Samtökin '78 - Sjónmál - 15.05.1991, Page 7
Sjónmál
7
Af
vettvangi
félagsins
Opiö hús
Á Lindargötu 49 er opið hús
tvisvar í viku, mánudaga og
fimmtudaga milli kl. 20 - 23.
Óskað er eftir fólki á vakt til
að hita kaffi og taka á móti
þeim sem þama eru að koma í
fyrsta sinn. Það skiptir meira
máli en gömlu naglana í húsinu
gmnar að fá góðar móttökur
þegar fólk loks herðir upp hug-
ann og lætur sjá sig á Lindargöt-
unni til að nálgast aðra homma
og lesbíur.
Ungliöahreyfing
Ungliðar félagsins undir 26 ára
aldri hittast annað hvert sunnu-
dagskvöld á Lindargötu 49 -
uppfullir af vilja, orku og bjart-
sýni. Sjón er sögu ríkari og þeir
sem vilja blanda geði við ung-
liðana og hafa aldur til ættu að
láta sjá sig á sunnudagskvöldum.
Nánari upplýsingar eru gefnar í
símatíma Samtakanna á mánu-
dags- og fimmtudagskvöldum.
Sjálfstyrktarhópur
„Basisgrúppur“
Nú síðla vetrar tóku nokkrir fé-
lagsmenn höndum saman og
stofnuðu sjálfstyrktarhóp sem
hittist í húsakynnum félagsins
annað hvert sunnudagskvöld.
Aðalumræðuefnið er það að
koma úr felum. Það vefst fyrir
öllum eitthvert skeið ævinnar og
tekur langan tíma að leysa.
Suma tekur það ár og dag að
læra að lifa í sátt við sjálfa sig.
Því eins og þátttakendumir sjálf-
ir segja: „Vandamálin sem mæta
okkur eru óteljandi - pabbi og
mamma - systkini okkar - maki,
ef við höfum verið gift og eign-
ast böm - vinnustaðurinn -
leigusalinn og þar fram eftir göt-
unum. Við þurfum öll að styrkja
sjálfsmynd okkar í gagnkyn-
hneigðu þjóðfélagi og gæta þess
að festast ekki í ákveðnum hlut-
verkum sem heimurinn réttir að
okkur.“
Þau sem taka þátt í þessu
starfi segjast sækja jákvætt afl í
reynslu annarra og fá svör við
mörgum spumingum, því aðrir
eru að ganga í gegnum það
sama og maður sjálfur. Og ekki
síst segja þau það mikilvægt við
hópumræðuna að hún auðveldi
þeim að tjá líðan sína og tilfinn-
ingar varðandi eitt og annað í
reynslu homma og lesbía sem
maður hefur annars ekki mörg
tækifæri til að tala um.
Leitið nánari upplýsinga í
símatíma Samtakanna 78 á
mánudags- og fimmtudagskvöld-
um milli kl. 20 - 23.
AA fundir
AA fundir em haldnir í hverri
viku á Lindargötu 49, á þriðju-
dagskvöldum kl. 21. Þau kvöld
fer engin önnur starfsemi fram í
húsakynnum Samtakanna 78.
Fundimir em vel sóttir og þeim
fjölgar stöðugt sem telja sig eiga
erindi á Lindargötuna á þriðju-
dagskvöldum. Hér hittast al-
kohólistar á batavegi til að miðla
reynslu sinni, styrk og vonum.
Hér koma þeir sem eiga við
áfengis- og vímuefnavandamál
að stríða og eru þreyttir á því
oki sem víman leggur á menn.
Löngunin til að hætta að drekka
er eina skilyrðið fyrir þátttöku í
AA samtökunum og enginn
kemur fyrr en hann er sjálfur til-
búinn að horfast í augu við eigin
vanda. Nafnleyndin er hinn and-
legi gmndvöllur erfðavenja AA
samtakanna og félagar í AA
svara í síma 2 85 39 klukkutíma
fyrir fund. Þar þarf enginn að
segja til nafns frekar en hann
vill.
Bókasafn
Bókasafninu hefur borist mikið
af bókum upp á síðkastið. Það
er einkum að þakka örlátum
félögum sem hafa verið ósparir á
gjafir. Takk, örlátu félagar.
Af klassískum heimspekiritum
má nefna rit Platons, Gorgias,
Síðustu daga Sókratesar, Menon
og Samdrykkjuna. Þær voru
ritaðar um 400 f.Kr. en okkar út-
gáfur eru frá árunum 1959-1977.
Einnig hefur okkur áskotnast
ágætt safn leikrita í samantekt
Michael Wilcox sem einfaldlega
nefnast Gay Plays, 3. og 4.
bindi, svo og samantekt Phillip
Osment á vegum leikhópsins
Gay Sweatshop sem nefnist
Four Plays and a Company, en
þar er sögð saga þessa merkilega
leikhóps. Áhugafólk um leiklist
ætti því að hafa úr góðu að
moða á næstunni.
Af skáldsögum homma má
nefna Doing Business eftir
Jeremy Beadle, Cast the First
Stone eftir Chester Kimes, en
það er rómantísk ástarsaga sem
gerist í fangelsi og Enchanted
Youth eftir Richie McMullen
sem fjallar um vændi. Smá-
sagnasöfnin Fairy Tales Mother
Never Told You eftir Benjamin
Eakin og Gay Tales and Verses
Glaövakandi
Hrákur Pervert skrifar:
Eins og allir vita em til svartir smánarblettir á þjóð-
félaginu sem fara neðar öllu óeðli í siðgæði. Þeir hafa
bundið með sér samtök til þess að tæla ungt fólk í glötun og
þrælahald nautnarinnar. Þessi siðblinda gerir þá líkari hund-
um en mönnum í frumskógi kynvillunnar, þar blómstrar
syndin sem blindar fallna engla og hin ljótu böm Adams og
Evu.
