Samtökin '78 - Sjónmál - 15.05.1991, Page 6

Samtökin '78 - Sjónmál - 15.05.1991, Page 6
6 Sjónmál sekir, átta fangelsaðir og af þeim sitja þrír enn inni. Dómurinn hefur vakið mikinn úlfaþyt í Bretlandi og þykir dæmigerður fyrir refsigleði yfir- valda þessi misserin. 16. febrúar söfnuðust 7000 manns saman og mótmæltu opinberlega í London. En menn eru vanir að láta hart mæta höfðu þar í landi. Gefin hefur verið út bæklingur sem kallast S/M and the law ritaður af sérfróðum þar sem gefin eru ráð um hvemig fólk skuli bregð- ast við lögregluyfirheyrslum. Þar er líka að finna lista yfir lög- fræðinga sem sérstaklega þykja hæfir til að fást við mál af þessu tagi. Reporter Bandaríkin Mótmæli sem tengjast stríðs- rekstri Bandaríkjastjómar eru tíð- ari þar í landi en íslenskir fjölmiðlar kunna ffá að segja. Þeir sem smitaðir em og sjúkir af alnæmi láta líka í sér heyra. I janúar fylktu þeir liði þúsundum saman á götum New York til að vekja athygli á því óhemjulega fjármagni sem veitt hefur verið í stríðsreksturinn fyrir botni Persaflóa - fjármagn sem betur væri komið til hjálpar sjúkum heima fyrir. Talsmenn mótmæl- anna benda í því sambandi á að fjöldi þeirra sem látist hafa af alnæmi vestan hafs nálgast óðum tölu fallinna Bandaríkjamanna í sjálfu Víetnamstríðinu - einni blóðugustu styrjöld á okkar öld. Reuter Við lögreglu New York borgar starfar sérstök deild sem fæst við afbrot er rekja má til fordóma vegna trúarbragða og kynhneigð- ar. A dögunum var Mark nokkur Caruso ráðinn þar til starfa. Það sætir tíðindum að Caruso er fyrsti yfirlýsti homminn sem fær lögreglumannsstöðu í þeirri borg. Advocate Fyrir tíu árum stofnuðu tíu blindar konur í Minnesota tíma- rit sem nefnist Women’s Braille Press (WBP) því eins og þær sögðu: „Við viljum sjálfar ákveða hvað við lesum.“ Áratug síðar telur WBP 275 áskrifendur í Bandaríkjunum, Canada, Bretlandi og Þýskalandi. Á bókasafni þeirra eru til rúm- lega 500 bækur á snældu auk alls þess efnis sem birtist í WBP. Það vekur athygli að 75% þessa lesefnis er lesbískt. ILIS Newsletter Kýpur Alexander Modinos sem fyrir fjórum ámm stofnaði félagsskap- inn Gay Liberation Movement of Cypms vann á dögunum eftir- minnilegan sigur. Á Kýpur er hægt að refsa fólki fyrir samkynhneigð mök með allt að 14 ára fangelsi. Bretar innleiddu lögin 1885 og þegar eyjan öðlaðist sjálfstæði 1960 var þessu ákvæði haldið í refsilögunum. Modinos kærði stjóm sína til Mannréttindadóm- stólsins í Strasbourg og vann sigur. En stjómvöld berja höfð- inu við steininn og því er málinu nú vísað til Evrópuráðsins. Sam- tök lesbía og homma á Kýpur telja um 500 félaga, en einungis þrír þeirra hafa treyst sér til að tala máli samkynhneigðra opin- berlega. Gai Pied Sovétríkin Ein af uppáhaldssögum Mikhail Gorbatsjovs: Mitterand á sér 100 ástkonur, ein af þeim er smituð af alnæmi en hann veit ekki hver. Bush hefur í kringum sig 100 lífverði, einn af þeim er hryðjuverkamaður en hann veit ekki hver. Sjálfur á ég mér 100 efnahagsráðgjafa, einn af þeim er sérfræðingur en ég veit ekki hver. Kaldhæðinn maður, Mikki, ef rétt er eftir haft! Gai