Fréttablaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 13
Guðmundur
Steingrímsson
Í DAG
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Skemmtilegasta
spurning dagsins ...
HVAÐ ER Í
MATINN?
Íslensku menntaverðlaunin hafa nú verið endurvakin. Þau voru stofnuð af Ólafi Ragnari Gríms-
syni og fyrst veitt 2005. Því miður
lögðust þau af skömmu eftir hrun
þegar bakhjarlar þeirra gátu ekki
lengur stutt við þau. Um nokkurt
skeið hefur áhugahópur skólafólks
unnið að því að koma þeim á fót að
nýju og nú hefur það tekist með
fulltingi forseta Íslands, Guðna Th.
Jóhannessonar, og öf lugum stuðn-
ingi Lilju Alfreðsdóttur, mennta-
og men n i ng a r má l a r áðher r a ,
og Sigurðar Inga Jóhannssonar,
samgöngu- og sveitarstjórnarráð-
herra. Alls koma 15 aðilar að verð-
laununum; háskólar, stofnanir og
félög sem tengjast menntakerfinu
og mynda þau viðurkenningar-
ráð. Ráðið tilnefndi á alþjóðlega
kennaradeg inum, 5. október,
framúrskarandi skóla, kennara
og þróunarverkefni til verðlaun-
anna, fimm í hverjum f lokki. Til-
nefningarnar tengjast jafnt leik-,
grunn- og framhaldsskólastigi,
formlegri menntun og óformlegri,
bóknámi, verknámi, listnámi og
félagsstarfi. Fjölbreytnin er raunar
beinlínis heillandi eins og sjá má á
vefsíðu verkefnisins: skolathroun.
is/menntaverd laun/
Markmið verðlaunanna er að
vekja athygli samfélagsins á metn-
aðarfullu og vönduðu skóla- og
frístundastarfi með börnum og
unglingum og hefja það til vegs og
virðingar.
Er þörf á því að verðlauna
framúrskarandi skóla- og
frístundastarf?
Einhver kann að spyrja um þörfina
á enn einum verðlaununum. Því
er til að svara að kennsla og önnur
uppeldisstörf hafa aldrei verið
mikilvægari. Væntanlega hefur
flestum orðið þetta enn betur ljóst
nú síðustu misserin. Það er ærin
ástæða til að vekja oftar og meiri
athygli á kennarastarfinu og öðrum
uppeldisstörfum. Ljóst er að þessar
stéttir starfa undir vaxandi álagi og
til þeirra eru gerðar auknar kröfur.
Nefna má mikilvægar væntingar
til þess að komið sé til móts við
þarfir allra nemenda í almennum
skólum, þróun skólans í fjölmenn-
ingarsamfélagi sem er afar krefjandi
viðfangsefni, hraða þróun í tölvu-
og upplýsingatækni sem krefst
stöðugrar og mikillar endurmennt-
unar, að ekki sé minnst á breytingar
á námskrá og námsefni. Við þurfum
sem samfélag að sýna að við metum
þessi störf mikils.
Hvað gerðu Finnar?
Þetta tókst Finnum. Þeir breyttu
viðhorfum til kennarastarfsins.
Þar er nú hörð samkeppni um að
komast að í kennaranámi og kom-
ast miklu færri að en vilja. Finnska
menntakerfið vekur athygli um
allan heim fyrir árangur, metnað
og nýsköpun. Lykillinn að því er
áreiðanlega sá að þeim tókst að
breyta viðhorfum til kennslu- og
uppeldisstarfa.
Til stóð að af henda Íslensku
menntaverðlaunin á Bessastöðum
13. nóvember, en aðstæður valda
því að það verður ekki hægt en
verður gert með öðrum hætti. Við
hvetjum ykkur til að fylgjast með,
samfagna og gleðjast yfir þeim
metnaði sem einkennir það starf
sem tilnefnt hefur verið og verðlaun
hlýtur. Í honum birtast þau viðmið
sem okkur þykja eftirsóknarverð og
við eigum að keppa að.
Íslensku
menntaverðlaunin
endurvakin
Gerður Kristný
formaður
viðurkenning-
arráðs Íslensku
menntaverð-
launanna
Ingvar
Sigurgeirsson
verkefnisstjóri
Síðastliðin vika einkenndist af tveimur stórum viðburðum sem eiga eftir að valda miklum straumhvörfum
í náinni framtíð. Annar var sá, að þau
Joe Biden og Kamala Harris unnu sigur
á Donald Trump og þótt hann neiti að
viðurkenna það, þá er sá þrjótur sem sagt
á útleið og allt hans fólk. Ég horfði á þetta
gerast á CNN, þegar Biden vann Penns-
ylvaniu eftir langdregna talningu. Slík
var geðshræringin að virðulegir pólitískir
greinendur fóru að hágráta. Í gegnum
ekkasog stjórnmálaskýrandans Van
Jones mátti greina þessi skilaboð sem við
hjónin tókum heilshugar undir heima í
stofu, og gátum satt að segja ekki annað
en fellt tár yfir sjálf: Núna, þegar Trump
fer, með góðu eða illu, verður auðveldara
fyrir foreldra að segja börnum sínum hvað
er rétt og hvað er rangt. Sem sagt: Hefði
Trump unnið, þá hefði það verið bakslag
fyrir alla viðleitni fólks um allan heim til
þess að hafa viss grundvallarsiðferðisgildi
í hávegum, gagnvart börnum sínum og
öðrum. Ekki ljúga. Ekki svíkja. Ekki ala á
ófriði. Ekki sýna fólki vanvirðingu. Ekki
vera siðlaus egóisti.
