Fréttablaðið - 13.11.2020, Page 16
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar
í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á
timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
Ragnar Guðmundur
Jónasson
fyrrum slökkviliðsmaður,
lést 7. nóvember á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför auglýst síðar.
Guðrún Árnadóttir
Hannes Arnar Ragnarsson Halldóra S. Lúðvíksdóttir
Jónas Ragnarsson Ragnhildur Sigurðardóttir
Guðmundur Ingi Ragnarsson Sigrún Kristjánsdóttir
Hermann Ragnarsson Sóley Víglundsdóttir
Halldór Karl Ragnarsson
Sigurður Vignir Ragnarsson Valdís I. Steinarsdóttir
Unnar Ragnarsson María Guðmundsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Eiginkona mín, móðir okkar og
tengdamóðir,
Guðbjörg Tómasdóttir
menntaskólakennari,
lést á Landspítala Landakoti
föstudaginn 30. október.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík 17. nóvember klukkan 13.
Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur
viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni:
livestream.com/luxor/gudbjorg
Guðbjartur Kristófersson
Tómas Guðbjartsson Dagný Heiðdal
Hákon Guðbjartsson Magnea Árnadóttir
Ingibjörg Guðbjartsdóttir Brynjólfur Þór Gylfason
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Sigurður J. N. Ingólfsson
málarameistari,
Fornastekk 3, Reykjavík,
lést á Landspítalanum, Fossvogi
aðfaranótt þriðjudagsins 10. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Þorsteinn V. Sigurðsson Hrefna G. Magnúsdóttir
Ingólfur Sigurðsson
Sigríður Þóra Þorsteinsdóttir Pétur Þór Guðjónsson
Fanney Rut Þorsteinsdóttir Bjarki Heiðar Sveinsson
Kristín Nordal Ingólfsdóttir
Rakel Ósk Jóelsdóttir Jónas Birgir Jónasson
Magnús Hlífar Jóelsson
Frederik Ingólfsson
Kristófer, Sunneva, Pétur, Tristan, Eva, Natalía, Logi,
Viktoría og Lovísa Við erum flest föst heima en ég vil að fólk geti gægst út fyrir ramma heimilisins gegnum netið og notið þar íslenskrar menningar, hvenær sem því hentar,“
segir Ólöf Breiðfjörð sem nýlega hóf störf
sem menningarfulltrúi Garðabæjar.
Hún kveðst hafa verið búin að ráða lista-
menn til að vera með smiðjur í söfnum
bæjarins og tónleika í Vídalínskirkju nú
á haustönn. „Ég var með fullskipað plan.
En þjóðin gekk í gegnum svona tímabil
í vor, þá var ég í Kópavoginum og með
streymi beint frá viðburðum. Nú ákvað
ég að fara aðra leið og búa til þætti sem
eru aðgengilegir hvar og hvenær sem er
á rásinni vimeo.com/menningigardabae
og á síðu bæjarins.“
Bæjarlistamenn láta ljós sín skína
Ólöf kveðst hafa lagt áherslu á að hafa
efni þáttanna fjölbreytt. „Í Garðabæ
hafa flottir bæjarlistamenn með ólíkar
áherslur verið valdir gegnum tíðina og
ég leitaði til nokkurra þeirra. Meðal
annars tveggja rithöfunda, Bjarna
Bjarnasonar sem var valinn 2019 og
er að vinna að sögulegri skáldsögu. Í
þættinum fer hann djúpt ofan í hvernig
rithöfundar nota sögulegar heimildir í
skáldsögur sínar. Næsti þáttur er með
Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Hún
býður fólki heim á vinnustofu sína og
leiðir það um sögusvið bóka sinna um
Fíusól og f leiri hér í bænum. Hvoru-
tveggja efnið er heillandi.“
Nýjasti bæjarlistamaður Garðabæjar
er Bjarni Thor Kristinsson óperusöngv-
ari. „Bjarni Thor er búinn að missa öll
sín verkefni frá því COVID byrjaði og
það er gaman að geta í senn gefið fólki
sem kemst ekki út á tónleika færi á að
njóta þeirra og styðja við bakið á lista-
mönnum. Bjarni Thor setti saman dag-
skrá með lögum sem hann tengir við
sinn feril og talar við fólk milli laga.
