Fréttablaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 3 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 8 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 BúÚH! á meðan þú verslar Biti fyrir börnin VIÐSKIPTI Heilbrigðistæknifyrir- tækið Sidekick Health hefur tryggt sér 20 milljóna Bandaríkjadala fjármögnun, jafnvirði 2,8 millj- arða íslenskra króna, til þess að styðja við vöxt félagsins í Evrópu og Bandaríkjunum. Fjármögnunin er leidd af tveimur erlendum vísi- sjóðum, sérhæfðum í líftækni- og heilbrigðistæknifyrirtækjum, Well- ington Partners og Asabys Partners. „Núverandi hluthafar, Novator og Frumtak Ventures, tóku jafn- framt þátt í fjármögnuninni,“ segir Tryggvi Þorgeirsson, forstjóri Side- kick. Hann segir að markaður með fjar- heilbrigðisþjónustu hafi vaxið enn hraðar eftir að COVID-19 braust út. Fyrr á árinu greindi Sidekick frá milljarðasamningi við lyfjarisann Pfizer. – hvj / sjá Markaðinn Sproti fær þrjá milljarða króna Íslenska landsliðið tapaði 2-0 fyrir Svíum í undankeppni EM í fótbolta í gær. Íslenska liðið á tvo leiki eftir í riðlinum, annars vegar gegn Slóvakíu og hins vegar gegn Ungverjalandi um næstu mánaðamót. Íslenska liðið getur þó enn komist á EM á Englandi með því að enda í öðru sæti. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti í riðlunum níu fara beint í lokakeppnina. Þar er Ísland með fimmta besta árangurinn eins og sakir standa. Belgar eru með 18 stig, Austurríki og Ítalía koma þar á eftir með 15 stig hvort. Spánn og Írland eru með 13 stig líkt og íslenska liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA VIÐSKIPTI Hærri vextir á skulda- bréfamarkaði, sem hafa hingað til bitnað á lánskjörum hins opinbera og fyrirtækja, eru byrjaðir að hafa bein áhrif á heimilin í formi vaxta- hækkana á íbúðalánum. „Allir vextir á markaði miðast við ávöxtunarkröfu ríkisskulda- bréfa. Þegar hún hækkar hefur það keðjuverkandi áhrif á alla vexti í íslenskum krónum,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum Arion banka. Íslandsbanki ætlar að hækka vexti á húsnæðislánum í vikunni en hækkunin var rökstudd með vísan til hækkandi ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði sem hefur þokast upp undanfarna mánuði. Fá samanburðarlönd hafa horft upp á álíka hækkun ávöxtunarkröfu ríkis- skuldabréfa og Ísland. Vaxtahækkunina á skuldabréfa- markaði má rekja til óvissu um hvernig ríkið ætli að fjármagna gífurlegan hallarekstur næstu árin. Samkvæmt heimildum Markað- arins hefur Ásgeir Jónsson seðla- bankastjóri talað fyrir því innan stjórnkerfisins að undanförnu að ríkið ráðist í stóra skuldabréfaútgáfu erlendis. Slík útgáfa myndi minnka innlenda lánsfjárþörf ríkissjóðs og ætti að styðja við gengi krónunnar. Seðlabankinn boðaði kaup á ríkis- skuldabréfum fyrir allt að 150 millj- arða í mars, en þannig vildi bankinn tryggja að fjármagnsþörf ríkisins þrýsti ekki upp vöxtum. Frá þeim tíma hefur bankinn aðeins keypt ríkisbréf fyrir um 900 milljónir. „Ég held að það skilji fáir hvers vegna Seðlabankinn er ekki að beita uppkaupunum í meira mæli,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, for- stöðumaður efnahagssviðs SA. Hækkun vaxta getur torveldað hagkerfinu að komast í gegnum kór- ónakreppuna, að sögn Stefáns. „Ef ríkið ætlar að fjármagna stór verkefni sem hafa langan líftíma, þá ræðst ávöxtunarkrafan sem er lögð á svona verkefni af langtímavöxtum. Ef langtímavextir hækka þá er ljóst að færri framkvæmdir verða metnar arðbærar, ráðist verður í færri fram- kvæmdir en ella og færri störf verða sköpuð. Og okkur vantar aldeilis að skapa störf á Íslandi í dag,“ segir Stef- án Broddi. – hae, tfh / sjá Markaðinn Krafan farin að bíta í heimilin Hærri vextir á skuldabréfamarkaði farnir að bitna á heimilunum með vaxtahækkunum á húsnæðislánum. Getur torveldað hagkerfinu að komast í gegnum kreppuna. Seðlabankastjóri talar fyrir útgáfu erlendis. Allar skýringar væru til bóta því það er greinilega kominn óróleiki í markaðinn. Anna Hrefna Ingimundardóttir, for- stöðumaður efnahagssviðs SA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.