Samtökin '78 - Sjónmál - 15.05.1991, Síða 8

Samtökin '78 - Sjónmál - 15.05.1991, Síða 8
8 Sjónmál Kópavogur: Heiftarleg árás á rokkara eftir Veturliða Guðnason Þau eru allmörg fyrirtaekin sem gera út á trúna í trausti þess að menn telji það kristi- lega skyldu sína að styðja allt sem kennt er við guðsorð. Eitt þeirra er Krossgötur, lítið en harðduglegt fyrirtæki, sem gef- ur út plötur, bækur og barna- efni og tímaritið Abendingu. Starfsmenn þess fara inn á hvert heimili á landinu, að minnsta kosti einu inni á ári og láta í veðri vaka að þeir séu sannir Drottins sendiboðar. Blessun ráðherra og landlæknis - Styrkur frá 200 fyrirtækjum Þetta fyrirtæki er fjárhagslegur bakhjarl bókstafstrúarsöfnuðar, Krossins, sem vakti á sínum tíma athygli með harðorðum blaðagreinum gegn ályktun Þjóð- kirkjunnar um að samkynhneigð- ir mættu eiga samneyti við aðra krisma menn og hefur síðan hvað eftir annað dæmt homma og lesbíur til eilífrar kvalavistar í helvíti. Það hefur reyndar ekki farið fyrir bijóstið á öllum. Fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, Guð- mundur Bjamason, fyrrverandi forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson og landlæknir, Ólafur Ólafsson, eru meðal þeirra frammámanna sem hafa veitt söfnuðinum blessun sína með inngangsorðum í blöðum hans og bókum. Slíkt hlýtur að teljast glámskyggni hjá sóma- kærum embættismönnum, jafnvel þótt Krossinn reki hæli fyrir fíkniefnaneytendur og hafi sjálf- sagt flíkað því meira við þá en óhróðri sínum um venjulega borgara. Krossinn nýtur einnig stuðn- ings 200 fyrirtækja til að gefa út blað sitt og það verður fróðlegt að sjá hvort Hljómbær og Japis h.f. taka undir þá skoðun að rokk sé tónlist djöfulsins. Kölski rokkar, ríður og dópar I aðalgrein síðustu Abendingar er ein helsta tónlistarstefna nú- tímans, rokktónlist, bannfærð með öllu sem henni fylgir. Tón- listin sjálf, textamir, flytjendur og hlustendur - allt er þetta á valdi djöfulsins. Höfundurinn, bandarískur bókstafstrúarmaður, hefur greinilega staðgóða þekk- ingu á rokki því honum tekst að nafngreina obbann af vinsælustu rokkurum undanfarinna ára vest- an hafs og austan sem djöfla- dýrkendur (Bítlamir, Rolling Stones, Led Zeppelin, Black Sabbath, KISS, Daryl Hall (N’- Oates), kynbrjálæðinga, (Eagles, David Lee Roth, Motley Crue, Scorpions), homma, (David Bowie, Queen, Elton John, Mick Jagger) og vitaskuld alla sem eiturlyfjaneytendur (að viðbætt- um Yoko Ono, Bette Midler og Söfnuðurinn Krossinn helgar forsíðu og aðal- grein Abendingar svæsn- um áróðri gegn rokktónlist og fullyrðir að „rokk hafi alltaf verið tón- list djöfulsins Jimi Hendrix) og þar kemur líka eina framlag Islands - Bubbi Morthens. Takmörk Satans Best er að taka það skýlaust fram að hér er ekki verið að veitast að trúarhugmyndum þeirra Krossmanna. Kjósi þeir að trúa á tilvist einhvers konar per- sónugervings hins illa er það þeirra einkamál. Þó er vert að geta þess í leið- inni að djöfullinn hefur aldrei verið kenndur við jafnháleitt og merkilegt fyrirbrigði og tónlist, né hún við hann. Aldrei - frá því múrar Jeríkóborgar féllu að minnsta kosti - hefur músík, hvorki básúnukall, lúðraþytur né strengleikar af neinu tagi fylgt myrkrahöfðingjanum og ámm hans. Hitt er annað mál að flugna- höfðinginn getur auðvitað læðst í kvæði, hvað þá dans. Það vissi vor sæli Hólabiskup Jón helgi Ögmundsson og skyldi engan furða að heilögum manninum „líkaði ekki“ blautleg kvæði og reigileg með mansöngs sneiðingi, sámyrðum og sauryrðum og reyndi að banna þau. Klækilegar vísur, hæðilegar og óáheyrilegar héldu þó áfram að vera til og Ábending fer líka strax yfir í rokktexta, kveðskap, og það með vendingu sem fyrst virist vera sálfræðilegt