Þetta eru ekki bara Wagner-aríur heldur
bland í poka.“
Djassgeggjun og uppáhaldslög
Hin árlega Djasshátíð Garðabæjar féll
niður í haust en Siggi Flosa, Ómar Guð-
jóns, Kristjana Stefáns, Einar Scheving
og Þorgrímur Jónsson rigguðu upp
djass-stund sem heimurinn getur notið
gegnum þessa gátt hennar Ólafar.
Svo var nýlega búið að opna sýningu
á Hönnunarsafninu, 100% ull, þegar
allt skall í lás í haust en viðtöl við alla
hönnuðina fylla einn þáttinn.
„Það eru ekki einungis Garðbæingar
sem koma við sögu, heldur líka fólk sem
tengist bænum gegnum störf sín,“ tekur
Ólöf fram og nefnir hjónin Jóhönnu
Guðrúnu söngkonu og Davíð Sigur-
geirsson gítarleikara sem stjórna kórum
í Vídalínskirkju. Þau flytja uppáhaldslög
Jóhönnu Guðrúnar í einum þættinum.
„Um síðustu helgi fór Birta Guðjónsdótt-
ir sýningarstjóri milli útilistaverka hér í
bæ með upptökufólki og lýsir þeim. Þar
eru verk sem ég hafði aldrei veitt athygli
og hlakka sjálf til að horfa á þann þátt
þegar búið verður að setja hann saman,“
segir Ólöf og lofar líka jólalegum þáttum
í desember.
Efni þáttanna er aðgengilegt heims-
byggðinni og öllum að kostnaðarlausu.
Ólöf giskar á að svona verði þetta til
framtíðar. „Þó við losnum vonandi við
kórónaveiruna sem fyrst þá eru aldrei
allir sem komast á viðburði og það þarf
að sinna þeim líka,“ bendir hún á. „Þarna
fáum við að skyggnast inn í alls konar
heima sem við þekktum ekki áður.“
gun@frettabladid.is
Menninguna heim í stofu
Tónlist, sögur, heimsóknir til rithöfunda og rölt milli útilistaverka eru meðal efnis á
síðu Garðabæjar og sérstakri menningarrás sem heitir vimeo.com/menningigardabae.
Ólöf við vegg í Sveinatungu, fjölnotasal á Garðatorgi sem var tilnefndur til hönnunarverðlauna erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Nýjasti bæjarlistamaður Garðabæjar, bassasöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson, er
einn þeirra sem við sögu koma í þáttunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Þjóðin gekk í gegnum svona
tímabil í vor, þá var ég í Kópa-
voginum og með streymi beint
frá viðburðum. Nú ákvað ég að
fara aðra leið og búa til þætti
sem eru aðgengilegir hvar og
hvenær sem er.
Merkisatburðir
1002 Aðalráður ráðlausi gefur út skipun um að drepa alla
norræna menn í Englandi.
1035 Haraldur hérafótur er gerður að landstjóra í Eng-
landi eftir lát föður hans Knúts mikla.
1441 Kristófer af Bæjaralandi er hylltur sem konungur
Svíþjóðar.
1630 Svíar sigra her keisarans í orrustunni við Falkenberg.
1946 Flugvöllur er formlega tekinn í notkun í Vestmanna-
eyjum.
1973 Alþingi samþykkir formlega samning við Bretland
um lausn landhelgisdeilunnar vegna útfærslu landhelg-
innar í 50 sjómílur.
1994 Michael Schumacher vinnur sinn fyrsta titil í Form-
úlu 1-kappakstri.
2004 Geimkönnunarfarið SMART-1, frá Geimferða-
stofnun Evrópu, fer á braut um Tunglið.
2013 Nýr turn á lóð Tvíburaturnanna í New York er vígður
með viðhöfn. Hann er 72 hæðir og 297,7 metrar á hæð.
1 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT