Fréttablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 38
BÆKUR Hansdætur Benný Sif Ísleifsdóttir Útgefandi: MM Fjöldi síðna: 342 Lífsbaráttan í sjávar- þorpum hefur löngum verið Íslendingum hug- leikin, enda á stór hluti þjó ð a r i n na r r æt u r í söltu sjávarborði. Benný Sif Ísleifsdóttir rithöfundur er ein þeirra, ættuð frá Eski- firði og þjóðfræðingur að mennt og það sést glöggt í skrifum henn- ar og næmi fyrir lifn- aðarháttum og daglegu lífi fólks í slíkum þorpum. Einkum eru henni þó örlög kvennanna hugleikin, en fyrsta skáldsaga hennar Gríma, sem kom út 2018, fjallaði einmitt um hlutskipti sjómannskvenna um miðja tuttugustu öld. Hér leitar hún fanga aftar í sögunni og fjallar um hlutskipti fisk- v i n n s l u k ve n n a og þu r rabúðar- fólks um aldamót þar sem upphaf nútímans og harð- neskjulegir lifnaðar- hættir kallast á. Gratíana Hans- dót t i r e r f át æk u ng l i ng s st ú l k a í þorpi á Vestfjörðum. Móðir hennar hefur drýgt þá ósvinnu að eiga þrjú börn með þremur mönnum sem öll eru ófeðruð og eru því Hansbörn. Mis- rétti milli stétta og kynja er mikið, á meðan eitt barn gengur í skóla í sparifötum kelur annað á kinn- inni við að halda hita á systkinum sínum. Gratíana minnir stundum á Sölku Völku, er kvenréttindakona, vill ganga í buxum, bæði til þess að karlar komist ekki upp undir pilsin hennar, eins og stríðnispúkar í skólanum segja að hafi komið fyrir mömmu hennar og svo vegna þess að þær eru bæði hlýrri og þægilegri við fiskvinnsluna en blaut og þung pils. Hún vill líka verða blaðarit- stjóri eins og frændi hennar og berj- ast með orðum gegn óréttlætinu sem hún sér svo víða í kringum sig. Ha nsdæt u r er saga Grat í- önu, móður hennar, ömmu og systur, fóstursystra og í raun allra kvennanna í plássinu á um það bil tíu ára tímabili. Þetta er einstak- lega vel skrifuð bók, greinilegt að höfundur hefur lagst í töluverða rannsóknarvinnu á því hvernig var að vera kona í sjávarplássi um aldamótin, lýsingar á lykt, kulda og rakastigi gera það að verkum að upplifun lesandans er sterk og lif- andi. Sérstaklega er unnið vel með sérkvenlega hluti eins og hvernig þurfti að bera sig að með tíðabindi og blæðingar á þessum tíma og einnig er fjallað um sammannlegar þarfir sem birtast í notkun kamra og koppa og hvernig úrbætur í sal- ernismálum verða einnig úrbætur í mannvirðingu. Upp úr standa þó samskipti kvennanna í sögunni, væntingar þeirra til lífsins, draumar og óskir og hvernig einskær þrjósk- an, lífsviljinn og samstaðan þjappar þeim saman og knýr til betra lífs og þrátt fyrir allt er bjart yfir í sögulok. Hansdætur er áhrifamikil bók og skemmtileg af lestrar og á köf lum erfitt að leggja hana frá sér. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Vel skrifuð og áhrifamikil bók sem erfitt er að leggja frá sér. Tíðabelti og kalnar kinnar Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags eiga f immtugsafmæli í ár. Þ or s t e i n n Gy l f a s on heimspekingur stofn-aði ritröðina árið 1970. Núverandi ritstjóri er Jón Ólafsson, en hann hefur stýrt ritröðinni síðan 2018. „Lærdómsritaröðin var hugar- fóstur Þorsteins. Ritröðin átti bæði að gera mikilvæg rit aðgengilegri og styrkja fræðilega umræðu á íslensku,“ segir Jón. „Í henni hafa birst þýðingar á fræðitextum með skýringum sem henta almenningi og reynt er að gera þær aðgengilegar fyrir hvern sem er. Ég held að Lær- dómsritin hafi haft geysilega mikil áhrif að þessu leyti. Bækur Johns Stuart Mill, Frelsið, Nytjastefnan og Kúgun kvenna, sem öll hafa komið út í Lærdómsritaröðinni, eru stjórnspekirit og með íslenskum þýðingum þeirra hefur lesendum orðið tamt að tala og hugsa um við- fangsefni þeirra með íslenskum hugtökum. Það sama á við um þýð- ingar á verkum forngrískra heim- spekinga. Það er gríðarlegur munur á því að geta boðið nemendum upp á þessa texta á íslensku, í stað þess að erlend hugtök séu þeim stöðug hindrun við að átta sig á heimspeki- legri hugsun.