heljar- stökk - þrefaldur „salto mortale“ - en fær samkvæmt viðtekinni heimsmynd á engan hátt staðist strax og að er gáð. Viljalaus verkfæri Ábending heldur því blákalt fram að með því að hlusta á rokktón- list fari menn „að dýrka djöful- inn án þeirra eigin vitundar eða eigin viljaákvörðunar; menn verða djöfladýrkendur án þess að gera sér grein fyrir því“. Þetta byggist á bragði, sem rakið er aftur til Aleister gamla Crow- leys, og nefnist „andsælis boð- skapur". Abending: „Andsælis boð- skapur er boðskapur, sem settur er inn á hljómplötur á leyndan hátt, þannig að þegar brot úr söngtexta er spilað afturábak má heyra allt annan boðskap. Þar sem menn eru vanir að spila plötur sínar „fram á við“ greinir meðvitund manna ekki þegar hún heyrir andsælis boðskap. Þar sem þessi boðskapur stöðvast ekki í meðvitundinni fer hann beint inn í undirmeðvitundina." Síðan er vitnað í sálfræðidokt- ora sem rannsakað hafa svokall- aðan „neðanmarkaboðskap“, þ.e. leiftursnöggar myndir sem bmgðið er upp á sjónvarpsskjá eða kvikmyndatjald hraðar en greint verður að fullu, og sagt frá því, sem satt er, að slíkt hef- ur áhrif. Því næst eru tilfærð hin ýms- ustu dæmi úr auglýsingaskmmi rokkaranna um að þeir hafí skellt einhverjum dónaskap aft- urábak inn á plötur sínar - sem vel má vera rétt. En ályktunin - að þetta sé sama fyrirbrigðið er auðvitað hreint bull. Sjái maður „Coca Cola“ ómeðvitað er vissulega hugsanlegt að maður kaupi frem- ur kók en pepsí en hve oft sem maður heyrir „Ðug re natas“, meðvitað eða ómeðvitað hefur það bókstaflega engin áhrif því það merkir ekki nokkum skapað- an hlut. Fyrst verður að snúa því við í „Guð er Satan“ og slíkar kúnstir iðkar undirmeðvitundin ekki. Skrattanum hefur þá vaxið fiskur um hrygg síðan á dögum Sæ- mundar fróða ef hann getur snú- ið sjálfum tímanum við. Óvenjuleg sveifla í skemmtanalífinu Skemmtun til styrktar alnæmissjúkum Fimmtudaginn 6. júní nk. er mikið um dýrðir á skemmti- staðnum Yfir strikið. Friðrik Weisshappel Jónsson, sem stóð fyrir miklu málverkauppboði í fyrra til styrktar þeim sem smitaðir em eða sjúkir af alnæmi, á aftur veg og vanda af þessari uppákomu. Drjúgum hluta af ágóða kvöldsins verður varið til félagslegrar hjálpar við alnæmissjúka. Kynnir kvöldsins verður Sigmundur Emir Rúnars- son. Allt undirbúningsstarf er unnið í sjálfboðavinnu og allir þeir sem eitthvað leggja af mörkum, gefa framlag sitt. Og allir borga aðgangseyri kvöldsins - líka skemmtikraftamir. Kvöldið hefst með herjans miklu uppboði. Þar verða boðin upp listaverk eftir Tolla, Hring Jóhannesson, Cheo Cmz, Daníel Magnússon, Megas og Sjón, svo nokkrir séu nefndir. Auk þess verður boðinn upp luftgítar Sykurmolanna ásamt texta lags- ins í frumriti að ógleymdum þeim gítar sem Bubbi Morthens hefur leikið á inn á fimm síðustu hljómplötur sínar - stórkostlegir gripir í einu orði sagt. Þá verður boðin upp þriggja vikna ferð fyrir tvo til Costa del Sol, hún er 150 þúsund kr. virði en seld hæstbjóðanda. Ekkert lágmarksboð fylgir farseðlunum. Páll Hjálmtýsson og Maríus Sverrisson taka létta sveiflu og loks leikur hljómsveitin Júpíters. Skemmtunin hefst kl 20.30 og aðgangseyrir er 500 kr. Einnig er gestum boðnir happdrættismiðar við innganginn. Aðeins er dregið úr seldum miðum og em góðir vinningar í boði, vænar úttektir á veitingahúsum og í hljómplötu- og tískuverslunum Reykjavíkur. Vice* And Versa. lamei f^ox. And íamoi. Fo*. See them all »n a film about fantasy. And reality.Vice. And versa. performance. Mick ja^ger. And M»ck lagger.

x

Samtökin '78 - Sjónmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónmál
https://timarit.is/publication/1490

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.