Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2020, Qupperneq 3

Fréttablaðið - 13.11.2020, Qupperneq 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 4 2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 1 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Hræðilega svekkjandi 1-2 tap gegn Ungverjum var niðurstaðan í Búdapest í gær og er þar með ljóst að íslensku hetjurnar fara ekki á þriðja stórmótið í röð. Íslendingar náðu forystu á ell- eftu mínútu eftir glæsilegt aukaspyrnumark Gylfa Sigurðssonar. Þegar stutt var til leiksloka náðu Ungverjar að jafna leikinn og tryggja sér svo sigur í uppbótartíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY + www.hekla.is/audisalur Vinsæli fjórhjóladrifni rafbíllinn Verð frá 8.890.000 kr. Dæmi um búnað: 20” álfelgur, loftpúðafjöðrun, íslenskt leiðsögukerfi, hiti í stýri *Bíll á mynd er Advanced S-line UMHVERFISMÁL Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverf is- og auð lindaráðherra, hyggst leggja fram frumvarp í desember þar sem Endurvinnslunni verður gert kleift að endurvinna gler. Fram til þessa hefur gler, þar á meðal glerumbúðir utan um drykki, ekki farið til endurvinnslu hér á landi. Samkvæmt Evróputil- skipun er skylda að endurvinna minnst 60 prósent af gleri og fer hlutfallið upp í 75 prósent árið 2035. „Við stöndum okkur mjög vel í öðrum drykkjarvöruumbúðum, en ekki þegar kemur að glerinu . Ég er nú með í bígerð lagafrumvarp þar sem við erum að gera Endurvinnsl- unni kleift að fara í endurvinnslu á gleri. Það þarf að hækka umsýslu- gjald til þeirra til að það sé hægt. Ég hyggst ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur,“ segir Guð- mundur Ingi. Ítarlega hefur verið fjallað um málefni úrgangs síðustu misseri. Stór hluti plasts er ekki endurunn- inn heldur sendur til Svíþjóðar þar sem plastið er brennt. „Sumt plast er óendurvinnanlegt og þá er betra að brenna það en að urða, en það mikilvægasta er að það sem raun- verulega getur farið í endurvinnslu af plasti fari í endurvinnslu. Annað er óásættanlegt.“ Leggur hann áherslu á gagnsæi þegar kemur að því hvar úrgangur endar. „Það er grundvallaratriði að við vitum í hvaða farveg sá úrgangur fer. Ég hyggst ræða það við Úrvinnslu- sjóð.“ – ab / sjá síðu 8 Vill að gler verði endurunnið Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp sem opnar dyrnar að endurvinnslu á gleri hér á landi. Hann leggur áherslu á gagnsæi þegar kemur að farvegi úrgangs. Skerpt verður á því með Úrvinnslusjóði. Það þarf að hækka umsýslugjald til þeirra til að það sé hægt. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra SKIPULAGSMÁL Reykjavíkurborg mætir enn andstöðu vegna áforma um smáhýsi fyrir skjólstæðinga velferðarþjónustu sinnar. Faxa- flóahafnir leggjast gegn því að fimm slík smáhýsi rísi á bílastæði við hlið Sorpu úti á Granda og segja að til- lagan hafi verið unnin án vitneskju eða aðkomu hafnarinnar sem sé andstætt verklagi sem gilt hefur á eignarlandi hafnarinnar. Tvö félög sem eiga hagsmuni á Klettssvæðinu við Laugarnes mótmæla síðan að jafnmörg smáhýsi rísi við Héðins- götu. Lögfræðingar eiganda lóða á síðarnefnda staðnum segir borgina sýna af sér óbilgirni. – gar / sjá síðu 6 Mótmæla smáhýsum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.