Fréttablaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 10
ENGIN SKILYRÐI. ÞÚ ÞARFT HVORKI LYKIL NÉ KORT. ÖNNUR VILDARKJÖR GILDA EKKI MEÐ LÆGSTA VERÐI ÓB. ob.is LÆGSTA VERÐ ÓB ARNARSMÁRI BÆJARLIND FJARÐARKAUP HLÍÐARBRAUT AKUREYRI Tómas Þór Þórðarson ritstjóri Enska boltans hjá Símanum Sport: Landsliðsfyrirliðinn sagði á blaðamannafundi um daginn að gullkynslóðin ætti nóg eftir. Metn- aður okkar bestu manna virðist vera til staðar og ef þeir hafa enn hungur í að reyna við annað stórmót verður ráðning næsta þjálfara að ríma við þann metnað. Eini Íslendingurinn, að mínu mati, sem á að vera á blaði er Heimir Hallgrímsson og mögulega Freyr Alexandersson vegna sinna starfa með landsliðinu. Nöfn eins og Rik- ard Norling og Bo Henriksen gætu verið spennandi kostir. KSÍ þarf að huga að ýmsu í þessari ráðningu. Að sjálfsögðu þarf að passa budd- una en það má ekki láta krónur og aura minnka metnaðinn í ráðning- unni því árangur A-landsliðs karla er helsti tekjuliður sambandsins. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir þjálfari Augnabliks Rúnar Kristinsson eða Heimir Guðjónsson ættu að vera fyrsti kostur. Þeir hafa báðir þjálfað erlendis, eru sigursælir og með mikla reynslu. Rúnar er leikjahæsti leikmaður Íslands og Heimir nær að gera öll lið sem hann kemur að að meisturum. Arnar Þór Viðars- son væri svo góður kandídat sem aðstoðarþjálfari þar sem lands- liðið er að fara í gegnum einhvers konar kynslóðaskipti og hann er búinn að vinna mikið með leik- menn í yngri landsliðunum. Þannig að mér finnst hann kjörinn í að vera hluti af næstu skrefum þeirra. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leikmaður Vals Ef við horfum hingað heim hlýtur Rúnar Kristinsson að vera fyrstur á blaði hjá Guðna. Maður sem þekkir landsliðsumhverfið vel, okkar leikjahæsti landsliðs- maður og með mikla virðingu sem þjálfari. Ef við ætlum að leita út þá fannst mér hugmyndin hjá Hjörvari Hafliðasyni góð með að Chris Coleman gæti verið spenn- andi kostur. Þar fáum við eitthvað annað en við höfum gert með hinum erlendu þjálfurunum sem við höfum haft seinustu ár. Elvar Geir Magnússon ritstjóri fotbolti.net Ég trúi ekki öðru en að KSÍ sé búið að kanna hug Heimis Hallgríms- sonar, það er augljós fyrsti kostur. Ég tel reyndar ekki miklar líkur á að hann sé klár í að fara aftur í þetta starf núna. Freyr Alexand- ersson þekkir liðið inn og út og er flottur í uppbyggingu á nýju liði með meðlimi úr „gamla bandinu“ í lykilstöðum. Heimir Guðjónsson hlýtur svo að vera á blaði. Ef ráða á erlendan þjálfara þarf að fara í rannsóknarvinnu og finna rétta manninn til þess að smíða saman nýtt lið, forsendurnar eru allt aðrar en þegar Hamrén var ráðinn. Hörður Snævar Jónsson ritstjóri 433.is Heimir Hallgrímsson er minn fyrsti kostur en mér finnst samt ólíklegt að hann sé klár en hann fengi klárlega fyrsta símtal ef ég væri formaður KSÍ. Sigurvin Ólafsson þjálfari KV Ég myndi helst vilja Heimi Hall- grímsson. Það væri frábært að fá hann aftur, endurnærðan eftir að hafa fengið tíma til að melta og greina sín fyrri ár með landsliðið. Ef það gengi ekki myndi ég horfa til Rúnars Kristinssonar þar sem hann hefur reynslu, kunnáttu og virðingu til að taka starfið að sér. Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar Ég er einhvern veginn á því að sækja erlendan þjálfara, helst frá Norðurlöndum þar sem Norður- landafótboltinn er nálægt okkar hugsunarhætti og það sést hversu vel hefur tekist til með Lars Lagerbäck og Erik Hamrén. Þetta þarf hins vegar að vera innan þess fjárhagsramma sem sambandið setur sem gæti fækkað kostum sem við höfum á þeim markaði. Einar Guðnason aðstoðarþjálfari Víkings Heimir Guðjóns væri mitt val. Sigurvegari með svægisglampa í augunum sem er klókur að ná því besta út úr sínu liði. Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis Það mætti skoða hvort Morten Olsen sé til í þennan slag. Olsen er goðsögn í fótboltaheiminum. Hann fór með danska landsliðið á nokkur stórmót og er vís til að gera það sama með okkar lið hafi hann heilsu og orku til. Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari yngri flokka hjá HK Ég set Arnar Þór Viðarsson sem fyrsta kost. Hefur að mínu mati allt sem til þarf í reynslu og þekk- ingu. Guðbjörg Gunnarsdóttir leikmaður Djurgården og landsliðskona Freyr Alexandersson væri geggj- aður. Frábær þjálfari sem verður bara betri og betri með hverju ári. Taktískt mjög sterkur og með leið- togahæfileika og þennan sannfær- ingarkraft sem er svo mikilvægur í heimsklassa. Síðan væri reyndar algjör lottóvinningur að fá Frey og Heimi Hallgrímsson saman en ég veit ekki hversu raunhæft það er. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður hjá RÚV Það gekk vel þegar Heimir Hall- grímsson tók einn við lands- liðinu eftir að hafa verið í læri hjá Lars Lagerbäck. Það gæti því verið fínasta hugmynd að gera Frey Alexandersson að þjálfara núna. Hann þekkir allt inn og út í liðinu, er með góða yfirsýn yfir leikmenn og bara allt innan KSÍ. Ef leita á utan Íslands þætti mér Åge Harreide góður kostur. Hann gerði góða hluti með danska landsliðið og hefur að auki verið landsliðsþjálfari Noregs og stýrt mörgum af stærstu félagsliðum Skandinavíu. Hann er auðvitað samningsbundinn Rosenborg en við gætum sent Hamrén í skiptum til Þrándheims þá. Arnar Grétarsson þjálfari KA Fyrir mér skiptir mestu máli að KSÍ fari í góða og faglega vinnu við að greina það hvaða kosti þeir vilja að nýr þjálfari hafi og hvaða sýn sambandið hefur til framtíðar. Mér finnst mikilvægt að Arnar Þór Við- arsson verði hafður með í ráðum. Sem yfirmaður knattspyrnumála hjá sambandinu á hann að fá að vera með innlegg í það hver verður ráðinn að mínu mati. Þeir kostir sem mér líst best á eru Rúnar Krist- insson og Heimir Guðjónsson og mér finnst að það ætti að tala fyrst við þá. Heimir Hallgrímsson væri svo auðvitað góður kostur en mér finnst líklegt að metnaður hans liggi í því að halda áfram að þjálfa félagslið erlendis. Bjarni Jóhannesson þjálfari Njarðvíkur Það er skynsamlegast að mínu mati að ráða íslenskt þjálfara- teymi og besti kosturinn væri að ráða Rúnar Kristinsson og að Arnar Þór Viðarsson yrði aðstoðarmaður hans. Þetta eru menn sem hafa reynslu af því að stýra félögum erlendis og þekkingu sem fyrr- verandi atvinnumenn og lands- liðsmenn. Þeir hafa unnið saman áður, þekkjast vel og myndu pott- þétt mynda mjög gott teymi. Ingvi Þór Sæmundsson íþróttafréttamaður hjá Sýn Mér finnst líklegra en ekki að KSÍ fari íslensku leiðina að þessu sinni og þá ætti Heimir Guðjónsson að vera fyrsti kostur í mínum bókum. Afar sigursæll þjálfari sem hefur líka sýnt færni sína í Evrópu- leikjum í gegnum tíðina. 1 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Guðni Bergsson, formað- ur KSÍ, hefur sagt að ákveðin nöfn séu komin fram í leit sambandsins að næsta þjálfara íslenska karla- landsliðsins í knattspyrnu og næstu vikur muni síðan fara í að fá f leiri nöfn fram. Búast megi við að nýr þjálfari verði kynntur til leiks ein- hvern tímann í desember. Fréttablaðið fékk nokkra ein- staklinga sem lifa og hrærast í knattspyrnuheiminum til að nefna þeirra fyrsta kost í starfið og reifa þá framtíðarsýn sem þeir telja mikil- vægt að verði höfð í huga þegar ákvörðun verður tekin um næsta mann í brúnni hjá landsliðinu. hjorvaro@frettabladid.is Guðni liggur undir feldi næstu vikurnar Forsvarsmanna KSÍ bíður nú það verk að finna næsta þjálfara landsliðsins. Erik Hamrén hefur ákveðið að láta gott heita og hætta störfum sem þjálfari íslenska liðsins eftir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni annað kvöld. Erik Hamrén er að yfirgefa herbúðir íslenska landsliðsins eftir tveggja ára starf hjá sambandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Karlalandsliðið í knatt- spyrnu leikur annað kvöld 25. og síðasta leik sinn undir stjórn Eriks Hamrén.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.