Fréttablaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 40
Okkar ástkæri bróðir,
Halldór Agnar Jónasson
sjómaður frá Skálavík,
lést miðvikudaginn 21. október á
sjúkrahúsinu á Ísafirði.
Útförin fer fram frá Hólskirkju,
laugardaginn 31. október klukkan 14.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir
viðstaddir. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Þorbjörg Maggý Jónasdóttir
Gylfi Jónasson
og fjölskyldur þeirra.
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jakob Jakobsson
fiskifræðingur,
lést á Landspítalanum
fimmtudaginn 22. október.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 29. október, klukkan 15.
Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur
viðstaddir en athöfninni verður streymt á YouTube
(https://youtu.be/dmW4ostWU-U)
undir Útför Jakobs Jakobssonar. Þeim sem vilja minnast
Jakobs er bent á Hjálparstofnun kirkjunnar.
Margrét Elísabet Jónsdóttir
Sólveig Jakobsdóttir Jón Jóhannes Jónsson
Oddur S. Jakobsson Hólmfríður Friðjónsdóttir
Auðbjörg Jakobsdóttir Sigurður Á. Sigurbjörnsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur frændi okkar og vinur,
Stefán G. Stefánsson
frá Kalastöðum,
lést þriðjudaginn 20. október á
Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 29. október kl. 13.00.
Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu
aðstandendur og vinir viðstaddir, en athöfninni verður
streymt frá Akraneskirkju á slóðinni www.akraneskirkja.is.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunar- og
dvalarheimilið Höfða.
Aðstandendur.
Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Randver Gunnar Karlesson
Norðurgötu 35,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð
föstudaginn 23. október.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju, fimmtudaginn
5. nóvember, klukkan 13.30. Í ljósi aðstæðna munu
einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir
athöfnina. Athöfninni verður steymt á Facebook-síðu:
Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - Beinar útsendingar
Elísabet Randversdóttir Ólafur Steinarsson
Karles Randversson Kristbjörg Egilsdóttir
Inga Randversdóttir Sævar Björnsson
Arnbjörn Randversson Þorgerður Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Valdimar Jónsson
skipasmiður og
fv. yfirlögregluþjónn,
lést í faðmi ástvina sinna á heimili sínu í
Hafnarfirði, föstudaginn 23. október 2020.
Útförin verður auglýst síðar.
Aðalheiður Halldórsdóttir
Jóhanna Valdimarsdóttir Grétar Örn Marteinsson
Anna Valdimarsdóttir Guðmundur Örn Jónsson
Halldóra Klara Valdimarsdóttir Jónatan Guðnason
Margrét Guðrún Valdimarsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Ólafur Guðmundsson
Hrafnistu,
Laugarási,
lést þann 22. október síðastliðinn.
Arngrímur Fr. Ólafsson
Ásta Ólafsdóttir Vignir Jónsson
Einar Ólafsson Gunnhildur Stefánsdóttir
Sveinn Ólafsson
og barnabörn.
Okkar ástkæri
Róbert Trausti Árnason
fv. sendiherra
og forsetaritari,
lést á líknardeild Landspítalans,
föstudaginn 23. október síðastliðinn.
Útförin verður auglýst síðar.
Klara Hilmarsdóttir
Kristján Þórðarson Soffía Rúna Jensdóttir
Hilmar Þórðarson Rannveig Jóhannsdóttir
Klara Rún Hilmarsdóttir Friðrik Þór Hjálmarsson
Baldur Freyr Hilmarsson
Embla Rós Friðriksdóttir
Bíddu aðeins, ég ætla að fá mér kaffibolla meðan ég spjalla við þig,“ segir Finnur Sigurbjörnsson, skipstjóri á togaranum Múlabergi SI 22 og hellir upp á. Hann er í
haustralli fyrir Hafrannsóknastofnun,
staddur út af Faxaf lóa – í kaldaskít –
þegar hann svarar símanum.
Um borð eru tuttugu manns, þar af
sjö frá Hafró, að rannsaka hvað fiski-
stofnarnir hafa af fæðu á grunnslóð og
hvernig nýliðun reiðir af. „Það er skoðað
í kviðinn á þessum kvikindum, þar er
ekki alltaf mikið,“ lýsir Finnur. „En smá-
vegis var af loðnu úti fyrir Norðvestur-
landi, sums staðar voru þorskseiði og
svo síld og rækja. Við fáum náttúrlega
allar tegundir, það er svo smár möskvi
sem við notum. Við toguðum fyrir utan
Reykjavík og einn um borð taldi að þar
myndi ekkert koma upp nema spraut-
unálar og bíldekk.“
Dróguð þið ekki upp eldgamlan
planka austur í Fáskrúðsfirði? „Jú,
Albert Eiríksson matgæðingur var í
sambandi við mig í gær og fullyrðir að
stykkið sé úr annarri hvorri skútunni
sem fórust þarna 8. maí 1910. Við erum
með þennan forngrip um borð, hann
verður sendur austur þegar við komum
í land.“
Voru á leið í Staðarskála
Eins og sjá má á vefnum skip.hafro.is
hefur Múlabergið meðal annars farið
inn í þrönga firði eins og Hrútafjörð.
Þegar ég hef orð á því hlær Finnur og
segir. „Já, við vorum bara á leið í Staðar-
skála. Fórum líka inn í Mjóafjörð fyrir
austan, skruppum þar inn að Eyri. Það
er dálítið sérstakt að vera í svona fjöru-
ferðum! Ég er búinn að fara í nokkur
vorröll, þetta er enn skemmtilegra. Svo
höfum við farið langt út á milli, vorum
107 mílur austur af Reykjanesinu í
fyrradag, ekki veit ég hvort það á teljast
grunnslóð.“
Vindur fór í 34 metra
Ferðin byrjað í heimabænum Siglufirði
10. október, þaðan var stímt vestur fyrir
Horn og svo austur með ströndinni, að
sögn Finns. „Það gekk rosa vel fyrstu
vikuna, sól og blíða alla daga. Við höfum
verið heppin með veður nema einn sól-
arhring í grennd við Vestmannaeyjar,
þegar vindur fór í 34 metra.“
Nú sér Finnur fyrir endann á túrnum
í vikulokin, ef veður leyfir. Síðasta stöð
af 180 er inni í Jökulfjörðum. Þaðan
verður siglt til Siglufjarðar aftur. En
hvað þá tekur við? „Það er planið að fara
aftur á djúprækju í nokkar vikur, svo er
bara bolfiskur í troll eftir það fram að
páskum,“ svarar hann. „Nema við förum
á vorrall í febrúarlok.“
gun@frettabladid.is
Dálítið sérstakt að vera
í svona fjöruferðum
Finnur Sigurbjörnsson er í brúnni á togaranum Múlabergi SI 22 frá Siglufirði, sem er í
haustralli fyrir Hafrannsóknastofnun, ýmist á rúmsjó eða uppi í landsteinum. Auk þess
að stjórna skipinu fylgist hann með smáfiskum og fornminjum dregnum úr djúpunum.
Við toguðum fyrir utan Reykja-
vík og einn um borð taldi að þar
myndi ekkert koma upp nema
sprautunálar og bíldekk.
„Ég er búinn að fara í nokkur vorröll, þetta er enn skemmtilegra,“ segir Finnur skipstjóri á Múlabergi. MYND/AÐSEND
2 8 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT