Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 23. OKTÓBER 2020 DV
sé ekki fyrir alla enda komi
gróft ofbeldi þar við sögu.
Bókin fékk fljótt mikið lof
og var strax byrjað að ræða
hversu myndræn hún væri
og fram komu hugmyndir um
að hún yrði að kvikmynd eða
sjónvarpsþætti. „Ég sagði
jafnvel fólki að vera ekkert
að lesa hana til að byrja með.
Hélt að þetta væri kannski
of mikið. En maður má ekki
hugsa það þegar maður skrif-
ar. Hvort þetta sé of mikið
fyrir fólkið í kringum mann.
Þá er maður búinn að missa
það.“
Stefán játar því að það sé til
umræðu að kvikmynda Nautið
og bækurnar um Hörð Gríms-
son. „Þetta tekur allt svo
langan tíma. Það liðu níu ár
frá því að Svartur á leik kom
út þar til að hún var frum-
sýnd sem kvikmynd. Hlut-
irnir gerast ekki hratt í kvik-
myndaheiminum en þetta var
rosalega skemmtilegt og það
á meira eftir að gerast,“ segir
Stefán og dregur seiminn.
Eins og til að minna sjálfan
sig á að allt tekur tíma – eða
til að kenna mér þolinmæði.
Kannski hvort tveggja.
Aðspurður hvort hann ætli
sér ekki að skrifa fyrir sjón-
varp, eins og eina skandinav-
íska glæpaseríu, þá lifnar yfir
honum. „Jú, það væri eitthvað
sem ég þarf að skoða. Skrifa
það í samvinnu við gott fólk.“
Þarna skín það í gegn.
Tregðan til að trana sér fram.
Hugsanlega tæmdist fram-
færnin á níunda áratugnum
þegar hann á þrautseigjunni
einni seldi fyrstu bækurnar
með handafli.
„Ég kannski skoða það.“
Hugrekkið má ekki yfir-
gefa þig þó að þér finnist gott
að vera einn. Þú getur unnið
með fólki þó að þú sért eins
og þú ert?
„Já já. Að vinna með fólki er
ekkert mál.“
En hvað?
„Það er meira í stórum hóp-
um sem ég vil geta komið mér
undan. Komið mér burt þegar
ég fæ nóg. Betra að vera gest-
ur en að vera með gesti.“
Ástin og heitu pottarnir
Á þessum nótum verður breyt-
ingin á honum allt í einu ljós.
Hafandi fylgst með Stefáni
Mána í næstum áratug er ljóst
að það er ein stór umbreyting.
Hingað til hefur hann blómstr-
að upp undir vegg, svörtum
blómum með blóðugum þyrn-
um sem gefa lítið af sér nema
einn veglegan knúpp á ári.
Í fyrsta skipti í áratug er
spennuvargurinn í sambúð.
Hann er ástfanginn – og það
upp fyrir haus af Önnu Lilju
Jóhönnudóttur. Alls ekki í
stíl við reiða glæpasagnahöf-
undinn.
„Við erum búin að vera
saman í eitt og hálft ár og búa
saman í sjö mánuði.“
Tónlistarmenn semja oft
allt öðruvísi í ástarvímu.
Skrifar þú öðruvísi hamingju-
samur?
„Nei, það er alltaf eins.“
Þú gafst út fyrstu ástar-
söguna þína í sumar, Mörgæs
með brostið hjarta. Bókin er
tileinkuð Önnu Lilju – heims-
endaástinni þinni?
„Ég skrifaði þá bók reyndar
2017 en góður punktur samt!
Ætli ástin hafi ekki blundað
innra með mér, svo fann ég
hana. Heimsendaástina mína
– sálufélaga minn. Heimsenda-
ást. Það er þema í mörgæsa-
bókinni. Tvær manneskjur
eftir á jörðinni. Hún er heims-
endaástin hans, og öfugt.“
Það eru 19 ár á milli Stefáns
Mána og Önnu Lilju en það
skiptir engu máli. Þau eiga
ákaflega vel saman, kannski
eins vel og mörgæsir sem velja
sér maka fyrir lífstíð.
Hvað er það f lippaðasta
sem þið gerið um helgar?
Hann hlær. „Flippaðasta?
