Fréttablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 8
NÝTT
ab mjólk
Nú bætist við í flórunabanana
NORÐURLAND „Við teljum ekki
ásættanlegt að setja engan tíma
ramma um hvenær ráðist verður
í úrbætur,“ segir Elías Pétursson,
bæjarstjóri Fjallabyggðar, um bréf
Vegagerðarinnar varðandi jarð
göng sveitarfélagsins. „Hann þarf
ekki að vera upp á dag en að ein
hver viðmið séu sett.“
Þrenn jarðgöng eru í Fjalla
byggð, Héðinsfjarðargöng, Múla
göng og Strákagöng. Þau tvenn
síðarnefndu, sem voru grafin árin
1990 og 1967, uppfylla ekki nútíma
kröfur um brunavarnir og þykja
barn síns tíma.
Ámundi Gunnarsson, slökkvi
liðsstjóri Fjallabyggðar, benti á í
sumar að Múlagöng og Strákagöng
gætu brunnið endanna á milli því
að klæðningin væri ekki eldvarin.
Þó að áratugir hafi liðið án elds
voða væri ekki hægt að treysta á
guð og lukkuna í þeim efnum. Þar
að auki vantaði lýsingu í göngin og
að koma upp útvarpssendingum
til þess að geta varað fólk við inni
í göngunum.
Í máli Vegagerðarinnar í sumar
kom fram að framkvæmdirnar
væru ekki á áætlunum og að nýir
staðlar væru ekki afturvirkir fyrir
eldri mannvirki. Í lok septem
ber sendi Vegagerðin Fjallabyggð
hins vegar bréf með tillögum um
úrbætur.
„Það eru allir orðnir sammála
um að ástandið er ekki eins og
best verður á kosið,“ segir Elías.
„Eins og ég hef þekkingu til líst mér
ágætlega á tillögurnar sem koma
fram í bréfinu. Við í bæjarráði
erum ánægð með að Vegagerðin
hafi játað að hægt sé að gera ýmis
legt betur og að samtalið sé farið í
gang.“
Hvað klæðningu í Múlagöngum
varðar eru nefndar tvær leiðir.
Annaðhvort að skipta um klæðn
ingu sem gæti kostað um einn og
hálfan milljarð króna eða setja upp
dúka í áföngum. Í Strákagöngum er
hins vegar aðeins dúkalausnin fær.
En skoða þurfi þetta út frá framtíð
aráformum um göngin og nýtingu
þeirra.
Þá segir í bréfinu að vilji sé til að
setja upp rýmingarljós í Héðins
fjarðargöng og að kostnaðurinn sé
metinn á 825 milljónir króna. Þau
hafi þegar verið sett upp í Múla
göngum en Strákagöng séu ekki á
dagskrá. Kostnaður við útvarps
sendingar í Héðinsfjarðargöngum
og Múlagöngum er samanlagt um
50 milljónir.
Viljayfirlýsingar og tillögur eru
þó ekki nóg að mati bæjarstjórans.
„Ef tímasetningar eru ekki settar
fram þá er ekki verið að segja neitt
til um það hvenær þetta gerist.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Óánægð með skort á tímaáætlunum
Bæjarstjórn Fjallabyggðar er óánægð með skort á tímaramma þeirra verkefna sem þarf að grípa til vegna eldhættu í jarðgöngum
sveitarfélagsins. Vegagerðin sendi bænum bréf þar sem ýmsar tillögur um úrbætur voru viðraðar en göngin uppfylla ekki kröfur.
Strákagöng voru grafin árið 1967 og uppfylla ekki nútíma öryggisstaðla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Við í bæjarráði
erum ánægð með að
Vegagerðin hafi játað að
hægt sé að gera ýmislegt
betur og að samtalið sé farið
í gang.
Elías Pétursson,
bæjarstjóri
Fjallabyggðar
GRIKKLAND Hægripopúlistaflokk
urinn Gullin dögun hefur verið
úrskurðaður glæpasamtök af grísk
um dómstól og leiðtogar f lokksins
fundnir sekir um aðild að voðaverk
um. Réttarhöldin hafa staðið yfir í
fimm ár og niðurstöðunnar hefur
verið beðið með eftirvæntingu.
Fimmtán þúsund andstæðingar
f lokksins voru samankomnir fyrir
utan dómshúsið í Aþenu í gær þegar
úrskurðurinn var tilkynntur. Lög
gæsla var aukin víða um Grikkland
af ótta við reiði f lokksmanna.
Tæplega 70 meðlimir f lokksins,
þar á meðal fyrrverandi þingmenn,
voru fundnir sekir um aðild að
morðum, of beldisverkum, vopna
burði og að reka skipulögð glæpa
samtök. Einhverjir þeirra gætu átt
yfir höfði sér 15 ára fangelsisdóma.
Gullin dögun var stofnuð árið
1980 en upp úr aldamótum fóru
vinsældir f lokksins að rísa og eftir
evrukrísuna 2010 varð hann að
stóru afli í grískum stjórnmálum,
með þingmenn bæði á þjóðþinginu
og í Evrópu. Flokkurinn kastaði
þó aldrei harðlínustefnu sinni og
of beldismenningu. Hefur hann því
verið kallaður bæði fasistaflokkur
og nýnasistaflokkur.
Meðal þeirra sem hafa orðið fyrir
árásum og of beldi af hálfu með
lima f lokksins eru innf lytjendur,
samkynhneigðir, vinstrimenn og
leiðtogar verkalýðshreyfinga. Árið
2013 myrti Giorgos Roupakias,
háttsettur meðlimur samtakanna,
rapparann Pavlos Fyssas sem var
vinstrisinnaður aktívisti. – khg
Leiðtogar flokksins sekir
Magda, móðir hins myrta rappara
Pavlos Fissas, fagnaði dóminum.
SVÍÞJÓÐ Vísindamennirnir Emm
anuelle Charpantier og Jennifer
Doudna hlutu í gær Nóbels
verðlaun í efnafræði fyrir rann
sóknir sínar á sviði erfðamengja
fræði. Þær urðu heimsfrægar þegar
þær fundu upp á CRIPSR/Cas9
tækni sem er aðferð til að breyta
erfðamengi lífvera.
Rannsóknir þeirra hafa umbylt
líffræði og hafa vaknað upp margar
siðferðislegar spurningar um notk
un á CRISPRtækni, þá aðallega um
muninn á því að breyta genum til
þess að uppræta arfgenga sjúk
dóma eða til að hafa áhrif á útlit.
Hin franska Charpentier og hin
bandaríska Doudna eru sjötta og
sjöunda konan til að vinna Nóbels
verðlaun í efnafræði og er þetta í
fyrsta sinn sem kvenkyns tvíeyki
vinnur þessi verðlaun.
Marie Curie var fyrsta konan til
að hljóta verðlaun í þessum flokki
en hún hafði áður unnið Nóbels
verðlaun í eðlisfræði, einnig fyrst
kvenna. – ilk
Fyrsta kventvíeykið til
að fá Nóbelsverðlaunin
Emmanuelle Charpentier og
Jennifer Doudna. MYND/EPA
8 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð