Fréttablaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 4
Það sem angrar mig sem kjörinn full- trúa er að það virðist ekki skipta máli hvað hlutirnir kosta vegna þess að það liggi svo á þeim. Davíð Sigurðsson, sveitarstjórnar- fulltrúi ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI JAFNRÉ T TIS M ÁL Einungis rúm 60 prósent þeirra fyrirtækja og stofnana sem samkvæmt lögum skulu hafa öðlast jafnlaunavottun fyrir næstu áramót hafa lokið inn- leiðingu. Fyrir 31. desember skulu fyrir- tæki og stofnanir þar sem starfa 150-249 manns hafa lokið innleið- ingarferli. Alls eiga 330 aðilar að hafa lokið innleiðingu fyrir þann tíma, 205 þeirra hafa lokið vottun. Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að 13. nóvember hafi alls 250 fyrirtæki og stofnanir verið komin með jafnlaunavottun. Um er að ræða 119 aðila á opinberum mark- aði og 131 fyrirtæki á almennum markaði. Þá eru um 77 prósent opinberra stofnana komin með vottun og 21 sveitarfélag af 56. Heimild er til að beita allt að fimmtíu þúsund króna sektum á dag á fyrirtæki sem samkvæmt lögum skulu hafa hlotið vottun fyrir tiltekinn tíma en ekki lokið innleiðingarferli. Samkvæmt svari frá Jafnréttisstofu til Fréttablaðsins verður dagsektum ekki beitt nema að vel ígrunduðu máli þar sem um íþyngjandi ákvörðun sé að ræða. Ekki hefur enn komið til þess að dagsektum hafi verið beitt og segir í svarinu að ástæðan sé kóróna- veiru faraldurinn. Fjöldi fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga nái ekki að klára innleiðingu vottunarinnar vegna ástandsins sem skapast hefur í faraldrinum. „Það hefur því verið stefna Jafnréttisstofu að horfa til meðalhófs.“ Þá segir einnig að strax eftir ára- mót muni „Jafnréttisstofa óska eftir skýringum frá fyrirtækjum með 150-249 starfsmenn sem hafa ekki uppfyllt þá lagaskyldu að öðlast jafnlaunavottun fyrir 31.12.2020“. – bdj Sextíu prósent fyrirtækja og stofnana komin með jafnlaunavottun Enn mælist bil milli launa kvenna og karla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MENNING Íslendingar lesa að meðal- tali tvær og hálfa bók á mánuði. Er þetta aukning úr 2,3 bókum í fyrra. Þetta kemur fram í niðurstöðum le st r a rkönnu na r M iðstöðva r íslenskra bókmennta. Þá lesa nú f leiri eingöngu eða oftar á íslensku en í fyrri könn- unum. Þá eykst notkun hljóðbóka mikið á milli ára. Um helmingur landsmanna nýtir sér þjónustu bókasafna. Áhrif COVID-19 faraldursins eru merkjanleg á lestrarvenjur fólks en fólk á öllum aldri les meira nú en áður. Átján prósent þeirra sem lesa hefðbundnar bækur lesa meira núna en fyrir faraldur. Aukningin er mest meðal fólks á eftirlaunaaldri, eða 24 prósent. Þeir sem nota hljóð- bækur hlusta 36 prósentum meira nú en fyrir faraldurinn. Af kastamestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur. Meiri- hluti telur opinberan stuðning við bókmenntir mikilvægan. Þá hafa bókaauglýsingar, umfjöllun í fjöl- miðlum og samtal um bækur áhrif á hvað fólk les. – ab Landinn lagstur í lestur bóka Bækur eru sívinsæl afþreying lands- manna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VESTURLAND Bygging leikskóla- lóðar fyrir nýjan leikskóla á Klepp- járnsreykjum stefnir í að fara tugi milljóna fram úr áætlun. Hnoðra- ból er nýbyggður 30 barna leikskóli fyrir uppsveitirnar og viðbygging við grunnskólann á Kleppjárns- reykjum. Frumkostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 