Fréttablaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 31
www.lyfsalinn.is OPIÐ 8.30 - 18.00 virka daga Verið hjartanlega velkomin HEFUR OPNAÐ APÓTEK Í ORKUHÚSINU URÐARHVARFI 8 Gerður Kristný hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í ár. Í rökstuðningi dóm-nefndar segir: „Við veitingu verðlaun- anna að þessu sinni er tekið mið af fjölhæfni verðlaunahafans, en hún hefur skrifað fjölda bóka fyrir bæði börn og fullorðna, verk hennar hafa verið sett upp á leiksviði, ljóð hennar sungin auk þess sem hún hefur kennt fjölmargar ritsmiðjur fyrir börn.“ „Það er mikill heiður að fá verð- laun kennd við Jónas Hallgrímsson. Tíðindin komu mér í opna skjöldu. Á dauða mínum átti ég von, eins og aðrir í heimsfaraldri, en ekki þessu,“ segir Gerður Kristný. „Eins og aðrir ljóðelskir Íslendingar hef ég taugar til Jónasar. Ljóðin hans eru í gömlu Skólaljóðunum og ég man eftir að hafa þulið upp kvæðið Ísland fyrir aftan stólinn minn í Álftamýrar- skóla ellefu ára gömul. Við nem- endurnir máttum skipta ljóðinu niður og fara með það í bútum en ég ákvað að læra það allt í einu og flytja í einni beit. Auðvitað á maður að fara með falleg ljóð standandi fyrir aftan góðan stól eins og þarna var gert. Þá finnur maður svo vel hrynjandina. Mér fannst gaman að læra ljóð utan að og man að ég lærði Ísland Jónasar í sömu viku og ég lærði um Sovétríkin. Ljóð Jónasar hafa enst betur en þau.“ Tungumálið er valdatæki Í rökstuðningi dómnefndar er minnst á mikilvægi bókarinnar Myndin af pabba – sögu Thelmu en Gerður skrifaði hana þegar hún var blaðamaður. „Mér finnst dásamlegt að munað hafi verið eftir þessum áratug í lífi mínu. Sum þeirra mála sem ég skrifaði um í blaðamennsk- unni hef ég haldið áfram að yrkja um í ljóðunum mínum. Á milli þessara heima er því skýr þráður,“ segir hún. Í rökstuðningi dómnefndar segir einnig: „Rödd Gerðar Kristnýjar er mikilvæg í íslensku samfélagi ekki aðeins vegna þess hvernig hún segir hlutina heldur líka vegna alls þess sem hún hefur að segja.“ „Þetta er fallega sagt en Jónas nýtti líka ljóðagerðina til að benda fólki á fegurð landsins, tungunnar og þá ríku menningu sem Íslend- ingar eiga. Ljóðið rúmar svo margt, meðal annars er hægt að nýta það til að gefa þeim rödd sem enga hafa í samfélaginu,“ segir Gerður. „Tungu- málið er valdatæki og notað til að breiða yfir það sem enginn má vita af, snúa út úr og smána. Þolendur misréttis hafa ekki aðgang að réttu orðunum, orð þeirra sem beita þau valdi hafa hins vegar vægi og þannig er tungumálið notað til kúga. Þetta er skuggahlið tungumálsins og ég vil berjast gegn henni. Oft þarf að róta djúpt til að koma auga á sann- leikann í tungumálinu því orðin hafa verið notuð svo lengi til að breiða yfir, í staðinn fyrir að segja satt. Orð benda samt alltaf að end- ingu á það sem raunverulega er til, sársauka og þjáningu, en líka fegurð og reisn.“ Íslenskan stendur mér næst Gerður kveðst engar áhyggjur hafa af stöðu íslenskunnar. „Íslenskan stendur mér næst í vinnunni og vekur endalaust hjá mér myndir, sögur og tilfinningar. Um leið á ég í sífelldu innra samtali við alla þá sem skrifað hafa á íslensku frá því fjöður var dýft í blek og kvæði rituð á kálfskinn. Íslenskan er vin- kona mín og það væri erfitt að eiga vinkonu sem ég þyrfti sífellt að hafa áhyggjur af. Vissulega á hún stundum til með að draga mig út í óvæntar vitleysur, sem ég verð síðan að vinda ofan af, en þannig vinkonur eru jú alltaf bestar.“ Íslenskan er vinkona mín Hin fjölhæfa Gerður Kristný hlýtur Verðlaun Jónasar Hall- grímssonar. Íslenskan vekur endalaust hjá mér myndir, sögur og tilfinningar, segir Gerður sem segir heiður að fá verðlaunin. Það er mikill heiður að fá verðlaun kennd við Jónas Hallgrímsson, segir Gerður. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Félag ljóðaunnenda á Austur-landi fékk sérstaka viðurkenn-ingu fyrir störf í þágu íslensks máls á Degi íslenskrar tungu. Í rökstuðningi segir: „Félag ljóða- unnenda á Austurlandi hefur starfað í á þriðja áratug. Það hefur vakið verðskuldaða athygli á skáldum og skáldskap landsfjórðungsins með vönduðu útgáfustarfi. … Félag ljóða- unnenda á Austurlandi hefur með félagsstarfi sínu hlúð að grasrótinni í íslenskum skáldskap, aukið við flóru íslenskra góðskálda og haldið í heiðri minningu eldri skálda sem nú eru gengin. Félag ljóðaunnenda hefur sýnt að á Austurlandi er ekki aðeins eyjaval, eins og Jónas Hall- grímsson orti heldur líka skáldaval.