Svona geta stjórnmál haft mikil áhrif.
Það skiptir miklu máli hverjir eru í stjórn-
málum. Hverjar fyrirmyndirnar eru. Hver
gildin eru. Forsetakosningarnar í Banda-
ríkjunum voru fyrst og fremst kosningar
um persónuleika og gildi. Eldri maður,
þekktur að samhygð, sanngirni, heiðar-
leika og pólitískri brúarsmíði var kjörinn í
stað helstirnis, sem úðar illsku yfir heims-
byggðina til þess að komast í fréttir. Kjör
Bidens og Kamölu sýnir að enn er von.
Bara eitt dæmi: „Velkomnir aftur,“ sögðu
vísindamenn heimsins við bandaríska
kollega sína á Twitter. Bandarískir vís-
indamenn geta núna aftur óhindrað tekið
þátt í baráttunni við loftslagsvána, ásamt
öllum hinum, eftir að hafa verið kippt
aftur til miðalda af Trump. Það munar
um bandaríska þekkingu og hæfni á hinu
alþjóðlega sviði.
Og á meðan Trump var upptekinn við
að neita að viðurkenna ósigur sinn —
talandi um gildi sem fólk reynir almennt
að hafa í hávegum í uppeldi barna — og
hans fólk var haldandi blaðamannafundi
á bílastæðum fyrir utan kynlífshjálpar-
tækjabúðir í úthverfum, hótandi grand-
vöru talningafólki lögsóknum hægri,
vinstri, þá gerðist hinn stórviðburðurinn.
Yfir þeim viðburði var svolítið annað
yfirbragð en hinum fyrri. Ekki jafnmikil
dramatík. Engin átök milli stríðandi póla.
Bara fólk að störfum.
Það er merkilegt stundum með stórvið-
burði. Það er eins og sumir þeirra gerist
einhvern veginn allt í einu, fullkomlega
eðlilega og með hægð, rétt eins og þegar
sólargeisli brýst stundarkorn gegnum
skýjaþykkni, og maður staldrar við og
brosir. Heimsbyggðin hefur beðið eftir
bóluefni við COVID. Í byrjun vikunnar
kom bóluefni við COVID. Og f leiri eru á
leiðinni.
Það er risaviðburður. Eins og með hinn,
þá eykur þessi viðburður líka von, ekki
bara vegna sérlega ánægjulegs innihalds
tíðindanna, heldur líka vegna fólksins sem
á í hlut. Ég þekki þau auðvitað ekki, en af
fréttum að dæmi virðast hjónin dr. Ugur
Sahin og dr. Özlem Türeci vera einstakt
fólk. Þau eru tyrkneskir innflytjendur í
Þýskalandi. Þau stofnuðu og eiga fyrir-
tækið BioNTech, sem í vikunni tilkynnti
bóluefnið ásamt lyfjarisanum Pfizer. Þegar
tíðindi bárust um að bóluefnið virkaði í
90% tilvika munu þau hjónin hafa fagnað
með því að blanda sér tyrkneskt te. Og svo
fóru þau víst aftur að vinna.
Þau eru forrík. Þau byggðu upp fyrir-
tæki sitt í líftækniiðnaði úr engu nema
þekkingu sinni. Þau búa hins vegar í lítilli
íbúð nálægt vinnunni ásamt unglings-
dóttur sinni og hjóla í vinnuna á hverjum
degi. Þau eiga engan bíl.
Fegurðin er mikil. Úti um allt Þýska-
land og Evrópu öskra og æpa nýnasistar
og hvítrasistar um að innf lytjendur séu
skraðræði og að loka eigi löndum og í
Bandaríkjunum læsti Trump innf lytj-
endabörn inni í búrum til að framfylgja
þannig hatursboðskap, og þá gerast svona
viðburðir, svona eins og veröldin öll,
örlögin, náttúran, sagan og lífið hvísli í
einni andrá í eyrað á öllu þessu æsinga-
fólki: Þið hafið rangt fyrir ykkur í for-
dómum ykkar og hatri. Þið munið alltaf
hafa rangt fyrir ykkur.
Tyrkneskir innf lytjendur í Þýskalandi,
hjón, fundu upp bólefnið við COVID. Og
það sem meira er: Þau gerðu það í sam-
starfi við Grikkja. Hann heitir Albert
Bourla og er yfirmaður Pfizer. Í æsinga-
heimum eiga Grikkir og Tyrkir í lang-
varandi deilum um eitthvað sem enginn
man hvað er. Í raunheimum venjulegs
fólks starfar það saman og leitar lausna
við ógnarstórum sammannlegum vanda.
Svona geta dagarnir aukið manni von.
Rauði þráður stórtíðandanna beggja
vegna Atlantsála snýst um fólk — sam-
starf þess, auðmýkt þess, visku, ábyrgð og
hæfni, og sigur þessa fólks í viðureignum
við tilvistarlegar ógnir.
Og það eru góð skilaboð til barnanna
okkar.
Tyrknesku hjónin
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 1 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0