Fylkir


Fylkir - des. 2019, Blaðsíða 18

Fylkir - des. 2019, Blaðsíða 18
18 FYLKIR - jólin 2019 ° ° fyrir. Þau fylgdust með framvindu mála í október og nóvember 1956. Skyndilega óku sovéskir skrið- drekar með hermenn inn í litla bæinn þeirra, Putnok. Börn og full- orðnir söfnuðust saman í hóp við aðalveginn til að sjá drekana og hermennina og fylgjast með því sem fram fór. Allt í einu stöðvaði einn skriðdrekinn ferð sína, og sneri byssuhúsinu að hópnum. Erzsebet yngri, þá 6 ára, segist hafa stirðnað af hræðslu og vissi ekki hvað beið sín. „Þeir ætla að drepa okkur“ hrópaði mamma hennar. Eftir orðaskak milli hermannanna virtist sem einum þeirra tækist að afstýra blóðbaði, skriðdrekinn sneri frá og hópurinn andaði létt- ara. Hermenn voru víða á vappi, létu ófriðlega, nauðguðu stúlkum og fólk var mjög hrætt. Blóðbað verður í Búdapest, 3000 manns falla í valinn, 30 þúsund manns liggja særðir, og hin nýja stjórn Kadars lætur myrða 400 manns, þar á meðal forustumenn upp- reisnarinnar (Maleter hershöfð- ingja, og rjúfa svo síðar grið á Nagy og láta hengja hann). Um 20 þúsund manns eru sett í fangelsi. Eftir þessa atburði og þegar ljóst er hvert stefnir grípur fullkomin örvænting um sig og fólk fer að streyma að landamærum Austur- ríkis. Horváth- og Duzsik-fjölskyldan tekur sig upp af ótta um líf sitt, yfirgefur hús sitt og eignir, slátrar bústofni og leggur á flótta. Þau komast með lest þvert yfir Ung- verjaland í átt að landamærum Austurríkis, sennilega um 400 km leið. Síðasta hluta leiðarinnar fara þau gangandi, mest um nætur og í rökkri, um skóglendi og maís- akra þar sem stönglarnir skýla full- vöxnum manni. Þau fara hljóðlega, varast jarðsprengjur og „fölsk“ landamæri. Ungverskir og sovéskir hermenn voru víða á kreiki og fangelsi eða bani búinn ef þau næðust. Bændur skutu skjólshúsi yfir flóttafólkið en stundum urðu þau að hírast undir berum himni. Veðrátta þessa nóvemberdaga var betri en venja var til. Austurrískir landamæraverðir tóku flóttamönnunum vel, hlúðu að þeim og greiddu götu þeirra til Vínarborgar þar sem þau dvöldust um skeið í flóttamannabúðum sem komið hafði verið upp fyrir Ungverjana. Þegar líður að jólum kemur svo tilboð um að fara til Íslands. Þeim leist vel á það land, frjálst og án herskyldu! Þau kveðja flótta- mannabúðirnar við Vínarborg 22. desember. viðtökurnar í Eyjum Þegar mesta samúðarbylgjan er liðin hjá og hinar hlýju móttökur hjá Helga Ben. og öðrum Eyja- mönnum, - þeim svo sannarlega til sóma, - og hversdagsleikinn fer að setja svip sinn á líf flóttamann- anna, þeir komnir í vinnu og ætlast er til þess að þeir sjái sér farborða, tekur margt í fari þeirra að vekja undrun og jafnvel nokkra furðu bæjarbúa. Skilningur og þolin- mæði dvínar. Á árinu 1959, eftir rúmlega tveggja ára dvöl, slettist alvarlega upp á vinskapinn milli Horváth-hjónanna á Hásteins- veginum og Helga Benedikts- sonar; Laszlo taldi sig hlunnfarinn í launum og viðskiptum. Páll, sonur Helga, segir hins vegar að umgengni Ungverjanna hafi verið slæm, sóðaskapur og kvartanir hafi borist frá nágrönnum, þau ekki greitt leigu, jafnvel tengt rafmagn „fram hjá“, alls konar vanræksla orðið