42 milljóna króna kostnaði og tók f járhagsáætlun sveitar- félagsins mið af því. Á fundi bygg- ingarnefndar 29. október kom fram að verkið væri komið fram yfir kostnaðaráætlun og að ef farið yrði eftir hönnun til hins ítrasta stefndi kostnaðurinn í 75 til 100 milljónir. Finna þyrfti leiðir til að ná kostnaði niður en erfitt væri að breyta verk- inu stórkostlega nema í efnisvali og með því að lengja verktímann. Samkvæmt Þórdísi Sif Sigurðar- dóttur sveitarstjóra hafa 72 millj- ónir króna þegar farið í verkið. Hún hafi fengið að vita í gær að með jarðvegskostnaði væri áætl- aður kostnaður lóðarinnar um 60 milljónir. Hins vegar segir hún að bygging leikskólans sjálfs sé fimm prósentum undir áætlun. „Þegar við horfum á heildarverkið er það um það bil á pari,“ segir Þórdís. „Kjörnir fulltrúar hafa ekki haft beinan aðgang að hönnunargögn- unum og ég hef ekki séð það sund- urliðað hvar kostnaðurinn fór fram úr áætlun,“ segir Davíð Sigurðsson, sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar- flokksins sem er í minnihluta. Framsóknarf lokkurinn hefur harðlega gagnrýnt meirihluta Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna fyrir framúrkeyrsl- una og ýmsar aðrar framúrkeyrslur. „Eftirlitið hefur ekki verið nógu mikið. Hönnuðurinn hefur haft of frjálsar hendur og byggingar- nefndin ekki sýnt nægt aðhald,“ segir Davíð. Leikskólinn var tekinn í notkun fyrir viku og mikið hefur legið á að koma upp leiksvæði fyrir börnin. Davíð gagnrýnir hvernig staðið var að verkinu í upphafi. Lóðin var ekki boðin út eins og bygging skólans sjálfs, þrátt fyrir að matið væri langt yfir mörkum innkaupareglna Borg- arbyggðar, það er 20 milljónum. Í stað þess að verja tíma í útboð hafi bygging lóðar verið skilgreind sem aukaverk. „Það sem angrar mig sem kjörinn fulltrúa er að það virð- ist ekki skipta máli hvað hlutirnir kosta vegna þess að það liggi svo á þeim,“ segir Davíð. Framsóknarf lokkurinn krefst úttektar óháðs aðila á öllu ferlinu. „Við sáum hag í því að láta sama aðila vinna áfram í lóðinni og við vildum koma starfseminni strax af stað,“ segir Þórdís. „Það væri kostnaðarminna að halda áfram með sama verktaka.“ Á sveitarstjórnarfundi 12. nóv- ember var ítarlega rætt um Hnoðra- ból og framkvæmdir bæjarins sem sumar hafa farið fram úr áætlunum. Kom fram að meirihlutinn væri að yfirfara innkaupamálin. Útboð þyrftu að vera skýrari og með fast- ari fjárhæðum. Voru mannaskipti innan stjórnsýslunnar sögð hafa valdið hægagangi. „Við höfum ekki nógu góðar upp- lýsingar á hverjum tímapunkti og við verðum að laga það,“ segir Þór- dís. Samskiptaleysi hafi verið milli byggingarnefndar og sveitarstjórn- ar. kristinnhaukur@frettabladid.is Framúrkeyrsla á leikskólalóð Minnihlutinn í Borgarbyggð gagnrýnir tug milljóna framúrkeyrslu á leikskólalóð á Kleppjárnsreykjum. Sveitarstjóri segir byggingu leikskólans sjálfs hafa verið undir áætlun og verkið í heild því nánast á pari. Bygging lóðarinnar var ekki boðin út heldur skilgreind sem aukaverk. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 36% aukning er á notkun hljóð- bóka frá því fyrir faraldur. 250 starfsmenn eða fleiri: 31.12. 2019 150-249 starfsmenn: 31.12. 2020 90-149 starfsmenn: 31.12. 2021 25-89 starfsmenn: 31.12. 2022 ✿ Fyrirtæki og stofnanir þurfa að hljóta jafn- launavottun fyrir: 1 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.