Fréttablaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 35
ÞAR SEM ÉG SEILIST EIGINLEGA ALDREI ORÐIÐ Í ÁFENGI LENGUR ÞÁ HUGSA ÉG AÐ ÉG FARI OG FÁI MÉR EINN RÓTSTERKAN KAFFI OG KANNSKI SKER ÉG MÉR EINA SNEIÐ AF GRÆNNI JÓLATERTU OG HELD UPP Á DAGINN. Einar Bárðarson Farin yfir milljón. Það er þjóðarátakið,“ segir Einar Bárðarson, höf-undur lagsins Farin sem Skítamórall gerði vin-sælt 1998 en er komið með 986.937 spilanir á Spotify þegar þetta er skrifað. „Það er svolítið gaman að skoða þessi gömlu lög sem komu út löngu fyrir Spotify. Hvernig sum þeirra ná f lugi og önnur ekki. Það er sjálf- sagt eitthvað í tengslum við það hvernig þau eldast. Þessar elskur,“ segir Einar þegar aðeins vantar rétt rúmar 13.000 hlustanir til að rjúfa milljóna múrinn. Gegnum grobbmúrinn Einar segist hafa rekið augun í það fyrir nokkrum vikum að „það var farið að glitta í milljón“ og hafa þá hugsað með sér að það væri ákveðinn áfangi fyrir lagahöfund að eiga lag sem hefur farið í milljón spilanir. „Þótt unga fólkið, sem er að semja í dag, þekki þessa tilfinn- ingu mjög vel vegna þess að eigin- lega öll ný tónlist er kynnt og keyrð í gegnum þennan nýja miðil þá er þetta nýtt fyrir okkur gömlu karl- ana með háu kollvikin. Þannig að þetta er svolítið spennandi og bara skemmtilegt,“ segir Einar og bætir við að hann geri þó ekki ráð fyrir stórkostlegum fagnaðarlátum. „Svona áfangi gefur enga ástæðu til mikilla fjárútláta,“ heldur hann áfram og hlær. „Ég man ekki hvað það eru fáir aurar sem höfundur- inn fær og þetta er fyrst og fremst yfirgengilegur grobbréttur sem fæst með þessu. Það eru 22 ár síðan þetta var hripað niður í einhverri eymd og volæði og það er enn þá að gefa þannig að eins og ég segi, þá er þetta mjög skemmtilegt og aðallega svona montréttur sem þetta gefur svona gömlum manni,“ segir Einar og veltir fyrir sér gömlu milljóna fordæmi. „Ég man eftir karli í Tungunum sem keyrði rússajeppann sinn yfir milljón kílómetra. Hann geymdi brennivínsf lösku aftur í bílnum og þegar hann keyrði yfir millj- ón kílómetrana þá reif hann upp f löskuna,“ segir Einar og bætir við að þetta hafi að sjálfsögðu alls ekki verið til eftirbreytni. Síður en svo. „En þar sem ég seilist eiginlega aldrei orðið í áfengi lengur þá hugsa ég að ég fari og fái mér einn rótsterkan kaffi og kannski sker ég mér eina sneið af grænni jólatertu og held upp á daginn,“ segir Einar mátulega spenntur og alls ekki farinn. Á taugum. toti@frettabladid.is Ertu þá farin… í milljón Skítamórall gerði lagið vinsælt og ódauðlegt ef marka má Spotify. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Lagið Farin með Skítamóral nálgast óðum milljón spilanir á Spotify. Höfundurinn Einar Bárðarson fylgist spenntur með enda áfanginn ávísun á ákveðinn montrétt. Einar Bárðarson telur upp í milljón.FRÉTTA- BLAÐIÐ/GVA HAMINGJU- ÓSKIR! Við óskum Gerði Kristnýju innilega til hamingju með verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2020! Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Iðunn & afi pönkHeimskaut Sálumessa Smartís Marta smarta Myndin af pabba: saga Thelmu Ballið á Bessastöðum Hestvík Land hinna týndu sokka Ísfrétt Jóladýrin Garðurinn Höggstaður Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf Dúkka Strandir Drápa Ljóðasafn – Gerður Kristný Blóðhófnir Bátur með segli og allt Prinsessan á Bessastöðum Launkofi Ég veit þú kemur Eitruð epli Regnbogi í póstinum L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19Þ R I Ð J U D A G U R 1 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.