o.s.frv. Svo fer að Helgi segir þeim upp leigunni enda flestir komnir í vinnu annars staðar en hjá honum. „Forða oss frá vinum vorum“ En Ungverjarnir sitja sem fastast á Hásteinsveginum. Fær þá Helgi uppkveðinn útburðardóm yfir þeim og um mánaðamót febrúar- mars 1960 eru þau borin út. Þau taka þá til bragðs að hreiðra um sig í portinu við húsið á Hásteins- veginum; kveikja bál til að hlýja sér og elda sér súpu og mat. Margir, sem áttu leið fram hjá, urðu furðu lostnir og þessi atburður hefur greypst í minni þeirra. Nokkrir komu til að sýna Ungverjunum stuðning. Endirinn verður sá að góðviljaðir menn bjóða fram að- stoð sína, og voru þar sérstaklega nefndir Jóhannes „pól.“ Albertsson í London og Ketill Brandsson sem raunar hafði reynst flóttafólkinu með afbrigðum vel allt frá upphafi. Bæjaryfirvöld, framfærslunefnd og barnaverndarnefnd hafa engin afskipti af málinu að því er séð verður. Loks fá Ungverjarnir inni í Stakkagerði sem þá stóð autt, í eigu Guðmundar Böðvarssonar trésmiðs. Austurendinn hafði skemmst nokkuð í bruna, og ætl- unin var að rífa húsið. Þangað flyst Horváth-fjölskyldan þegar Laszlo gamli hefur standsett húsið svo að það sé íbúðarhæft, eða vestari hluti þess. Þar eru þau vetrarlangt og fram á sumar 1960. Allt er málið lagt Helga Bene- diktssyni út á versta veg, enda maðurinn umdeildur, bæði í við- skiptum og pólitík. Í Fylki í mars 1960 birtist greinin „Útburður“ og þar er atburðum lýst Helga mjög í óhag og honum brugðið um „mannúðarleysi“ og allt útburðar- málið sagt hið „hörmulegasta“ þegar málavextir eru metnir og flóttamenn eiga í hlut. Helgi er talinn hafa brugðist því fólki sem hann hafi miskunnað sig yfir í fyrstu og beri því vissa skyldu gagnvart því. Loks segir greinar- höfundur: „Mættu Ungverjarnir ekki segja hátt og í hljóði: Forða oss frá vinum vorum?“ Vera má að áfellast megi Helga fyrir þessi hörðu viðbrögð, en þessi orð sýna líka heiftina í hans garð. Vissulega átti hann ýmsar málsbætur. Og hver var ábyrgð bæjaryfirvalda í málinu; lá hún hjá Helga einum? Margar sögur verða til og ganga enn Þegar Eyjamenn, sem enn muna ungversku flóttamennina, eru spurðir um þá færist oft bros yfir menn og margir kunna kátlegar og skrýtnar sögur um flóttamenn- ina í þessu framandi umhverfi. Þær verða ekki endursagðar hér – aðr- ar en þær sem vöktu þjóðarathygli og komust á síður dagblaða. Þetta eru sögur um húshald þeirra, með- ferð ungbarna, klæðnað, sumir hafi verið óeðlilega skapheitir, en líka sögur um hnupl á skóm, úr kartöflugörðum og að eignar- rétturinn hafi ekki verið virtur út í æsar, misheppnaðar tilraunir til að fá þá í fótboltann því að hann var þjóðaríþrótt Ungverja, þeir heims- meistarar og Puskas hinn ung- verski frægasti knattspyrnumaður heims; aðeins Stebbi Ungverji komst í fótboltalið og var mark- maður hjá Þór. Atast var í Ungverj- unum, krökkunum strítt, og er sá sem hér lemur lyklaborð, þá 8-10 ára gamall, ekki saklaus af þeim ósóma, fremur en aðrir í krakka- stóðinu í miðbænum, í nágrenni Bjarma við Miðstræti. – Atila segir síðar í viðtali að þeim Ungverjum hafi þótt vera bil á milli þeirra og Eyjamanna, ekki fjandskapur en skilningsleysi