Fréttablaðið - 13.11.2020, Side 14

Fréttablaðið - 13.11.2020, Side 14
1 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Erfið veðurskilyrði stöðvuðu ekki ítalska liðið Íslenska landsliðið skipað drengjum undir 21 árs aldri tapaði 1-2 gegn Ítalíu á Víkingsvelli í gær og er ekki lengur með örlögin í sínum höndum í umspilinu. Liðin áttu upprunalega að mætast fyrr á árinu en því var frestað vegna kórónaveirusmita innan ítalska liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Þjálfarateymi kvenna- landsliðsins í knattspyrnu tilkynnir í dag hvaða leikmenn taka þátt í lokaleikjum liðsins í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Þegar Ísland á tvo leiki er eftir er líklegt að sex stig dugi til að f leyta kvennalandsliðinu beint inn á EM. Búast má við að hópurinn verði að mestu leyti óbreyttur frá síðasta verkefni þegar Ísland mætti Sví- þjóð. Þjálfarateymið þarf að glíma við þau vandræði að um þriðjungur leikmanna liðsins sem leikur með öðrum íslenskum liðum en Val hafa ekki fengið að æfa síðustu vikur og vantar því aðeins upp á leikformið. Þegar Ísland á tvo leiki eftir geta stelpurnar okkar enn náð nítján stigum í F-riðli sem Svíar hafa þegar tryggt sér toppsætið í. Þrjú stiga- hæstu liðin í öðru sæti fá beinan þátttökurétt á Evrópumótinu og er afar líklegt að nítján stig dugi íslenska liðinu til að komast beint inn á mótið. – kpt Næsti hópur tilkynntur í dag Jón Þór ásamt Söru Björk og Hlín. KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í körfubolta mátti lúta í gras 58-94 gegn Slóveníu í Grikklandi í undankeppni EM í gær. Íslenska liðið átti fínar rispur framan af og hélt í við hið sterka lið Slóvena en þegar líða tók á leikinn skildu leiðir. Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn náðu Slóvenar betri tökum á leikn- um og leiddu með 27 stigum í hálf- leik. Íslendingum tókst að halda í við Slóvenana lengst af í seinni hálf- leik en með góðri rispu undir lokin náðu Slóvenar að bæta við forskotið. Þrír stigahæstu leikmenn Íslands í undankeppninni til þessa, Helena Sverrisdóttir, Hildur Björg Kjartans- dóttir og Sylvía Rún Hálfdánardótt- ir, gátu ekki gefið kost á sér og var því kjörið tækifæri fyrir aðra til að láta ljós sitt skína. Sara Rún Hinriks- dóttir var atkvæðamest í liði Íslands með 23 stig en Karla Rún Garðars- dóttir úr Kef lavík og Eva Margrét Kristjánsdóttir úr Haukum léku fyrstu leiki sína fyrir Íslands hönd í gær. – kpt Slóvenar of stór biti fyrir Ísland NBA Þegar tæp vika er í nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta og tæpur mánuður í að deildin hefjist á ný stendur Golden State Warriors frammi fyrir áhugaverðri ákvörð- un. Félagið endurheimtir lykilleik- menn úr meiðslum fyrir komandi tímabil og er með annan valrétt í nýliðavalinu eftir hörmulegt gengi síðasta árs. Warriors hefur ekki fengið jafn góðan valrétt í 25 ár og eftir þrjá meistaratitla á fimm árum eru grunnstoðirnar til staðar til að byggja nýtt meistaralið. Það þarf ekki að fara lengra en tólf ár aftur í tímann til að finna lið sem vann meistaratitil ári eftir að hafa dvalið í ljóslausu herbergi í kjallara deildarinnar. Áhrif kórónaveirufaraldursins á nýafstaðið tímabil í NBA gerði það að verkum að fríið sem leikmenn- irnir fá á milli tímabila er styttra en nokkurn tímann áður. Lið sem fóru langt í úrslitakeppninni fá afar stutta hvíld áður en undirbúnings- tímabilið hefst en það verða tæpir tveir mánuðir liðnir frá sigri Los Angeles Lakers í úrslitunum í haust þegar boltinn fer að rúlla á ný í desember. Það hefur lítil áhrif haft á stjörnur Golden State. Steph Curry, sem hefur tvisvar verið valinn besti leikmaður deildarinnar, kom ekk- ert við sögu eftir októbermánuð á síðasta ári og Klay Thompson fékk nægan tíma til að ná sér eftir að hafa slitið hásin sumarið 2019. Þá hefur Draymond Green fengið níu mánuði í hvíld eftir að hafa reynt að bera liðið á eigin herðum í þeim 43 leikjum sem hann kom við sögu í á síðasta tímabili. Þeir þrír áttu það sameiginlegt að hafa leikið til úrslita fimm ár í röð og unnið þrjá meistaratitla en koma nú endur- nærðir eftir góða hvíld. Liðið varð fyrir talsverðri blóð- töku þegar Kevin Durant ákvað að yfirgefa skipið í fyrra. Með Durant innanborðs virtist liðið oft óstöð- vandi og átti fjarvera Durant og Thompson vegna meiðsla ef laust stóran þátt í titli Toronto Raptors eftir sigur á Warriors. Warriors hafa reynt að finna fjórða púslið sem félagið telur þurfa í annað áhlaup að meistaratitli með D’Angelo Russ ell sem var síðar skipt út fyrir Andrew Wiggins en hvorugur þeirra er lík- legur til að koma liðinu yfir línuna. Orðrómurinn að Warriors ætli sér að gera atlögu að gríska stjörnu- leikmanninum Giannis Antetoko- unmpo neitar að deyja út en með Giannis innanborðs yrði lið Warri- ors óarennilegt. Warriors gæti nýtt valréttinn til að velja ungan leikmann með auga- stað á framtíðinni en gáfulegra væri líklegast að skipta valréttinum og Wiggins fyrir fjórða hjólið í meist- arakandídat. Wiggins gæti notið sín þegar hann er utan sviðsljóss- ins í liði Warriors en honum hefur aldrei tekist að standa undir vænt- ingum sem gerðar voru til hans. Þríeykið sem ræður úrslitum um hvort að Warriors geti gert atlögu að meistaratitlinum er komið yfir þrí- tugsaldurinn og á því enn nokkur ár til að geta gert atlögu að meistara- hring. kristinnpall@frettabladid.is Þríeykið mætir aftur til leiks Eftir fimm ferðir í röð í úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta olli lið Golden State miklum vonbrigðum á síðasta tímabili. Þríeykið sem myndar kjarna liðsins hefur fengið góða hvíld og eygir annan meistaratitil. Curry, Green og Thompson hafa unnið þrjá titla saman og eru líklegir til afreka á næsta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Stjórnvöld í Englandi sam- þykktu í gær að veita íslenska karla- landsliðinu í knattspyrnu undan- þágu frá ferðabanni stjórnvalda og mætast liðin því á Wembl ey í næstu viku. Það verður því ekkert úr því að leikurinn verði færður en búið var að kanna hvort leikurinn þyrfti að fara fram í Þýskalandi. Stjórnvöld í Englandi settu á dögunum ferðabann frá Dan- mörku eftir að nýtt af brigði af kórónaveirunni fannst í minkum þar í landi. Ísland mætir Dönum á sunnudaginn og fá nú heimild til að mæta Englandi á Wembley næsta miðvikudag. – kpt Íslenska liðið fær undanþágu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.