Fréttablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 24
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656,
ári fara um það bil 1.300 manns í
gegnum endurhæfingarmeðferð á
Reykjalundi, f lestir í fjórar til sex
vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi
fólks í viðtal á göngudeild á hverju
ári,“ greinir Pétur frá og bætir við
að endurhæfing skipti sköpum
þegar kemur að líkamlegri og and-
legri heilsu.
Hvað er endurhæfing?
„Eftir alvarleg veikindi, slys, áföll
eða aðgerð er mikilvægt að fá
endurhæfingu til að hjálpa fólki að
ná aftur fótfestu í hversdagslífinu.
Læknisfræðileg endurhæfing
er sérhæfð meðferð sem byggir
á þeirri hugmyndafræði að taka
heildrænt á afleiðingum sjúkdóma
og slysa. Endurhæfingin byggir
á samvinnu margra fag aðila,
sjúklings og hans nánustu. Beitt
er sálfræðilegum, líkamlegum og
félagslegum aðferðum, með það
að markmiði að uppræta, minnka
eða bæta fyrir skerðingu í færni
og virkni sem sjúkdómur eða slys
hefur valdið,“ útskýrir Pétur.
„Endurhæfing er teymisvinna
sem er einstaklingsmiðuð fyrir
hvern sjúkling. Tekið er mið af getu
hans og færni sem og persónu-
legum þáttum eins og menntun,
fjölskyldu, búsetu, kyni, vinnu og
fleiru, allt eftir því hvað er verið að
vinna með. Mikil áhersla er lögð
á fræðslu og þátttöku sjúklings.
Lögð er áhersla á grunnþætti
heilbrigðs lífs, svo sem heilsusam-
legt mataræði, reykleysi, hæfi-
lega hreyfingu og góðan svefn.
Markmið endurhæfingarinnar er
að bæta líðan og lífsgæði sjúklings
og getu hans til að nýta sér ýmis
bjargráð sem honum eru kennd.“
Þverfagleg samvinna fag-
fólks á Reykjalundi
„Í upphafi voru aðeins læknar og
hjúkrunarfræðingar starfandi
á Reykjalundi. En fagfólki hefur
fjölgað jafnt og þétt í gegnum
árin.
Meðal helstu fagstétta sem
koma að beinni meðferð
sjúklinga á Reykjalundi eru
félagsráðgjafar, heilsuþjálfarar,
hjúkrunarfræðingar,
sjúkraliðar, iðjuþjálfar,
læknar, næringarfræðingar,
sálfræðingar, sjúkraþjálfarar og
talmeinafræðingar,“ upplýsir
Pétur og segir að saman geti
hópurinn myndað frábært
meðferðarteymi.
Meðferðarteymin eru
hjartað í starfseminni
„Hjartað í starfsemi Reykjalundar
er teymisvinna fjölbreytts hóps
sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks
sem myndar meðferðarteymi.
Í meðferðarteymunum er sett
upp einstaklingsmiðað endur-
hæfingarprógramm fyrir hvern
og einn sjúkling, sem miðar að því
að bæta líkamlega getu og and-
lega og félagslega líðan. Misjafnt
er hvernig endurhæfingu hver og
einn þarf á að halda og því skiptir
miklu máli að heilbrigðisstarfs-
fólk með ólíka sérfræðiþekkingu
vinni saman að bættri líðan.
Markmið teymisvinnu er að veita
þverfaglega, heildræna meðferð
byggða á gagnreyndri þekkingu.
Áhersla er lögð á samtalsmeðferð,
einstaklings- og hópmeðferð, fjöl-
breytta hreyfingu, námskeið og
fræðslu.
Afar mikilvægt er að sjúklingur-
inn sé virkur í sinni endurhæfingu
til að hún skili sér sem best.“
Aðstaðan er fyrsta flokks
„Á Reykjalundi er fyrsta f lokks
aðstaða til endurhæfingar á
öllum sviðum. Markmiðið er að
hafa heimilislegt, vinalegt og
þægilegt umhverfi svo öllum
líði sem best. Á Reykjalundi er
æfingatækjasalur, fullbúinn
íþróttasalur, meðferðarstofur,
vinnustofur, smíðaverkstæði,
rými fyrir alls kyns handmennt,
æfingaeldhús, fræðsluherbergi,
slökunarsalur, hvíldarherbergi,
setustofur, starfsendurhæfingar-
vinnustaður og tvær sund-
laugar, svo eitthvað sé nefnt. Á
Reykjalundi eru tiltæk hvers
kyns hjálpartæki til að aðstoða
fólk með mismunandi líkam-
lega færni við daglega iðju,“ segir
Pétur og bætir við.
„Þrátt fyrir að f lestir telji heil-
brigðisþjónustu vera einn af
hornsteinum samfélagsins, er
ljóst að fjármunir í heilbrigðismál
eru og munu verða takmarkaðir.
Vegna þess er mjög mikilvægt
að nota þessa fjármuni með eins
markvissum hætti og mögu-
legt er, með það að leiðarljósi að
hámarka þjónustu og gæði. Mín
skoðun er sú að endurhæfing og
forvarnir séu vannýttur þáttur
í því sambandi og við getum
gert töluvert betur. Með fjölgun
þjóðarinnar og vaxandi meðal-
aldri er nauðsynlegt að skoða og
tileinka sér aukna þjónustu og
nýja möguleika. Það eru mörg
tækifæri og möguleikar í stöð-
unni í framtíðarsýn Reykjalundar
og ég er spenntur að fá að leggjast
á árar með starfsfólki að gera
þetta að veruleika með hagsmuni
samfélagsins að leiðarljósi.“
Reykjalundur er stærsta endur-hæfingarstöð landsins og þar er unnið fjölþætt starf
með mikilli sérhæfingu á mörgum
sviðum. Þar er meðal annars verið
að þróa meðferð fyrir fólk sem
glímir við eftirköst COVID-19.
