Fylkir


Fylkir - des. 2019, Blaðsíða 19

Fylkir - des. 2019, Blaðsíða 19
FYLKIR - jólin 2019 ° ° 19 að binda stundum trilluna fast við bryggju á flóði. Trillan strandar við Landeyjasand. ungverjarnir taldir af Ekki líður á löngu þangað til ung- versku útgerðarmennirnir komast aftur í fréttirnar. Í mars 1959 eru þeir á veiðum á trillu sinni, en koma ekki að landi á eðlilegum tíma, svo að farið er að óttast um þá. Blaðið Vísir slær upp baksíðufrétt: UNG- VERJA LEITAð Á SJÓ OG SÖNDUM Í NÓTT. Haft er eftir fréttaritaranum að þeir séu nú taldir af. Er Ungverj- arnir fóru í róður mun sjóveður ekki hafa verið gott og reyndir menn á bryggjunni heldur latt þá til að fara út. Þeir hafi ekki sinnt þeim heilræðum frekar en öðrum um sjósókn sína. Alls fóru þrír á trillunni. Tveir þeirra voru búnir til að fara í róður, „en þegar trillan var að leggja frá landi stökk ungur piltur, einnig Ungverji, um borð“ segir Vísir. „Var hann í sparifötum sínum, bláum buxum og hvítri skyrtu og þótti Eyjaskeggjum það ekki heppilegur búningur til að fara á skak. … Ási í Bæ, sem einnig var á sjó þennan dag, sá til Ung- verjanna um þrjú leytið suðaustur af Elliðaey, suðaustan vindur en ekki hvasst.“ En þegar veður fór versnandi og leið fram á kvöld og Ungverjarnir voru ókomnir að landi var farið að óttast um þá og Slysavarnafélagið sett í málið. Varðskipið Þór fór þá að leita milli lands og eyja með kastljósum á öllu svæðinu, alveg upp í brot á Landeyjasandi og austur um. Ekki voru taldar nokkrar líkur á því að þeir hefðu getað lent uppi á Sandi í slíku haugabrimi og 8 vindstig- um. Bændur voru vaktir upp um miðja nótt, en leit var erfið því að vegir og sandar voru ófærir bílum og því farið á hestum um fjörurnar. Ekkert sást nema brimskaflarnir við ströndina við „þungan sífelld- an nið hafsins“. Var leitað fram á dag en ekkert fannst. Kraftaverkið Víkur þá sögunni að Ungverjunum á trillunni. Þegar á daginn leið og línudráttur búinn bilar vélin í bátnum og þeir koma henni ekki í gang aftur. Rak þá nú undan sjó og vindi og vissu þeir ekki hvar þeir voru staddir. Höfðu þeir ekki hugmynd um að verið væri að leita þeirra. Þeir sáu leitarljós á Þór, en höfðu ekkert ljósker til að gera vart við sig. Bar þá nú stjórn- laust upp að landi og var ófagurt á að líta því að brim var mikið við sandinn og algerlega ólendandi opnum báti. En viti menn: bátur- inn flaut á réttum kili upp á sand- inn, borinn þangað af briminu. Þarna er ægisandur, Fornusandar undir Eyjafjöllum, skammt austan Markarfljóts, og reyndist báturinn óbrotinn. Sumir segja að þetta hafi verið eina smugan eftir allri sand- lengjunni til að komast lifandi í gegnum brimskaflana. Ungverj- arnir vildu ekki yfirgefa bátinn og reyndu alla nóttina að draga hann svo hátt frá sjó að honum væri óhætt. Það tókst. Að því loknu sneru þeir til bæja. Næsti bær var Fornusandar, nokkuð afskekktur neðst á sandinum og fáförult þar um og ekki gestkvæmt. Þangað komast þeir yfir sandinn, tals- verða leið, „ekki einu sinni blautir í fæturna“, ómeiddir en nokkuð þjakaðir. Má nærri geta hvernig upplitið var á fólkinu þegar Ung- verjarnir þrír bönkuðu þar upp í morgunsárið. Þeir báðu um að hringt yrði til Eyja og látið vita um þá en eftir hressingu fóru þeir að sofa, segir í blaðafregnum. Þótti nú enn sannast að ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið. Vísir segir að tveir Ungverjanna séu fjölskyldumenn, og það hlýtur því að hafa verið Laszlo gamli og Istvan í Bjarma, en sá þriðji var „ein- hleypur“. Hér hafði gerst