Fjölrit RALA - 15.08.1994, Blaðsíða 10

Fjölrit RALA - 15.08.1994, Blaðsíða 10
8 Til að styðja þessa niðurstöðu frekar má vitna í Könnun á viðhorfum kúabænda (Bændaskólinn á Hvanneyri, 1990) þar sem fram kemur að tæplega helmingur (45,1%) bænda telur byggingu eða algera endurnýjun á fjósi nauðsynlega eða æskilega á næstu tíu árum. Af framangreindu er ljóst að mikil þörf er á að bæta við tiltæka þekkingu um fjós- byggingar og nýta þá þekkingu til að hanna þær byggingar sem verða notaðar fyrri hluta næstu aldar. HELSTU FJÓSGERÐIR_________________________________________________________ Hérlendis eru fjórar megingerðir fjósa; básafjós, með og án mjaltabáss, og lausagöngufjós, með og án legubása. í þessum kafla verður gerð stutt grein fyrir þeim atriðum sem skilja á milli mismunandi fjósgerða og helstu hlutum innréttinga í hverri útfærslu. Básafjós Básafjós eru þau fjós kölluð einu nafni þar sem kýrnar eru bundnar eða lokaðar inni á afmörkuðum básum allan innistöðutímann. Grunnskipulag básafjósanna byggist á aldagamalli hefð en þróunin þessa öld hefur gjörbreytt vinnuaðstæðum fjósamanna og aðbúnaði kúnna. Miklar breytingar hafa orðið á meðhöndlun fóðurs, mykju og mjólkur. í stað jötu meðfram veggjum kom manngengur fóðurgangur sem hefur orðið sífellt breiðari með árunum, samhliða því sem tækni við fóðrun hefur fleygt fram. Um miðja öldina komu flórristarnar fram og telur Gunnar Bjamason (1966) að ristaflórinn sé íslensk uppfinning. Þá hefur öll meðhöndlun mjólkurinnar gjörbreyst, frá handmjöltum í upphafi aldarinnar til rörmjaltakerfa og mjaltabása sem nú eru algengir við stærri básafjós. Skipulag. Fjósin eru oft flokkuð eftir fjölda básaraða. Þannig er talað um ein-, tví-, þrí- og fjórstæð fjós. Fleirstæð fjós eru breiðari og styttri en ein- og tvístæð sé miðað við sömu stærðir. Þannig byggingar er að jafnaði erfitt að loftræsta svo vel sé en kosturinn er að flutningaleiðir verða styttri. í tvístæðum fjósum er ýmist sameiginlegur fóðurgangur fyrir miðju eða skiptur meðfram útveggjum. Sé fóðurgangurinn fyrir miðju er auðveldara að koma við ýmiss konar tækni við fóðrun en um 20% heildarvinnunnar í fjósum eru tengd fóðruninni. Það sem mælir með fóðurgangi við útveggi er að kuldi frá útveggjum á ekki eins greiða leið að júgrum kúnna, mjaltavinna, sem er 50-60% heildarvinnunnar verður auðveldari og þrif á fjósinu verða minni (Grétar Einarsson, 1987). Næst kúnum er fóðurgangurinn stundum aðeins lægri og lagður slitþolnu efni, þessi hluti er hér kallaður jata. Básar. í básafjósum dvelja kýmar á sínum bás meirihluta ársins. Því þarf að gera miklar kröfur til hönnunar básanna með tilliti til aðbúnaðar kúnna og vinnuaðstöðu fjósamanns. Helstu kröfur sem básarnir þurfa að uppfylla eru eftirfarandi:

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.