Samt held ég undirritaður, eins og annað bjartsýnt fólk. að
ekkert sé svo slæmt að ekki fylgi því neitt gott. Jafnvel pest-
in stóra verður réttlæti syndanna, því guð skapaði heiminn en
ekki hommann. Homminn hefur alltaf verið réttdræpur á
bestu tímum mannkynssögunnar, t.a.m. í Hitler-Þýskalandi
nasismans og Viktoríutímanum í Bretlandi, sem lagði
sannkristið lífemi ofar öllu. Tímamir breytast ekki án þess að
marka eilíf spor á réttum stöðum, órjúfanlega minnisvarða
um fomar dýrðir og kirkjunnar sverð; menn sem vita muninn
á réttu og röngu, t.a.m. Amnesty Intemational.
Hommar, kynvillingar, öfuguggar og það versta, lesbíur,
eru í raun ekkert annað en þjóðfélagsleg niðurrifsstarfsemi í
hinu vestræna tölvuþjóðfélagi. Eins og geislavirkur vírus lifa
þau jafnt iðnbyltinguna sem gasofna Hitlers og lögmál
Gyðinga.
Athugasemd ritstjórnar:
íslandsdeild Amnesty Intemational neitar enn
að samþykkja samkynhneigða sem samviskufanga.
from the Arabian Nights í rit-
stjóm Henry M. Christman eru
líka komnar á safnið. Af öðmm
bókum nefnum við The Yage
Letters, það em bréfaskipti Wil-
liam S. Burroughs og Allen
Ginsberg 1953-1963. Einnig
kvikmyndahandrit eftir þann
fyrmefnda, The Last Words of
Dutch Schultz. Nautnastuldur
Rúnars Helga Vignissonar er
nýjasta íslenska bókin, en hún er
m.a. merk fyrir það að þar er
dregin upp trúverðug lýsing af
homma, líkast til fyrsta heiðar-
lega lýsingin í íslenskum bók-
menntum. Og í þeirri bók eru
Samtökin 78 í fyrsta sinn nefnd
á nafn í íslenskum skáldskap.
Svo minnst sé á hagnýta fé-
lagsfræði þá er sú gagnlega og
stórmerka bók Loving Someone
Gœy komin í nýrri og endur-
bættri útgáfu.
Því miður áskotnaðist safninu
bara ein lesbísk bók í maí. Það
er hin stórmerka bók Heritage
eftir Ritu Sackville West. Gerðar
hafa verið umfangsmiklar ráð-
stafanir til að bæta um betur því
að á næstu vikum er von á væn-
um pakka nýrra kvennabók-
mennta frá Bandaríkjunum sem
sérlegur innkaupandi safnsins þar
í landi útvegar okkur. Þá er á
næstunni fyrirhugað að bjóða til
sölu á safninu erótísk tímarit
fyrir karla og konur svo að sem
flestir ættu að láta sjá sig á safn-
inu ef þeir vilja fylgjast með því
sem á boðstólum er, því
upplagið er takmarkað.
Ný myndbönd eru nokkur,
Eldheita konan sem fjallar um
vændi karla og kvenna og
Kvennamál Richards sem er
lesbíumynd. Þá er Rocky Horror
komin í nýju eintaki að
ógleymdri hinni listilega góðu
tónleikaspólu með Michelle
Shocked, The Captain Swing
Revue.
Bókasafn Samtakanna 78 er opið
á mánudags- og fimmtu-
dagskvöldum.
Jákvæöi hópurinn
Jákvæði hópurinn er fyrst og
fremst ætlaður öllum HlV-já-
kvæðum einstaklingum en einnig
mökum þeirra, aðstandendum,
nánum vinum og þeim sem hafa
einlægan áhuga á að starfa með
hópnum. Til að tryggja trúnað
og nafnleynd þurfa aðrir en HIV
jákvæðir samþykki hópsins til
inngöngu.
Jákvæði hópurinn æskir fulls
samstarfs við heilbrigðisyfirvöld,
Félag áhugafólks um alnæmis-
vandann, Samtökin 78 og önnur
skyld félög innan lands og utan.
Markmið Jákvæða hópsins eru
meðal annars þau að gefa HIV-
jákvæðu fólki tækifæri til að
hittast á eigin forsendum í ör-
uggu umhverfi, að taka þátt í að
bæta aðstæður HIV jákvæðra al-
mennt - jafnt félagslega, heilsu-
farslega og pólitískt, að taka þátt
í að breiða út raunhæfar upplýs-
ingar um HlV-smit og hagi HIV-
jákvæðra.
Þeir sem vilja slást í hópinn
geta skrifað honum í pósthólf
9300, 129 Reykjavík.
Ö5
S
.1
88
£ tjh
& &
»9
a 5
a 2
o “
ö*
f
f
I
^O
^o
Oir
5
6
&
Oir
B"
S- a,
a a-
oa S
S.
st <2
a a
«,°s.
oa
s-e.
| g
5* o*
3 ÍS
S £
•ö-
ö,
S:
on
ö
3
S"
g*
a
a
ö
Oe
ö
o*
Öv
s
Ö
®*
a*
S"
ö<
*>».
a
R
»»-.
a
a