Fréttablaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 6
KÓPAVOGUR „Ég er búinn að vera með lélega mætingu í haust á bæjar- stjórnarfundi og gengst við því. Ástæðan er sú að ég er að stunda aðra vinnu líka,“ segir Guðmundur Gísli Geirdal, sjómaður og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Sig urbjörg Erla Eg ilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, gagnrýnir að Guðmundur Gísli sé við vinnu á sjó þegar hann eigi að vera á bæjar- stjórnarfundum. Hann hafi aðeins mætt á einn bæjarstjórnarfund af sjö frá því í júní. Sigurbjörg Erla segir að hann ætti að biðjast lausnar á meðan hann sé á sjó, slíkt séu ekki lögmæt forföll. Guðmundur Gísli telur það óþarfa að biðjast lausnar. „Það hitti svoleiðis á í haust að ég þurfti að vera á sjó þegar það voru fundir, ég kallaði inn ágætis varamann. Ég myndi aldrei sleppa fundi til að taka frí,“ segir hann. „Ég bauð mig fram sem sjómaður í bæjarstjórn, það vissu það allir að ég ætlaði ekki að hætta í þeirri vinnu til að gera bæjarfulltrúa- starfið að aðalstarfi.“ Hann siglir frá Þórshöfn en hann sé í góðu sambandi við aðra full- trúa og sinni starfinu þó hann geti ekki mætt á fundi, þá sé símasam- bandið úti á sjó þess eðlis að erfitt sé að vera þar á fjarfundum. Dregur hann einnig í efa að þegar upp sé staðið sé hann með verri mætingu en aðrir. „Ég viðurkenni alveg að ég þarf á þessari vinnu að halda, ég hef ekkert aðra vinnu og lifi ekki á 300 þúsund kalli sem bæjarfulltrúi. Nú er ég á leiðinni í land og fer líklegast ekki aftur á sjó fyrr en í maí, þannig að þessir haustmánuðir skipta mig máli,“ segir Guðmundur Gísli. „Ef allir eru sammála því að það megi ekki sleppa fundi vegna vinnu þá eru skilaboðin þau að þú getir ekki fengið sjómann í þetta starf.“ – ab Hlusta.is Hljóðbókasafnið þitt Alltaf við höndina "beatles" by jacilluch CC 2.0 SKIPULAGSMÁL „Við ætlum fyrst og fremst að taka þetta í rólegum skrefum,“ segir Ásgeir Einarsson, einn eigenda Gíslabæjar á Hellnum, um áformaða uppbyggingu ferða- þjónustu á jörðinni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær felur auglýst breyting á aðal- skipulagi á Hellnum meðal annars í sér að hægt verður að reisa átta 40 fermetra ferðaþjónustuhús ofan vegar við Gíslabæ og 1.200 fer- metra hótelbyggingu á lóð neðan vegar. Á neðri lóðinni er þegar heimild fyrir slíku byggingar- magni, þótt það sé ekki skilgreint undir gistiþjónustu. Harðar gagnrýnisraddir eru uppi vegna þessara áforma eins og sagt var frá í gær. Ásgeir segir sér sýnast athugasemdirnar að miklu leyti byggðar á misskilningi. „Meiningin er að byrja hægt með smáhýsum fyrir ofan veg og meta eftirspurnina. Þá sjáum við hvort það er þörf á veitingum og þess háttar og þá getum við tekið upplýsta ákvörðun um það hvað á að gera fyrir neðan veg,“ útskýrir Ásgeir. Hann bendir á að skipu- lagsvinna sé dýr og þess vegna séu báðir reitirnir inni í myndinni. Ásamt Kristjáni bróður sínum og föður þeirra, Einari Ásgeirssyni, kom Ásgeir á fót og rekur gisti- þjónustuna Blackbeach Suites í Vík í Mýrdal. „Eins og flest ferðaþjónustufyrir- tæki höfum við ekki mikið á milli handanna og þess vegna er mikil- vægt að gera þetta á hagkvæman hátt,“ segir Ásgeir. Hann áttar sig illa á því hvers vegna gefið sé í skyn að þeir feðgar séu hluti af einhverjum peningaöflum. „Fólk sem þekkir okkur og las þetta hló mikið. Við erum ekki f járfestar heldur rekstrarmenn sem stöndum á gólfinu allar vaktir. Mér finnst dálítið illa þarna vegið að verkefninu og við kannski vera svolítið misskildir. Það eru engin peningaöf l að fara af stað með massífar hótelframkvæmdir. Þetta á að byggjast upp á löngum tíma,“ ítrekar Ásgeir. Að því er Ásgeir segir er ekkert launungarmál að reitur fyrir neðan veg hafi að miklu leyti verið for- sendan fyrir kaupum þeirra á Gísla- bæjarlandinu í fyrra. „Þetta er f lott lóð sem þegar er skipulögð sem verslunar- og þjón- ustureitur. Það lá fyrir að þarna gæti risið bygging,“ segir Ásgeir sem aðspurður segir enn of snemmt að ákveða nákvæmlega hvernig verði byggt á Gíslabæ. „Það hefur aldrei staðið til hjá okkur að gera eitthvað