“ Sérstök viðurkenning TÓNLIST Stuart Skelton og Bjarni Frímann Bjarnason á streymistónleikum Íslensku óperunnar Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 8. nóvember Fyrsta lagið á streymistón-leikum Íslensku óperunnar á laugardaginn var eftir brjál- aðan mann. Eða kannski undar- legan mann. Þetta var Percy Grainger, ástr- alskur píanóleikari og tónskáld, sem var uppi á árunum 1882-1961. Hann var furðulegur út á við að því leyti að hann gekk yfirleitt í fötum sem hann hafði saumað úr gömlum handklæðum. Einkalífið var einnig skraut- legt; hann var sadómasókisti og fannst kynlífið með konunni sinni ekki spennandi nema þau lemdu hvort annað. Mamma hans barði hann þegar hann var lítill og hann dreymdi um að eignast börn svo hann gæti barið þau líka. Sem betur fer varð honum ekki að ósk sinni. Seiðandi þjóðlag Með þetta í huga var lagið Willow, Willow, sem var fyrst á efnisskránni, býsna venjulegt. En lagið sjálft var reyndar ekki eftir Grainger, þetta er þjóðlag og aðeins útsetningin eftir hann sjálfan. Lagið var fallegt og hljómarnir sem lágu til grundvallar voru seiðandi. Textinn er um ástarsorg, ljóð- mælandinn situr á trjábol og grætur. Tónlistin var einstaklega falleg í meðförum Stuarts Skelton, en hann er svokallaður hetjutenór. Slíkur tenór hefur volduga og kröftuga rödd, sérstaklega á mið- og neðra sviði raddarinnar, og á ýmislegt sameiginlegt með baritón. Skelton mótaði laglínurnar af smekkvísi og fegurð. Píanóleikur Bjarna Frímanns Bjarnasonar var safaríkur og skap- aði viðeigandi andrúmsloft trega og eftirsjár. Eftir Hollywood-stórlax Næst á dagskránni var Lieder des Abschieds eftir Erich Wolfgang Korngold. Tónlistin var prýðilega flutt af söngvara og píanóleikara, en missti engu að síður marks. Korn- gold var Austurríkismaður sem sló í gegn í Hollywood í kringum seinni heimsstyrjöld. Verkin hans, sem ekki voru samin við kvikmyndir, eru lítt spennandi. Tónlistin sem hér um ræðir einkenndist af hug- vitsamlegri píanórödd, en frekar máttlausum sönglínum sem náðu aldrei f lugi. Fyrir bragðið virkaði hún klisju kennd. Næsta atriði var miklu meira krassandi. Skelton er frægur Wagner túlkandi og arían All- mächt’ger Vater úr Rienzi eftir tón- skáldið var stórbrotin. Hún var full af dramatík og mögnuðum and- stæðum sem framkölluðu gæsahúð. Sömu sögu er að segja um Niun mi tema úr Otello eftir Verdi og Winter- stürme úr Valkyrjunni eftir Wagner. Þetta var einstaklega hrífandi og til- komumikill flutningur. Fersk og spennandi Ég minntist á klisjur hér að ofan. Dein is mein ganzes Hertz eftir Lehár, sem heyrst hefur á ótal Vínar- tónleikum í gegnum tíðina, er vissu- lega klisja. Í meðförum Skeltons var hins vegar eins og maður væri að heyra lagið í fyrsta sinn, slíkur var áhrifamáttur túlkunarinnar. Hún var fersk og spennandi, og varð til þess að maður sá tónlistina í alveg nýju ljósi. Hvílík snilld! Tónleikunum lauk með hinu gamla góða Draumalandi Sigfúsar Einarssonar, sem var heillandi hjá þeim Skelton og Bjarna Frímanni. Framburður söngvarans var lýta- laus og stemningin í mjúkum píanó- hljómunum var innileg. Þetta voru frábærir tónleikar, hljómurinn í útsendingunni var afar góður og nánast eins og maður væri á staðnum sjálfur. Á þessum síðustu og verstu er varla hægt að biðja um meira. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Glæsilegir tón- leikar þar sem saman fór flottur söngur og píanóleikur, og yfirleitt skemmtileg tónlist. Óbrjáluð útsetning eftir brjálaðan mann Skelton mótaði laglínurnar af smekkvísi og fegurð. MYND/AÐSEND Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ORÐ BENDA SAMT ALLTAF AÐ ENDINGU Á ÞAÐ SEM RAUNVERULEGA ER TIL, SÁRSAUKA OG ÞJÁNINGU, EN LÍKA FEGURÐ OG REISN. Kjarnhiti, einkasýning Fritz Hendrik IV, stendur yfir í Harbinger. Vegna COVID- 19 verður Harbinger lokað en hægt verður að berja sýninguna augum inn um gluggann. Sýningin Kjarnhiti tekst á við væntingar, örlög og vonbrigði á tímum hnattrænnar hlýnunar og faraldssjúkdóma. Hægt verður að sjá sýninguna utan frá allan sólar- hringinn fram að jólum. Fritz Hendrik IV (f. 1993) er íslenskur myndlistarmaður sem býr og starfar í Reykjavík. Í mynd- list sinni fjallar hann meðal annars um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu. Fritz fæst einnig við samband hefðar, skynjunar og þekkingar í verkum sínum. Verk listamannsins eru í eigu fjölda einkaaðila og safnara og Lista- safns Íslands og Listasafns Reykja- víkur. Lokuð sýning í Harbinger Verk eftir Fritz Hendrik IV á lokaðri sýningu í Harbinger. MYND/AÐSEND M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15Þ R I Ð J U D A G U R 1 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.