Við erum oft að gera eitthvað
skemmtilegt. Förum mikið út
á land, göngum á fjöll og bara
eitthvað. Við erum furðu lík.
Tveir einfarar.“
Hann segir félagsþörf þeirra
beggja vera mjög takmarkaða
auk þess sem COVID-ástand-
ið hefur haft sín áhrif. „Það
er ekki eins og maður megi
stunda félagslíf eða fara á
mannamót hvort eð er. Það er
helst að maður fari í bíó, leik-
hús eða út að borða. Það er lítið
um það núna.“
Þú færð venjulega útrás fyrir
félagsþörfina í sundi?
„Nei, ég tala ekki við neinn
í sundi. Nema um daginn. Þá
kom strákur um þrítugt til mín
í heita pottinum. Hann bar það
dálítið með sér að hafa verið
mikið í ræktinni en var orðinn
aðeins svona mjúkur. Dálítill
bangsi. Hann gæti hafa verið
að koma af Hrauninu. Ég fékk
það á tilfinninguna. Hann
spurði hvort ég tryði á Jesú.
Við vorum bara tveir í pott-
inum. Ég sagði já. Þá spurði
hann hvort hann mætti blessa
mig. Og ég sagði já. Þá lagði
hann svona hendur á höfuðið
á mér og bringuna og fór með
einhverjar bænir. Ég bara
slakaði á og leyfði honum að
blessa mig. Og svo bara fór
hann. Ég hugsaði bara „fokk
it“. Ég var alveg sultuslakur.
Þetta voru falleg samskipti. Ég
er búinn að gleyma hvað hann
heitir.“
En annars talar þú ekki við
neinn í heita pottinum?
„Nei.“
Nærveran truflar
Stefán Máni er góðu heilli
ekki eins og fólk er flest. Ör-
lítið á skjön, jafnvel mikið.
Aldrei óþægilegur, frekar óút-
skýrður.
Er ljótt að fylgja megin-
straumnum?
„Nei, það er bara fallegt.
Ég geri bara það sem mig
langar. Ef mig myndi langa í
partí eða út að dansa myndi
ég gera það. En það bara
hvarflar ekki að mér. Ég verð
að geta sloppið í burtu. Ef ég
meika ekki meira.“ Hann
pírir augun.
„Þú skilur þetta ekki. Á
ákveðnum tímapunkti fara
raddir og nærverur að trufla
mann. Þá verður maður að
geta farið. Ég get fengið óþol
fyrir fólki. Mjög auðveld-
lega.“
Hans besti vinur er tröll-
vaxinn, með ryðrautt hár,
einrænn, svartklæddur frá
toppi til táar með gott hjarta
og býr innra með honum.
Hann heitir Hörður Gríms-
son og er aðalsögupersóna
átta bóka hans. Stefán Máni
kynnti Hörð fyrir lesendum
sínum árið 2009 í bókinni
Hyldýpi en Dauðabókin er
áttunda bókin um þennan
sérlundaða lögreglumann.
Það er ekki að undra að ein-
fari eins og Stefán búi sér til
vini sem hægt er að taka upp
og leggja frá sér þegar óþolið
gerir vart við sig. Samband
Stefáns Mána og Harðar er
einlæg vinátta en skilin eru
þó ekki alltaf skýr.
„Hann er inni í hausnum
á mér þessi maður. Hann er
bara til. Þegar ég er leiðin-
legastur þá er hann búinn að
taka yfir. Ég veit alltaf hvað
honum finnst. Ég get verið
andsetinn af honum. Ég ótt-
ast að ég hætti að skrifa og
verði búin að breytast í hann,
skapvondan fúlan karl.“
Það gerist ekki. Þú ert ást-
fanginn!
Heldurðu að þú eignist
kannski fleiri börn?
„Það er bara aldrei að vita,“
segir Stefán Máni með hlýju.
Skapvondi, fúli karlinn er
nefnilega svo helvíti nota-
legur. n
Stefán er meira sjarmerandi en hann kærir sig um. MYND/SIGTRYGGUR ARI
Það er meira í stórum hópum
sem ég vil geta komið mér
undan. Komið mér burt þeg-
ar ég fæ nóg. Betra að vera
gestur en að vera með gesti.