Fréttablaðið - 13.11.2020, Síða 4

Fréttablaðið - 13.11.2020, Síða 4
Yfir 30 þúsund undirskriftir afhentar ráðherra Fulltrúar Geðhjálpar af hentu í dag Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra rúmlega 30 þúsund undirskriftir Íslendinga sem krefjast þess að geðheilsa sé sett í forgang hér á landi. Undirskriftasöfnun hefur staðið yfir undirfarnar vikur á vefsíðunni 39.is en talan vísar til fjölda þeirra sem féllu fyrir eigin hendi á síðasta ári. Með undirskriftunum er þess krafist að úrbætur verði gerðar í geðheilbrigðismálum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SIMALAUS.IS MENNTAMÁL Jafningjafræðsla Hins hússins hefur þungar áhyggjur af stöðu framhaldsskólanema. Þeir upplifi kvíða og streitu í mun meiri mæli nú í þriðju bylgju faraldursins. Upplifa nemendur að námskröfur hafi ekki minnkað og eru orðnir langþreyttir á skertu skóla- og félagsstarfi. Berglind Rún Torfadóttir, verk- efnastjóri Jafningjafræðslunnar, fagnar því að verið sé að leita leiða. „Það þarf hins vegar að tryggja að skólarnir haldist opnir ef það kemur fjórða bylgja,“ segir Berglind. Hildur Kaldalóns Björnsdóttir, nemandi í Verslunarskólanum sem starfað hefur í Jafningafræðslunni, segir erfitt að fá svör frá kennur- unum um framhaldið og að álagið sé kvíðavaldandi. „Maður er bara heima, fyrst að læra með kenn- urum. Svo tekur heimanámið við. Það tekur á. Það er kvíðavaldandi að vera fastur í sama umhverfi allan daginn. Það hjálpar svo mikið að vera uppi í skóla, geta fengið hjálp frá öðrum. Um leið og það er farið þá er námið miklu erfiðara.“ Menntamálaráðuneytið leitar nú leiða að því að auka staðarnám og hefur Lilja Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra fundað með land- lækni og sóttvarnalækni um mögu- legar leiðir. Er nú verið að skoða að leigja húsnæði. „Það er betra seint en aldrei,“ segir Hildur. Þá þurfi að eyða óvissu um hvort lokaprófin verði á staðnum eða heima. „Maður miðar námið svo mikið út frá því hvernig prófið verður. Það veldur kvíða að vita ekki hvernig á að undirbúa sig. Samskipti skipta svo miklu máli sem hvatning til að halda áfram í námi.“ – ab Kvíði sækir á nemendur Hildur Kaldalóns Björnsdóttir, nemandi í Verslunarskólanum. Það er kvíðavald- andi að vera fastur í sama umhverfi allan dag- inn. Hildur Kaldalóns Björnsdóttir AT VINNULÍF Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Laufey Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnumálastofnun, undirrituðu í gær hvatningu til atvinnulífsins þar sem skorað er á fyrirtæki og stofn- anir að veita einstaklingum með skerta starfsgetu tækifæri til starfa. Katrín Guðrún Tryggvadóttir, sjónvarpskona og starfsmaður á Ási vinnustofu, var meðal fundargesta en hún hefur sinnt ýmsum störfum í gegnum tíðina þrátt fyrir skerta starfsgetu. Hún hefur til að mynda unnið í efnalaug, í verslun og við að fegra umhverfið í Elliðaárdalnum. Svo hefur hún unnið við dagskrár- gerð á RÚV, en hún er einn stjórn- enda þáttanna Með okkar augum. Í samtali við Fréttablaðið segir Katrín félagslegan þátt þess að vinna afar mikilvægan fyrir sig. „Það er svo mikilvægt að eiga góða að og maður getur eignast góða vini í vinnunni,“ segir hún og tekur dæmi af því þegar hún eignaðist