kraftaverk, „fræg- asta brimlending sögunnar“ segir eitt dagblaðið. Trillan var síðar flutt af sandinum til Þorlákshafnar og þaðan til Eyja. Ekki fer frekari sögum af útgerð flóttamannanna, og ekki fékk Birg- ir á Sólheimum neitt fyrir fleyið sitt. Síðar mun þessi trilla hafa komist í eigu Ólafs í Laufási og hét þá „Lubba“. En hver var Ungverjinn á „spari- fötunum“? Það var ekki Atila. En þennan vetur, vertíðina 1959, kom til Eyja ungverskur flóttamaður, „Miska“, um tvítugt. Hann vann í Fiskiðjunni, og bjó á Hásteinsvegi 7, í sama húsi og Horváth-fjöl- skyldan. Hann fluttist síðar, eftir nokkurn þvæling, til Húsavíkur og þar býr hann enn, áttræður ekkjumaður, Mihály Töczik, f. 1938; heitir nú Michael Þórðarson, oftast kallaður „Mikki Ungverji“. Þar á hann stóra fjölskyldu. „Ég var bara staddur þarna á bryggjunni og þeir tengdafeðgar komu vélinni ekki í gang. Ég stökk um borð og gat bjargað málum. Þá spurðu þeir mig hvort ég vildi bara ekki koma með í róður. Ja, hví ekki? sagði ég, en vissi ekki hvað beið mín næsta sólarhringinn!“ Mikka leið ágætlega í Vest- mannaeyjum þennan vetur en fannst undarlegt hvað fjölskyldan á Hásteinsveginum var dugleg við að brugga. „Ég held að brugg- salan hafi verið veruleg tekjulind fyrir heimilið og þau safnað í sjóð“ segir Mikki og skellihær! Slagurinn í Stakkagerði Stakkagerði var sögufrægt hús, stóð í miðju samnefndu túni, sem nú er útisamkomustaður Vest- manneyinga fyrir neðan Ráðhúsið, með styttu Guðríðar Símonardótt- ur (Tyrkja-Guddu) og minnismerki um Oddgeir tónskáld. Gísli Lárus- son, gullsmiður og útgerðarmaður, sem á marga þekkta afkomendur í Eyjum, byggði þetta tvílyfta og reisulega timburhús og bjó þar til æviloka. Síðar bjuggu þar Matt- hildur og Sigurður Bogason bæjar- gjaldkeri og þau og börn þeirra kennd við húsið. Þau flytjast úr húsinu skömmu fyrir 1960 og bær- inn kaupir húsið og fær í hendur Guðmundi Böðvarssyni trésmiði til niðurrifs gegn því að hann hirði „slátrið“, þ.e. timbrið sem til féll. Guðmundur segir Ungverjunum fljótlega upp húsnæðinu og ekki er að sjá að þeim hafi verið ætluð önnur íbúð eða bærinn talið sig hafa frekari skyldur við þá. Einn góðan veðurdag í ágúst 1960 birtast menn frá Guðmundi Bö. og hefjast handa í austurhluta hússins, því plássi sem Ungverj- arnir notuðu ekki. Ungverjunum líst ekki á blikuna þegar verkinu er svo haldið áfram og þeim engin miskunn sýnd. Þegar smið- irnir, Guðmundur og hans menn, koma á staðinn til að ljúka niður- rifinu snúast þrír Ungverjanna til varnar, ryskingar verða og hnífum er beitt. Tveir trésmiðirnir hljóta áverka, Guðmundur höfuðhögg, sennilega frá Laszlo gamla, og til annars manns leggur Istvan með hnífi, særir hann á hendi og er farið með hann á spítala. Zsanet, kona Laszlos, fær þungt högg á læri svo að gera þarf að því. Virðist sem um síðir hafi verið samið vopnahlé, góðir menn stilla til friðar; aðrir segja að Ungverjarnir hafi forðað sér þegar Þórður í Haga, starfs- maður Guðmundar, kom á staðinn, þungur á brún og ekki árennilegur, með sög í annarri hendi og exi í hinni. Sagt er frá þessum atburðum í blöðum undir stórum fyrirsögn- um: Hnefahögg og hnífstunga. Og undirfyrirsögninin er Ungverj- arnir í Vestmannaeyjum réðust að íslenzkum feðgum með ofbeldi. Tæpu ári síðar eru svo sagt frá þessum átökum í vinsælum dálki í Alþýðublaðinu, „Hannesi á horn- inu“, en frá öðru sjónarmiði; sam- úðin er öll Ungverjanna megin, skrifuð af manni (Eyvindi G. Frið- geirssyni) sem hafði kynnst þeim og unnið með þeim: Svívirðileg; framkoma