Fréttablaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 12
Elsku pabbi okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, Kristján Þór Þórisson lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. nóvember kl. 15. Vegna fjöldatakmarkana geta bara nánustu ættingjar verið viðstaddir útförina. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Anna Þuríður Kristjánsdóttir Þorgerður Kristjánsdóttir Sigurður St. Jörundsson Kristín Þóra Kristjánsdóttir Sif Kristjánsdóttir Trausti Þór Ósvaldsson Þóra Þórisdóttir Grétar Samúelsson barnabörn og barnabarnabörn. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Pálsdóttir Hofteig 22, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 9. nóvember. Útför fer fram í Laugarneskirkju fimmtudaginn 19. nóvember kl. 15.00 að viðstöddum nánustu aðstandendum. Þökkum auðsýnda samúð. Páll R. Guðmundsson Guðrún Björk Bjarnadóttir Hákonía J. Guðmundsdóttir Elín B. Guðmundsdóttir Grettir Hreinsson G. Skúli Guðmundsson Elizabeth Sargent barnabörn og langömmubarn. Dugnaður og samstaða ha fa einkennt st a r f Kvenna kórs Reykjavíkur á COVID-tímanum. Þar eru hörkukonur. Þær æfa gegnum netið, halda fundi og meira að segja kórpartí,“ segir Ágota Joó, stjórnandi kórsins sem einn- ig er píanókennari. Hún segir kórkonur hafa verið að undirbúa stórt landsmót kvennakóra sem átti að halda í maí þegar veiran setti allt úr skorðum. „Stjórnin ákvað strax í mars að fresta mótinu og um leið og við máttum ekki hittast var búið til nýtt prógramm. Markmið okkar var strax að halda áfram starfinu, það fyllti okkur þeim anda að lífið væri ekki búið þó allt væri breytt, enda fylgir kórstarfi andleg endurnæring, jafnvel í fjarvinnu því við erum svo spenntar.“ Átta og níu radda lög Tíu ný lög voru lærð í fyrri COVID-bylgj- unni, átta og níu radda lög, án undir- leiks, að sögn Ágotu. „Við gáfum ekkert eftir. Konurnar vorkenndu sér ekki og ég trúði allan tímann að þær gætu þetta. Auðvitað var erfitt fyrir þær að syngja einar, röddin virkar öðruvísi en í hóp og þær þurftu að vanda sig enn þá meira. En þær voru mjög metnaðarfullar. Við ákváðum að taka upp eitt lag, þær tóku sjálfar sig upp aftur og aftur þar til þær voru sáttar, sendu mér upptökurnar og ég blandaði þeim saman. Þetta er ómetanleg reynsla.“ Ágota segir innileg og falleg lög í pró- gramminu, líka gleðileg og skemmtileg, full af bjartsýni og jákvæðum viðhorf- um. „Þetta eru allt lög sem við getum flutt hvenær sem er og ég veit að loksins þegar við fáum að standa á sviði marg- faldast þessar tilfinningar.“ Kórinn er nú að æfa jólasöng sem hann býr sig undir að f lytja opinber- lega ef reglur þjóðfélagsins leyfa. „Von- andi náum við að gleðja einhverja og hlökkum til þess,“ segir Ágota. „Við æfum vikulega og stundum tvisvar. Erum allar að læra eitthvað utanbókar og þurfum að einbeita okkur algerlega. Ég les af vörum og svip. Reynum að byggja ofan á það sem áður er komið. Samæfingarnar eru mikil áskorun, þær heyra allar hinar raddirnar en eru, hver og ein, einar í sinni rödd.“ Maðurinn sá hana fyrst á mynd Ágota er frá Ungverjalandi. „Þegar Íslendingar og Ungverjar mætast í íþróttaleikjum og get ég alltaf fagnað sigri,“ segir hún glaðleg og fræðir mig um að það séu rúm 30 ár síðan hún kom. „Ég bjó á Ísafirði í þrjú ár og í Njarðvíkum í níu ár. Svo fluttum við hjónin með þrjá krakka til Ungverjalands og bjuggum þar í fáein ár svo börnin fengju að læra málið,“ lýsir hún og kveðst, aðspurð, hafa kynnst eiginmanninum, Vilberg Viggóssyni, á Ísafirði. „Það var á þriðja ári mínu þar. Hann sá mig samt fyrst í myndaalbúmi foreldra sinna áður en ég f lutti til landsins. Þeir sungu í kór sem fór til Ungverjalands. Þá var ég að ljúka tónlistarháskóla og var líka samkvæmisdansari, meira að segja Ungverjalandsmeistari, og þegar íslenski kórinn kom sýndi ég dans og foreldrar Vilbergs tóku mynd. Þetta var 1988. Nokkrum mánuðum seinna flutti ég til Íslands, það vantaði bæði dans- kennara og píanókennara á Ísafirði. Þó var ég komin með starf í Ungverjalandi en sagði því upp á leiðinni út á völl. Í eðli mínu er ég samt lítið fyrir breytingar og vil halda í það sem ég hef en svona eru örlögin. Ég ætlaði bara að vera eitt ár hér en það teygðist úr því.“ Er Viggó dansmaður? spyr ég. „Við skulum sleppa þessari spurningu. En ég get upplýst að þegar hann sá mig í myndaalbúminu skráði hann sig á nám- skeið!“ gun@frettabladid.is Æfa, funda og halda partí Kvennakór Reykjavíkur hefur ekkert slegið af þrátt fyrir að heimsfaraldur gerði inn- rás í landið snemma árs. Nú æfir hann jólalögin. Ágota Joó er stjórnandi kórsins. Kórstarfið fyllti okkur þeim anda að lífið væri ekki búið þó allt væri breytt. Því fylgir andleg endurnæring, jafnvel í fjarvinnu, segir Ágota. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kvennakór Reykjavíkur á góðri stund. Í honum eru að jafnaði milli 50 og 60 konur. MYND/GUNNAR JÓNATANSSON 1 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.