sína bestu vinkonu í sumarvinnu fyrir nokkrum árum. „Við vorum að vinna saman við að tína rusl í Elliðaárdalnum og það var skemmtileg vinna. Þar kynntumst við og höfum verið vin- konur síðan,“ segir Katrín. „Eina vesenið við þá vinnu var að eina salernið sem við höfðum aðgang að var kamar og ég er með rosalega næmt lyktar- og bragðskyn,“ segir Katrín og hlær, en áhorfendur hafa líklega orði varir við næmt bragð- skyn hennar í Með okkar augum þar sem hún hefur komið fram sem matargagnrýnandi og hlotið mikið lof fyrir. „Það skiptir mig mjög miklu máli að vinna af því að mér leiðist mikið ef ég hef ekkert að gera og þegar ég var ekki að vinna þá hafði ég ekk- ert að gera,“ segir Katrín. „Fyrir marga veit ég að það að vinna hefur mikil jákvæð áhrif á sjálfstraustið en þetta er auðvitað misjafnt eftir hverjum og einum. Ég get bara talað fyrir mig en ég held að fyrir marga skipti samskiptin við aðra miklu máli,“ bætir hún við. Þá segist Katrín viss um að hægt sé að finna störf sem henti öllum, mikilvægt sé að fyrirtæki og stofn- anir taki öllum með opnum hug. „Ég trúi því að það séu til fullt af f leiri störfum fyrir fólk með skerta starfs- getu og allir eiga að fá tækifæri til þess að vinna,“ segir hún. „Það getur tekið langan tíma að finna vinnu við hæfi. Ég prófaði ýmislegt sem gekk ekki. Vann til dæmis á kassa í Hagkaup en það var ekki fyrir mig. Þar var mikið að gera og mikil læti en stress og spenna veldur því að kækirnir mínir aukast,“ segir Katrín og vísar til þess að hún sé með tourette. „Það sem er mikilvægast er að vera jákvæður, þá gengur allt upp á end- anum. Neikvæðni skilar engu.“ birnadrofn@frettabladid.is Trúir því að til séu störf sem henti öllum Samtök atvinnulífsins og Vinnumálastofnun skora á fyrirtæki og stofnanir að veita fólki með skerta starfsgetu tækifæri til starfa. Katrín Guðrún Tryggva- dóttir segir félagsleg tengsl í vinnu mikilvæg og að hafa eitthvað fyrir stafni. Katrín Guðrún hefur unnið á hinum ýmsu stöðum, til dæmis á kassa í verslun en það hentaði henni þó ekki sérstaklega vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það skiptir mig mjög miklu máli að vinna af því að mér leiðist mikið ef ég hef ekkert að gera og þegar ég var ekki að vinna þá hafði ég ekkert að gera. Katrín Guðrún Tryggvadóttir COVID-19 Ís lendingur á sex tugs aldri lést í Rúss landi í fyrradag af völdum CO VID-19. Maðurinn var lagður inn á sjúkra hús í borginni Kamtsjaka fyrir um tveimur vikum með al var- lega lungna bólgu. Sveinn H. Guð mars son, upp- lýsinga full trúi utan rík is ráðu- neytisins, stað festi í sam tali við Frétta blaðið að borgara þjónustan hefði veitt hefð bundna að stoð vegna and láts en vildi ekki tjá sig um or sök and látsins. Alls hafa 25 látist úr CO VID-19 frá því að veiran greindist fyrst hér í febrúar á þessu landi. Fimm- t án í þriðju bylgju far aldursins og tíu í þeirri fyrstu. Í gær voru 63 ein- staklingar inniliggjandi á sjúkra- húsi vegna sjúkdómsins, þar af þrír á gjörgæslu. Sólarhringinn á undan greindust 18 einstaklingar með COVID-19, fjórtán þeirra voru í sóttkví. Þrjú jákvæð sýni greindust á landamær- unum. – la, bdj Íslendingur lést í Rússlandi 1 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.