Pied Kína í kínverskum lyfjabúðum hefur upp á síðkastið verið hægt að kaupa „ástarkrem“, undralyf sem að sögn apótekara þar í sveit á að geta drepið HlV-veimna. Gott ef satt væri! Þó að Kínverjar af- neiti tilvist sjúkdómsins opinber- lega og segi hann dæmi um úrkynjun kapítalismans á Vestur- löndum, fer þó uggur um marga. I Yunnan-héraði við landamæri Burma mun alnæmisfaraldur hafa breiðst út meðal stungu- efnaneytenda svo að yfirvöld þar sáu sig knúin til að hrinda af stað fræðsluherferð um sjúkdóm- inn. Gai Pied Frakkland Á þingi Evrópuráðsins í Stras- bourg var fyrir skömmu lögð fram þingsályktunartillaga sem felur í sér áskorun þess efnis að í Mannréttindasáttmála Evrópu- þjóða verði hið fyrsta bætt við sérstökum vemdarákvæðum fyrir Sir lan McKellen sem Coriolanus í samnefndu leikriti Shakespeares á sviði Breska þjóðleikhússins Heimur í Sjónmáli samkynhneigða. Fulltrúar frjáls- lyndra og sósíalista leggja fram tillöguna - m.a. frá Sviss, Hol- landi, Belgíu og Noregi. LAMBDA Nachrichten Svíþjóö Sænskar konur héldu fyrir nokkru menningarviku í Norr- köping undir yfirskriftinni Kvinnokraft och Fruentimmers- vecka. Ljósmyndaranum Barbro Lindh var boðin þátttaka og sýndi hún þar Ijósmyndir af kon- um sem teknar voru á grísku eyjunni Lesbos. Myndimar fóru svo fyrir brjóstið á fulltrúa Kvenfélags Sósíaldemókrata í Svíþjóð, Marianne Gustavsson, að hún fjarlægði myndimar án þess að spyrja neina þeirra kvenna sem stóðu að menningar- vikunni. Þær í kvenfélaginu eru ekkert að tvínóna við hlutina! Reporter Bretiand Sadó-masókistískt kynlíf er glæpur þótt það sé stundað af fúsum og frjálsum vilja. Að þeirri niðurstöðu komst breskur dómstóll í nóvember sl. 15 karl- menn voru dregnir fyrir rétt í Old Bailey fyrir að iðka hörku- legri sex-leiki en gengur og ger- ist. Þeir höfðu af fúsum og frjálsum vilja hist innan veggja einkalífsins og iðkað S/M-leiki. Dómarinn ályktaði sem svo að ekki mætti rugla saman frelsi einstaklingsins og athöfnum sem að mati samfélagsins væru villi- mannlegar. Allir 15 voru fundnir 18 þjóðfrægir og jafnvel heims- ffægir breskir listamenn hafa op- inberlega látið í sér heyra og lýst yfir samkynhneigð sinni. Þeirra á meðal eru leikaramir Anthony Sher og Stephen Fry og kvikmyndaleikstjórinn John Schlesinger. Þetta er framlag þeirra til baráttunnar sem sam- kynhneigðir eiga í á Bretlandi eftir að ríkisstjóm Thatcher herti refsilögin fyrir nokkrum misser- um og bannaði fræðslu um sam- kynhneigð í skólum og á opinberum vettvangi með hinni illræmdu „Section 28“. Tilefnið í þetta skipti var það að kvikmyndaleikstjórinn Derek Jarman réðst opinberlega á einn af mestu leikurum Breta, homm- ann Ian McKellen fyrir að hafa þegið aðalstign að tillögu Thatcher-stjómarinnar. Ofan- nefndir listamenn lýsa yfir stuðningi við Sir Ian og kalla nafnbótina einstæðan virðingar- vott við mann sem ekki fer í fel- ur með það hver hann er. Lövetann

x

Samtökin '78 - Sjónmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - Sjónmál
https://timarit.is/publication/1490

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.