Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2020, Blaðsíða 36
Hneyksli á
gullaldarskeiði
Hollywood
Margt hefur breyst frá svokölluðu gullaldarskeiði
Hollywood, 1910 til 1960. Réttindi leikkvenna voru
lítil eða engin og viðhorf samfélagsins voru ólík
því sem við þekkjum í dag. En það skiptir ekki máli
hvaða áratugur er, í Hollywood eru alltaf hneyksli.
36 FÓKUS
JUDY GARLAND OG MEGRUNARPILLURNAR
MGM í Hollywood var eitt stærsta kvikmyndaver
Bandaríkjanna og eins og fram hefur komið voru yfir
menn óhræddir við að gera „það sem þurfti“ til að ná
árangri.
Judy Garland er örugglega hvað þekktust fyrir hlut
verk sitt sem Dorothy í The Wizard of Oz. Rödd hennar
var undurfögur og heillaði alþjóð snemma. Hún byrjaði
hjá MGM þegar hún var aðeins þrettán ára. Fljótlega
fóru yfirmenn MGM að tala um þyngd hennar og sögðu
að hún liti út eins og „feitur lítill grís“. Hún var sett í
megrun, og losnaði aldrei undan henni.
Yfirmenn kvikmyndaversins takmörkuðu kaloríufjölda
hennar svo svakalega að hún þróaði með sér átröskun.
Árið 1938 sagði yfirmaður hjá MGM að hún væri svo
feit að hún væri eins og skrímsli, hún var átján ára.
Hún fékk aðeins að innbyrða svart kaffi og kjúklinga
súpu, reykja 80 sígarettur og taka megrunarpillur til
að minnka matarlystina. Á þessum tíma voru þessar
pillur daglegt brauð hjá barnastjörnum. Þetta kom í
veg fyrir að hún þyngdist en í hvert skipti sem hún fékk
að hætta í megrun þá þyngdist hún. Yfirmenn fylgdust
vel með henni og öllu því sem hún borðaði eða drakk.
Hún varð háð pillunum og glímdi við átröskun allt sitt
líf. Hún dó aðeins 47 ára vegna ofskammts af svefn
lyfjum árið 1969.
DAUÐI NATALIE WOOD
Natalie Wood var ein hæfileika
ríkasta leikkona sem Hollywood
hafði séð. Hún hafði verið til
nefnd þrisvar til Óskarsverðlauna
þegar hún var 24 ára. Natalie lék
meðal annars í klassísku kvik
myndunum West Side Story og
Rebel With out a Cause. Því miður
var endi skyndilega bundinn á
líf hennar þegar hún var 43 ára.
Hún drukknaði í siglingu með
eiginmanni sínum, Robert Wag
ner. Upphaflega var hún talin hafa
látist af slysförum. En árið 2011 var
dánarorsök hennar breytt eftir að
skipstjórinn umrætt kvöld, Dennis
Davern, viðurkenndi að hann hefði
logið að lögreglu og sleppt því að
segja frá rifrildi hjónanna fyrr um
kvöldið. Lögreglan breytti dán
arorsök hennar í „ekki vitað“ (e.
undetermined). Árið 2018 fór systir
Natalie, Lana Wood, í viðtal í sjón
varpsþætti Dr. Phil og sagðist telja
Robert Wagner hafa orðið systur
hennar að bana.
KLÁMMYND JOAN CRAWFORD
Sagan segir að Joan Crawford
hafi leikið í ljósbláu myndinni
Velvet Lips áður en hún varð
stórstjarna hjá MGM. Kvikmynda
verið á að hafa sent hinn alræmda
„fixer“ Eddie Mannix til að finna
og eyðileggja filmurnar (e. nega
tives).
Það fer tvennum sögum um það
hvernig Eddie fór að þessu. Önnur
sagan segir að hann hafi ein
faldlega borgað fjórtán milljónir
króna fyrir filmurnar. Hin sagan,
sem er jafnframt mun skemmti
legri, segir að mafían hafi hjálpað
honum í samningaviðræðum um
filmurnar, og hann endað með að
borga þrjár og hálfa milljón fyrir
filmurnar með því að bjóða val
möguleikana að samþykkja boðið
eða vera skotinn.
Sama hvor sagan er sönn þá eru
til FBIskjöl um Joan sem stað
festa tilvist myndarinnar.
KVIKMYNDAVER NEYDDI LEIKKONUR Í ÞUNGUNARROF
Í gamla daga, sem eru gjarnan kallaðir gullöld Hollywood, voru leikarar
og leikkonur eign kvikmyndatökuvera. Eitt af því sem kvikmyndaverin
gerðu var að banna kvenkyns stjörnum sínum að giftast eða eignast börn.
Ef leikkonurnar urðu óvart óléttar þá neyddust þær til að gangast undir
þungunarrof, gegn óskum margra þeirra. Meðal þeirra voru Bette Davis,
Joan Crawford, Judy Garland, Tallulah Bankhead, Jeanette McDonald,
Lana Turner og Dorothy Dandridge.
Eitt frægasta dæmið er þegar Jean Harlow varð óvænt ólétt og stuttu
seinna hafði kvikmyndaverið fengið yfirmann sjúkrahúss til að taka á móti
Jean sem átti að „fá smá hvíld“. Hún gekkst undir þungunarrof. Móðir
Jean Harlow sagði eftirfarandi um þungunarrof dóttur sinnar: „Barn gat
beðið, en ekki ferillinn.“
Ævisöguritarinn Lee Israel skrifaði að leikkonan Tallulah Bankhead hefði
gengist undir „þungunarrof eins og aðrar konur fengu sér permanent“.
Ava Gardner gekkst einnig undir þungunarrof á vegum MGM. Rithöfundur
inn Jane Ellen Wayne vísaði í Övu Gardner í bókinni The Golden Girls of
MGM: „MGM hafði alls konar reglur og refsingar tengdar barneignum.
Hefði ég eignast barn þá hefði ég hætt að fá tekjur. Hvernig átti ég þá að
lifa?“
MYNDIR/GETTY
23. OKTÓBER 2020 DV