Samtökin '78 - Sjónmál - 15.05.1991, Síða 4

Samtökin '78 - Sjónmál - 15.05.1991, Síða 4
4 Sjónmál S <5 0$ Si s © Opiö föstudags- og laugardagskvöld 22-03 Aðgangseyrir 500 kr. Félagar Samtakanna 78 sem sýna skírteini greiða aðeins 300 kr. Meðal uppákoma í júní er hin störkostlega Grand Gay Queen Contest Aðalfundur Samtakanna 78 Samtökin 78 héldu aðalfund sinn 1991 þann 24. mars sl. Dagskrá fundarins var hefðbundin: Guð- rún Gísladóttir formaður flutti skýrslu stjómar, Sigþór Sigþórs- son gjaldkeri lagði fram reikn- inga félagsins og félagsgjöld ákveðin óbreytt frá fyrra ári - 2000 krónur. Utgáfumál voru rædd og var að heyra á mönnum að ekki myndi takast að endur- vekja tímaritið Ur felum í sinni gömlu mynd. Þess í stað var samþykkt að styrkja ritnefnd kvenna til að gefa út kvenna- blað. Þar sem ekki hafði náðst að endurskoða reikninga var samþykkt þeirra vísað til fram- haldsaðalfundar svo og stjómar- kjöri en fullnægjandi framboð höfðu ekki borist fyrir fundinn. Framhaldsaðalfundur var hald- inn 25. apríl og var hinn lífleg- asti. M.a. var samþykkt tillaga um að skipuð skyldi fjögurra manna uppstillingamefnd (tveggja kvenna og tveggja karla) þrem mánuðum fyrir næsta aðalfund. Fram kom tillaga um að end- urskoða lög félagsins og eftir heitar tveggja tíma umræður var laganefnd samþykkt. Hana skipa Lana Kolbrún Eyþórsdóttir, Guð- rún Gísladóttir, Guðbrandur Baldursson og Sæmundur Jó- hannesson. Lagt var til við stjóm að efnt Nýkjörin stjórn félagsins: Þorvaldur, Arni, Lilja, Maríus og Sigþór. Guðbrandur og Eysteinn voru utan seilingar þegar myndin var tekin. Ingólfur er með öllu óviðkomandi félaginu. yrði til félagsfundar bráðlega til varaformaður, Sigþór Sigþórsson að ræða m.a. útgáfumál og hús- gjaldkeri, Árni Kristjánsson rit- næðismál og síðast en ekki síst ari, Guðbrandur Baldursson með- var ný stjóm kjörin en hana stjómandi og varamenn þeir skipa: Þorvaldur Kristinsson for- Eysteinn Ö. Traustason og Marí- maður, Lilja S. Sigurðardóttir us H. Sverrisson. Alnœmi Minningar guðsþj ónusta í Langholtskirkj u Sunnudaginn 26. maí var haldin minningarguðsþjónusta í Lang- holtskirkju sem Samtök áhuga- fólks um alnæmisvandann og Samtökin 78 áttu fmmkvæði að. Þar predikaði sr. Bragi Skúlason prestur við Landspítalann, kór Langholtskirkju tók þátt í at- höfninni og Bergþór Pálsson söng einsöng. Tilefni guðsþjónustunnar var sá dagur sem á ensku hefur ver- ið nefndur International AIDS Candlelight Memorial Day, en í maí er þeirra minnst um allan heim sem látist hafa úr alnæmi. Islendingar minntust þessa dags núna í þriðja skipti, en í fyrra predikaði sr. Þórhallur Heimisson við ógleymanlega athöfn í Lang- holtskirkju. Sífellt bætast fleiri lönd í hóp þeirra sem taka þátt í þessari sérstöku athöfn sem baráttu- hreyfingar gegn alnæmi í San Francisco áttu upptök að fyrir sjö ámm. Blysfarir eru víða famar á minningardeginum, en eina ósk þeirra, sem fmmkvæði eiga að athöfnum erlendis, er sú að þær séu sannkallaðar ljósahá- tíðir - að þátttakendur minnist látinna og láti í ljósi von um betri tíð með því að kveikja á kertum og blysum. Þannig vilj- um við minnast fómarlamba al- næmis og styðja þá sem smitaðir eru eða sjúkir með því að leggja áherslu á nauðsyn þess að allur almenningur - allar þjóðir fylki liði og beri sameiginlega ábyrgð á alnæmisvandanum. Nýtt kvermablað í haust Nokkrar lesbíur eru aö undirbúa tímarit þar sem fjallað veröur um lesbíur og lesbíanisma á sem fjölbreytilegastan hátt. Þær konur sem hafa áhuga á aö senda inn efni eöa leggja eitthvað af mörkum, geta haft samband viö Elísa- beti Þorgeirsdóttur, síma 10974, Höllu Frímannsdóttur, síma 22523 eða Margréti Pálu Ólafsdóttur, síma 29798.

x

Samtökin '78 - Sjónmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónmál
https://timarit.is/publication/1490

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.