sem fellur ekki í kramið hjá fólki þarna í kring. Það er rekstur þarna fyrir og þetta á bara eftir að efla hann. Vonandi verður svæðið sterkara fyrir vikið,“ segir Ásgeir. Eftir helgi verður fjarfundur á vegum Snæfellsbæjar um aðal- skipulagsbreytinguna. Þar verða hagsmunaaðilar fyrir svörum og allir geta borið upp spurningar. „Við hlökkum til að taka þátt og ræða allar athugasemdir. Vonandi finnst góð og farsæl lausn. Það var alltaf forsendan að þetta falli vel í byggðarlagið,“ segir Ásgeir Blackbeach Suites þeirra feðga í Vík í Mýrdal byggir á hótelíbúðum og hosteli og er á sínu þriðja rekstr- arári. „Það hefur gengið mjög vel og við vildum endurtaka leikinn á öðru svona skemmtilegu svæði,“ segir Ásgeir Einarsson. gar@frettabladid.is Hlakkar til að útskýra áform um hótelbyggingu á Hellnum Eigandi Gíslabæjar á Hellnum segir óvíst að hótel rísi þar, þótt það verði heimilað í aðalskipulagi. Byrja eigi á rekstri smáhýsa og meta svo grundvöllinn fyrir frekari uppbyggingu. Hann segir gagnrýni á verk- efnið til þessa byggða á misskilningi og hlakkar til að svara fyrir málið á fundi á vegum Snæfellsbæjar. Hellnar eru vinsælt svæði og rómað fyrir náttúrufegurð. Land Gíslabæjar er til vinstri á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mér finnst dálítið illa þarna vegið að verkefninu og við kannska vera svolítið misskildir. Það eru engin peningaöfl að fara af stað með massífar hótel- framkvæmdir. Ásgeir Einarsson, einn eigenda Gíslabæjar Sjómennska ekki ástæða til að biðjast lausnar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjar- fulltrúi Pírata í Kópavogi BJÓR Danski bjórframleiðandinn Carlsberg birti í gær fjárhagslegt uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórð- ung en þar kemur fram að bjórsala til Kína og Rússlands er að bjarga fyrirtækinu frá algjöru hruni vegna kórónaveirufaraldursins. Carlsberg er þriðji stærsti bjór- framleiðandi heims og framleiðir einnig önnur þekkt vörumerki eins og Kronenbourg, Baltika og Holsten. Carlsberg býst jafnvel við, ef fram heldur sem horfir, að skila hagnaði á árinu 2020, eitthvað sem var ekkert endilega í kortunum í upphafi COVID-faraldursins. Í yfirlýsingu danska bjórrisans kemur fram að bjórsala á börum og veitingastöðum hefur farið niður um fimmtung á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tíma árið 2019. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um meira en 20 prósent síðan í janúar á þessu ári. – bb Kínamarkaður bjargar danska bjórrisanum BANDARÍKIN Lögreglan í Fíladelfíu í Bandaríkjunum skaut 27 ára gaml- an blökkumann til bana á mánudag eftir að hann neitaði að sleppa hníf sem hann var með og kom ógnandi að lögreglumönnunum. Miklar óeirðir urðu í borginni í kjölfarið en samkvæmt yfirlýsingu lögregl- unnar slösuðust 30 lögregluþjónar í óeirðunum og voru tugir óeirða- seggja handteknir. Talsmaður lögreglunnar sagði að lögreglan hefði verið kölluð til vegna Walter Wallace yngri sem væri með hníf á götum Fíladelfíu. Honum hafi verið skipað að sleppa kutanum en þess í stað kom Wal- lace askvaðandi að lögregluþjón- unum sem skutu hann margsinnis. Honum var ekið á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Blaðið The Philadelphia Inquirer segir að mikill mannfjöldi hafi safn- ast saman í borginni í gær og urðu töluverðir pústrar milli mótmælenda og lögreglunnar. Kveikt hafi verið í lögreglubíl og rúður brotnar í versl- unum og þær rændar. Einn lögreglu- þjónn fótbrotnaði en aðrir slösuðust við að fá steina og annað brak í sig. Ættingjar Wallace hafa furðað sig á því af hverju hann var skotinn til bana og spyrja af hverju lögreglan notaði ekki raf byssu. Hann hafi verið veikur á geði og ekki gert flugu mein. Foreldrar hans kölluðu eftir réttlæti fyrir son sinn. Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, sagði að hann myndi senda hermenn til Fíladelfíu ef þess þyrfti til að koma böndum á óöldina. – bb Miklar óeirðir í Fíladelfíuborg Mótmælandi og lögreglumaður eiga samskipti. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 2 8 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.