„Hjá Reykjalundi starfa átta fag-
teymi, hvert með sína sérhæfingu,
en rauði þráðurinn í starfsemi
okkar eru stóru heilsuvandamálin
í samfélaginu, stoðkerfisvandamál,
verkir, ofþyngd og geðheilsa,“ segir
Stefán Yngvason, framkvæmda-
stjóri lækninga á Reykjalundi.
„Birtingarmynd sjúkdóma er önnur
í dag en fyrir nokkrum áratugum.
Við lifum lengur og það þýðir að
þegar við eldumst lifum við með
marga sjúkdóma í stað þess að
deyja fyrr á ævinni. Þess vegna
þurfum við þjónustu sem tekur á
mörgum þáttum samtímis.“
Verri kvillar en venjulega
„Eftir veirusýkingar getur fólk
fengið ýmsa kvilla en svo virðist
sem fólk sem fær slíka kvilla eftir
COVID-19 fái langvinnari og fjöl-
breyttari einkenni en eftir aðra
veirusjúkdóma,“ segir Stefán. „Fólk
finnur fyrir síþreytu, verkjum,
svefntruflunum, heilsukvíða og
ýmsu öðru. Þetta veldur óvinnu-
færni hjá mörgum og það er ákall
um að tekist sé á við þetta. Við
bjóðum upp á meðferð og vorum
ánægð með yfirlýsingu heilbrigðis-
ráðherra um að það standi til að
setja 200 milljónir króna í þessi
endurhæfingarverkefni.
Meðferðin er ólík eftir einkenn-
um og það skiptir máli að fara ekki
of geyst, en ef það líða vikur eða
mánuðir með sömu vandamálin
þarf að grípa inn í,“ segir Stefán.
„Það getur líka verið mikilvægt
að fá viðurkenningu á að þetta sé
vandamál sem þarf hjálp með.
Nú eru sjö í meðferð hjá okkur
og 40 á biðlista. En rétt eins og með
lyfjameðferðina og gjörgæslumeð-
ferð fyrir COVID-sjúklinga, er fólk
enn að prófa sig áfram og finna
leiðir í endurhæfingunni,“ útskýrir
Stefán. „Við gerum mælingar til að
fylgjast með því hvort framfarir
hafi orðið og reynum að tengja það
við meðferðarúrræði. Þetta er ferli
sem tekur langan tíma.“
COVID endurhæfing er krefjandi
og spennandi verkefni
Bryndís er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er
tilbúið til að leggja sitt af mörkum
til að efla starfsemina og styrkja
frekari uppbyggingu hennar.
Margir eiga þessari stofnun líf sitt
að þakka, eða eiga vini og ættingja
sem hafa fengið bót sinna meina
eftir dvöl á Reykjalundi, “ segir
Bryndís Haraldsdóttir alþingis-
maður og formaður samtakanna.
Um fjögur hundruð manns eru
í Hollvinasamtökunum. Engin
skuldbinding fylgir því að vera
félagi, önnur en sú að borga hóflegt
árgjald sem nýtt er í þágu starf-
semi Reykjalundar. Aðrir sem vilja
leggja Reykjalundi lið geta haft
samband við samtökin, sem sjá þá
um að koma fjármunum rétta leið.
„Samtökunum hafa borist miklar
og góðar gjafir frá einstaklingum,
félagasamtökum og fyrirtækjum á
undanförnum árum,“ segir Bryndís.
Hollvinasamtökin hafa staðið
fyrir kaupum á ýmsum tækjum
sem gagnast starfseminni vel en
þau eru keypt í samráði við for-
stjóra, lækna og aðra sem til þekkja.
„Á síðustu árum höfum við gefið
hjartaómtæki og öndunarmæli,
sem eru til þess gerð að auka enn
frekar þjónustu við skjólstæðinga
Reykjalundar. Hollvinasamtökin
voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa
frá þeim tíma gefið Reykjalundi
gjafir fyrir rúmlega 60 milljónir,“
segir Bryndís.
Hollvinasamtökin eru mikilvæg
fyrir Reykjalund. „Fjármunir hins
opinbera eru oft takmarkaðir og
þá skipta svona samtök miklu
máli. Það er ánægjulegt hversu
margir vilja leggja Reykjalundi lið
og það er greinilegt að fólki er annt
um þessa stofnun.“
Hægt er að skrá sig sem hollvin á
heimasíðu Reykjalundar reykja-
lundur.is
Hollvinasamtök
Reykjalundar
Með fjölgun
þjóðarinnar og
vaxandi meðalaldri er
nauðsynlegt að skoða
og tileinka sér aukna
þjónustu og nýja
möguleika.
Stefán Yngvason, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, segir að svo
virðist sem fólk sem fær kvilla eftir COVID-19 fái langvinnari og fjölbreytt-
ari einkenni en eftir aðra veirusjúkdóma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Eftir veirusýkingar
getur fólk fengið
ýmsa kvilla en svo
virðist sem fólk sem fær
slíka kvilla eftir COVID-
19 fái langvinnari og
fjölbreyttari einkenni.
Framhald af forsíðu ➛
Pétur Magnússon er forstjóri Reykjalundar. Hann segir að það séu mörg tækifæri og möguleikar í stöðunni í fram-
tíðarsýn Reykjalundar og hann segist vera spenntur að fá að takast á við þau. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2 8 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RREYKJALUNDUR