og vanþekking á menningu þeirra og aðstæðum; fáfræði sem átti rætur í einangrun Eyjasamfélagsins að hans mati. Bruggað og selt Á þessum árum var héraðsbann í Eyjum, engin áfengisverslun í bænum, en vín keypt í ábyrgðar- kröfu frá ÁTVR í Reykjavík, oft í stórum skömmtum. Eins og nærri má geta varð oft vínþurrð í land- legum í svo stórri verstöð og þá gat verið gott að „eiga kröfu“ (á pósthúsinu). Margir björguðu sér líka með heimilisiðnaði í kjallar- anum hjá sér, „lögðu í“ og suðu gambrann (mysuna), en mest til eigin nota og handa kunningjum. Bruggun og vínsala var refsiverð að lögum. Þetta hefur sjálfsagt komið Ungverjunum á óvart, þeir voru í aldaraðir vanir vínrækt og settu vín sín á markað eða seldu hverjum sem var. Þeir sáu fljótt að hér væri búhnykk að hafa og aukatekjur eins og heima, tóku að brugga eftir sínum aðferðum og selja. Ekki leið á löngu áður en þessi ólöglega starfsemi komst upp og voru Ungverjarnir kærðir og fengu dóm. Þetta þykja ekki alvarlegar syndir nú, en svo var í þá daga. Dagblöðin birta stórar fyrirsagnir og er ekki alveg laust við að meira sé gert úr málinu en ef reykvískur leigubílstjóri ætti í hlut. „Ungverjar, búsettir í Eyjum, dæmdir fyrir brugg.“ Þar segir að tveir Ungverjar í Vest- mannaeyjum (Horváth-feðgar, Laszlo og Atila) hafa verið teknir fyrir að brugga og selja. Fréttir af þessari starfsemi hafi borist út meðal manna í Eyjum og „hófust brátt allmikil viðskipti, sem döfn- uðu með degi hverjum“. Það sem gerði fréttina skemmti- lega var undirfyrirsögnin: „Þeir kærðu sjálfir til lögreglunnar fyrir svik í viðskiptum.“ Þar er sagt að svo hafi borið við „dag nokkurn eftir að degi var tek- ið að halla og rökkur færst yfir, að tvo viðskiptavini bar að víngarði Ungverjanna og var beðið um tvær flöskur af bruggi. Greiðslan var innt af hendi þarna í rökkrinu með 500 kr. seðli og fannst Ung- verjunum það konungleg greiðsla. En vei! Þegar þeir brugðu seðl- inum skömmu síðar upp að ljós- inu var fimmhundruðkallinn ekki annað en mórauður bréfsnepill, klipptur út úr umbúðapappír. Þetta fannst Ungverjunum sví- virðilegur hrekkur og til þess að ná sér niðri á sökudólgunum kærðu þeir málið fyrir bæjarfógetanum. Þannig hafi málið komist upp. – Nú hafa báðir Ungverjarnir verið dæmdir fyrir áfengisbrugg, en ekki er getið hvort hafst hefir upp á við- skiptavinum þeirra tveim.“ Þessi lífseiga saga um að Ungverj- arnir hafi kært svik í ólöglegum viðskiptum sínum fær þó ekki stuðning í réttarskjölum. Þar kemur fram að „svikin“ fólust í því að þegar Atila hafði eitt sinn um miðnætti afhent viðskiptavinum tvær flöskur, eftir að þeir höfðu sýnt honum í veskið sitt, ýttu þeir honum inn fyrir hurðina og hlup- ust á brott með feng sinn. - Ekki er þó útilokað að báðar sögurnar séu sannar og að það hafi þá verið Istv- an Duzsik í Bjarma sem fékk „um- búðarpappírinn“ og síðan hlaupið til lögreglunnar í bræði sinni og kært svikarana, en um það eru ekki heimildir. Allir hinna fullvöxnu Ungverja virðast hafa fengist við bruggun, og notað til þess ungverska að- ferð, soðið mysu í stórum bala með loki yfir en sett undir skál sem áfeng gufan draup í. Imre er ekki kærður fyrir