum 1957, lést í slysi aðeins 19 ára. Kyssti jörðina Erzebet í Bjarma, litla stúlkan sem svo margir muna enn, giftist og eignaðist þrjár dætur í Ungverja- landi og einn son sem lést á barns- aldri. En hjónabandið var ekki farsælt. Hún þráði alltaf að komast aftur til Íslands. „Ég hugsaði til Ís- lands á hverju kvöldi þegar ég lagðist til svefns.“ Þegar svo járntjöld og múrar falla 1989-1991 ákveður Atila, móðurbróðir Erzebetar, sem bjó giftur maður í Banréve, að freista gæfunnar á ný. Hann fer til Íslands, er í nokkur ár frá hausti og fram á vor og vinnur í Vinnslustöðinni, býr í verbúðunum með konu sinni og stundum syni, og safnar meiri peningum en hann hafði nokkru sinni áður séð, kaupir sér bíl, gerir upp hús sitt í Ungverjalandi og þar býr hann nú við sæmileg efni. Og systurdóttir hans, Erzebet, lætur drauma sína rætast, hikar ekki, skilur við mann sinn og fer með dætur sínar þrjár til Íslands. „Ég var svo glöð þegar ég var lent á Íslandi og var á leiðinni af flugvellinum, að ég bað bílstjórann að stoppa, fór út, kraup niður og kyssti jörðina.“ Þær mæðgur fara til Vestmanna- eyja, eru fyrst í stað í kjallaranum hjá Stefáni í Norðurgarði en flytjast svo í litla íbúð niður í bæ. Erzsebet vann í Vinnslustöðinni fáein ár en síðan ákveða þær mæðgur að flytj- ast til Keflavíkur þar sem Erzsebet var líka kunnug frá fyrri árum. Þar fær hún húsnæði og vinnu, bæði fyrir sig og dæturnar. Nokkru síðar kynnist hún sjómanni. „Við fórum að spjalla saman og þá kom í ljós að hann hafði verið vinur Atila þau þrjú ár sem hann var í Njarð- vík, og minnist þess hve Atila var flottur strákur og átti flottan bíl!“ Úr urðu frekari kynni og nú búa þau saman í Keflavík, Erzsebet og Marteinn Webb, sem fæst nú við beitningu, og þar eiga þau fallegt heimili og líður vel. Tvær dætur Erzebetar, María og Kristína, giftust amerískum hermönnum og flutt- ust með þeim til Bandaríkjanna, en ein þeirra, sem líka heitir Erzsebet, býr í Sandgerði og er gift þar ung- verskum manni og á þrjú börn. „Ég er Íslendingur“ segir Erzse- bet, litla stúlkan í Bjarma. „Hér á ég heima, og vildi raunar aldrei fara!“ Hún talar nær fullkomna íslensku, eins og hún gerði þegar hún fór burtu 1963; og var fyrst nær mál- laus í Ungverjalandi, en svo hvarf íslenskan og vaknaði ekki aftur fyrr en áratugum síðar. Þau Erzsebet og Marteinn heimsækja alloft ætt- menn og vini í Ungverjalandi, þar á meðal Atila sem er allvel mæltur á íslensku. Svona getur lífsvegurinn orðið hlykkjóttur, og á ekki síst við um flóttamenn, - sem nú fá meiri at- hygli en nokkru sinni fyrr. Stórvel- daátök skapa einstaklingum örlög, hið stóra birtist í hinu smáa og hið smáa má líka spegla í hinu stóra. Erzsebet duzsik, „Elísabet“, litla stelpan í Bjarma (1957-1960), nú húsmóðir í Keflavík. Erzebet yngri, f. 1950, með systur sinni, Adél, og móður, Erzsebet eldri. Myndin er tekin í Njarðvík skömmu áður en fjölskyldan flutt- ist til ungverjalands á ný 1963. Erzebet yngri var almælt á íslensku og vildi hvergi fara. Juhasz Istvan, Stefán Jóhannsson, Stebbi ungverji (1935-2004). Hann var hermaður 1956 þegar hann slóst í för með Horváth- og duzsik-fjölskyldunum og flúði frá Norðaustur-ungverjalandi til vínarborgar og áfram til Íslands og loks vestmannaeyja. Hann bjó fyrst á Hásteinsvegi 7 en fluttist fljótlega þaðan með konuefni sínu, Kristínu Þórðardóttur frá grundarfirði. Þau eignuðust sjö börn og bjuggu lengst af í Norðurgarði. Stebbi var einstaklega duglegur og fjölhæfur maður, vann lengst í Fiskiðjunni. Hann varð vestmanney- ingur til æviloka, sá eini flóttamannanna í Eyjum. M yn d: S ig ur ge ir J ón as so n.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.