“ Vakandi ritröð Jón segir útgáfustefnuna í grunninn hafa verið þá sömu allt frá stofnun ritraðarinnar. „Það er tvennt sem maður er alltaf með í huga. Annars vegar útgáfa klassískra verka fyrri tíma og hins vegar útgáfa á sam- tímaklassík. Persónulega finnst mér mikilvægt að jafnvægi sé þarna á milli. Þetta eru ekki bara lærdóms- rit í gamaldags skilningi, heldur er þetta líka ritröð sem á að vera vakandi fyrir því sem vekur mikla athygli hér og nú – og er líklegt til að hafa áhrif til framtíðar.“ Lærdómsritin eru í langflestum tilfellum þýðingar úr erlendu máli. Textanum fylgir alltaf inngangur og í ritunum er einnig að finna skýringar sem samdar eru sérstak- lega fyrir íslenska lesendur. „Þannig á áhugasamur lesandi að geta lesið ritin sér til gagns og ánægju: Inn- gangur og skýringar eiga ekki að vera viðbótarefni, heldur hjálpar- tæki sem auðvelda lesturinn og auka ánægjuna af honum,“ segir Jón. „Fræðilegar útgáfur á klassískum textum eru oft mjög óaðgengilegar. Inngangarnir geta verið tilraunir til túlkunar og greiningar langt umfram það sem almennum les- anda hentar og skýringarnar farið út í fræðilega umræðu sérfræðinga. Það þarf að hafa sérstakan áhuga á efninu til að vilja eiga slíka bók. Ef við tökum texta úr Lærdómsriti, til dæmis eftir Platon, þá getur margt þar orkað tvímælis eða verið tor- skilið. Flestir lesendur þurfa ein- hverja hjálp. Útgáfa okkar miðar við að lesandinn fái þá hjálp sem hann þarf til að geta notið verkanna. Dýralíf og Rilke á leiðinni Næsta rit í ritröðinni er númer níu- tíu og níu, Dýralíf eftir Nóbelsverð- launahafann J. M. Coetzee í þýðingu hjónanna Gunnars Sigvaldasonar og Katrínar Jakobsdóttur. „Þessi bók hefur verið lengi á leiðinni, en þýðingin var að mestu leyti gerð fyrir um fimmtán árum,“ segir Jón. „En þetta er stórmerkilegt rit eftir magnaðan höfund. Það er byggt á fyrirlestrum sem Coetzee hélt við Princeton háskóla árið 1997 og við- brögðum fjögurra fræðimanna við þeim.“ Coetzee fjallar um líf dýra og sam- band dýra og manna í fyrirlestrun- um, á beinskeyttan og ögrandi hátt. Fyrirlestrarnir eru sögur og fjalla um konu, þekktan bókmennta- fræðing, sem er boðið að halda fyrirlestra í háskóla. Í staðinn fyrir að tala um bókmenntir talar hún um dýr, fyrirlestrarnir valda furðu og vissum pirringi. Coetzee hæðist á vissan hátt að formlegheitum aka- demíunnar, um leið og hann kemur sterkum skilaboðum á framfæri um tvískinnung manna gagnvart tilfinningum og velferð dýra. Að mörgu leyti kemur þessi bók sterkar inn í dýraumræðu dagsins í dag en hún gerði þegar hún kom út fyrst. Hu nd raðast a Lærdómsr it ið kemur líka út í haust. Það er eina skáldsaga Rainers Maria Rilke, Minnisblöð Maltes Laurids Brigge, en hún kom fyrst út 1910. „Þetta er grundvallarrit þegar kemur að nútímaskáldsögunni og módern- isma í bókmenntum,“ segir Jón. „Sagan gerir kröfur til lesandans bæði vegna forms síns og vísana í menningarsöguna. Þýðandinn, Benedikt Hjartarson, skrifar mjög vandaðan inngang og skýringar sem mynda góðan ramma um þetta merkilega verk.“ Á næsta ári er von á verkum eftir Friedrich Nietzsche og bók Erwins Schrödinger Hvað er líf? Einnig eru Alþýðufyrirlestrar Hermanns Helmholtz, Söguspeki Hegels og Svikin við erfðaskrárnar eftir Milan Kundera, komin vel á veg. Fimmtug og áhrifamikil Lærdómsrit Jón Ólafsson er ritstjóri Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags. Ritröð sem gerir mikilvæg rit að- gengileg og styrkir fræðilega umræðu á íslensku. Hundraðasta ritið, skáldsaga eftir Rilke, er væntanlegt. Benný Sif hefur skrifað áhrifamikla skáldsögu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Jón Ólafsson hefur ritstýrt ritröðinni frá árinu 2018. Hann segir áhugasama eiga að geta lesið ritin sér til gagns og ánægju. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ÚTGÁFA OKKAR MIÐAR VIÐ AÐ LESANDINN FÁI ÞÁ HJÁLP SEM HANN ÞARF TIL AÐ GETA NOTIÐ VERKANNA. 8 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.