bruggun heldur vínsölu, en Stebbi leggur í heima í verbúðinni. Þegar gamli Laszlo, sem stendur mest í viðskiptunum, er kærður í árslok 1958 neitar hann harðlega allri „sök“ en sonur hans vill engu skrökva. Það er ekki fyrr en sá gamli hefur setið einn sólar- hring í gæsluvarðhaldi að hann viðurkennir allt saman og fær dóm. En hann lætur þetta sig engu skipta og heldur iðju sinni áfram, en af meiri gætni. Zsanet húsfreyja sér um fjármálin. Lögreglan fór einu sinni í Bjarma til Duzsik-fjölskyldunnar (og á fleiri staði) til að kanna hvort þar væru ólögleg skotvopn. Svo reyndist ekki vera, en við þá leit kom í ljós mikill mysu-bali í eldhúsinu. Lög- reglan ætlaði að sönnu að taka balann, en þá kippti húsmóðirin á móti til þess að spilla sönnunar- gagninu, og helltist þá allt gumsið bæði yfir hana og laganna verði. Hrakfallasaga í útgerð Ungverjarnir reyndu að bjarga sér í nýjum heimkynnum með fleiri ráðum en víngerð og sölu. Eins og öðrum dugandi mönnum í Eyjum fannst þeim rétt að láta til sín taka í útgerð. Ekki er þó vitað til þess að þeir hafi fengið neina tilsögn eða neinn fundið til þeirrar skyldu gagnvart þeim. En tiltækið var kannski álíka bjartsýni og að ís- lenskur sjómaður hæfi án tilsagnar maísrækt á sléttum Ungverjalands. Dagblöðin segja frá því í janúar 1959 að nýlega hafi sex Ung- verjar í Eyjum myndað með sér útgerðarfélag, keypt trillu og hafið róðra. Trillubátar fengust á lágu verði enda höfðu handfæraveiðar brugðist ár eftir ár. Það mun hafa verið Birgir Sigurjónsson á Sól- heimum sem seldi þeim trilluna. Síðan koma sögurnar sem lengi hafa lifað: Í einum fyrsta róðrinum var sagt að Ungverjunum hefði þótt krókur að fara fyrir Heimaklett á heimstími og viljað stytta sér leið. Þeir tóku því stefnuna á Eiðið, en sigldu bátnum þar í strand og laskaðist trillan talsvert. Farið var að óttast um þá og bátur sendur að leita þeirra og kom þá í ljós hvar trillan var. „En af áhöfninni er það að segja að hún komst í land og komu Ungverjarnir fótgangandi heim til sín um kvöldið.“ Og enn hélt fjörið áfram. Þegar búið var að laga bátinn fóru Ung- verjarnir aftur í róður og lögðu fimm línubjóð en láðist að setja belg við þau, svo að heila „klabbið" sökk til botns. Með aðstoð góðra manna (Sveins Hjörleifssonar í Skálholti o.fl.), sem slæddu eftir línunni, náðist hún upp að nýju. Síðan segir: „Þegar komið var með hana til lands um kvöldið, settust Ungverjarnir, þ.á m. 2 konur, undir ljósker úti á götu við að dytta að veiðarfærunum, greiða þau sundur og beittu um leið.“ Hefur Vestmanneyingum ekki þótt þetta björguleg útgerð, né sá háttur þeirra að koma jafnan siglandi heim í hádegismat, og ekki síður Fjögur hinna fullorðnu ungverja, talið frá vinstri: Imre Bácsi, Adél, Zsanet og Erzsbet eldri. Myndin gæti verið tekin á Stakkagerðist- úninu um 1960. Imre hvarf skömmu síðar og ekki vitað með vissu um örlög hans. Zsanet Horváth (amma) er hér með dætur sínar, Adél og Erzsebet duzsik, húsfreyju í Bjarma. Horváth-hjónin, Laszlo og Zsanet, með dóttur sinni, Adél. Myndin er tekin á góðviðrisdegi inn í Friðar- höfn, sennilega sumarið 1958.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.