gagnvart flóttamönn- um hér. Eftir þennan slag fer Laszlo til Reykjavíkur, leitar fyrir sér um hús- næði og kaupir íbúð við Bergþóru- götu þótt félítill sé. Henni héldu þau hjónin fram að skuldadögum ári síðar en þá flyst fjölskyldan til Ytri-Njarðvíkur og býr í húsinu Herðubreið. Það varð jafnframt úr að Duzsik- fólkið í Bjarma flyst burt haustið 1960, en þau fara þá beint á Suðurnesin, fá þar vinnu og hús- næði. Fjölskyldurnar báðar búa þar þangað til þær fara af landi brott í október 1963, þá skráð í Ytri-Njarðvík. Þær sækja ekki um ríkisborgararétt þegar þeim gafst kostur á því haustið 1962. Frá og með haustinu 1960 eru því allir ungversku flóttamennirnir farnir úr Eyjum, nema Stebbi sem bjó þar æ síðan, og Imre sem þó hverfur stuttu síðar úr Eyjum, svo að segja sporlaust. Heimþráin sigrar að lokum. Heimþráin sækir æ fastara á við vandræðin hér á landi og mót- byrinn ýtir undir hana. Erzsebet Duzsik yngri segir að það hafi fyrst og fremst verið amma sín, Zsanet, og svo mamma hennar, Erzsebet eldri, sem hafi ráðið úrslitum um það að farið var aftur heim til Ung- verjalands, en menn þeirra hafi getað hugsað sér að vera áfram hér á landi, svo og allir aðrir í fjöl- skyldunum, þar á meðal hún, unga stúlkan - sem ætlaði jafnvel að fela sig á brottfarardegi. Flóttamönn- unum virðist hafa gengið sæmi- lega að fóta sig á Suðurnesjum, höfðu vinnu og húsnæði. En kon- unum fannst kalt og þær áttu erfitt með málið. Þær fengu að ráða. Fjölskyldurnar voru í bréfaskipt- um við frænd- og vinafólk sitt í Ungverjalandi og þeim berast fréttir um það frá Ungverjalandi að Kadar-stjórnin hafi aðeins slakað á klónni til að draga úr spennu og slá á ólguna í landinu, og til að sætta landsmenn við örlög sín. Stjórnin kom að nokkru til móts við kröfurnar frá 1956, gerði um- bætur í efnahagsmálum og dró úr afskiptum Flokksins af menningar- lífinu. Og það sem mikilvægast var: flóttamönnum frá 1956 var veitt sakaruppgjöf. Úr verður að níu Ungverjar úr upphaflega hópnum snúa til baka, þar af þrjú börn fædd hér á landi, og fara með Gullfossi til Ham- borgar í október 1963. Það hefur aðallega verið Horváth- og Duzik- fólkið. Adél, sem vann á Keflavíkur- flugvelli, verður eftir enda komin í sambúð hérlendis. Frá Hamborg fór fólkið svo með lest til Búdapest Stakkagerði, oft nefnt Eystra- Stakkagerði, Kirkjuvegur 40. Þar bjó bjó Horvát-fjölskyldan 1959-1960 er húsið var nánast rifið ofan af þeim og slagurinn varð milli ungverjanna og guðmundar Böðvarssonar og starfsmanna hans. Þrjár kynslóðir: Laszlo Horváth (afi), tengdasonur hans, Istvan duzsik í Bjarma (pabbi), með son sinn, Istvan yngri (Stefán). Myndin er sennilega tekin 1959 fyrir framan Hásteinsveg 7 þar sem Laszlo bjó. „Þetta voru duglegir en líka þrjóskir karlar“ segir Erzsbet yngri.Ketill Brandsson og Atila Horváth. Myndin er tekin austan við Bjarma, sennilega 1958. Á bak við þá er „Pakkhús“ Helga Benedikts- sonar og hinn vinsæli leikvöllur (fótboltavöllur) krakkanna í Mið- bænum. Ketill var netamaður hjá Helga Ben. og reyndist ungverj- unum í vestmannaeyjum sérstaklega hjálpsamur. Erzsebet duzsik (eldri), með son sinn, Laszlo, sem fæddist í vestmannaeyjum haustið 1957. Myndin er tekin fyrir eða um 1960 sunnan við Bjarma þar sem fjölskyldan bjó. Zsanet Horváth með dóttur sinni og tengdasyni, duzsik-hjónunum. Þær mæðgur kvöldust af heimþrá og fengu því loks ráðið að fjöl- skyldurnar báðar fluttust til ungverjalands á ný 1963, þegar tók að rofa til í landinu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.