Fjölrit RALA - 15.08.1994, Blaðsíða 35

Fjölrit RALA - 15.08.1994, Blaðsíða 35
33 Könnuð hafa verið áhrif mismunandi loftræstikerfa á gasmengun í fjósum. Kerfi sem soga loftið út um haughús geta minnkað gasmengun að því tilskildu að smíðaðir séu stokkar undir fjósinu endilöngu. Þá þurfa afköst loftræstiviftanna að vera töluvert meiri en að öðru jöfnu (Sállvik o.fl., 1973). Vegna kostnaðar eru þessi kerfi að jafnaði ekki notuð í fjósum. Þó kemur til greina að uppfylla lágmarksloftræstiþörf með þeim (Petersen og Petersen, 1979). LOKAORÐ Hér hafa verið teknar saman innlendar og erlendar rannsóknaniðurstöður um áhrif mismunandi fjósgerða á afurðir og velferð kúa ásamt vinnuþörf og vinnuálagi við gripahirðingu. Bornar hafa verið saman tvær meginfjósgerðir, básafjós og lausagöngufjós, og ljóst er að legubásafjós hafa marga kosti fram yfir básafjós með tilliti til ofangreindra atriða. Kröfur neytenda og opinberra aðila í nágrannalöndunum hvetja einnig til að notuð verði húsvistarform sem byggja á sem mestu frjálsræði gripanna og lfklegt er að sú þróun nái einnig hingað áður en langt um líður. Ef við ætlum að markaðssetja íslenskar landbúnaðarafurðir undir vistvænum merkjum þurfum við að geta tryggt að aðbúnaður húsdýra hérlendis sé að minnsta kosti jafngóður og hann er í helstu samkeppnislöndum okkar. Það kallar á vandaðar byggingar sem taka fullt tillit til allra þarfa gripanna. Sáralítið er til af innlendum rannsóknum á þessu sviði og því er erfitt að staðfæra erlendar rannsóknaniðurstöður. Telja má víst að einfaldar rannsóknir á sjúkdómatíðni og frjósemi kúa við mismunandi aðbúnað geti leitt til verulegra framfara. Sama er að segja um aðbúnað kálfa og geldneyta, en varast ber að nota nyt kúa og vaxtarhraða geldneyta sem mælikvarða á velferð gripanna. Endumýja þarf gamlar tölur um vinnuþörf við hirðingu nautgripa og leita verður leiða til að minnka vinnuálag starfsfólks. Allar rannsóknir á húsvist nautgripa þurfa í auknum mæli að taka tillit til hönnunar og útfærslu lausagöngufjósa og sérstaklega mikilvægt er að afla gagna til hagrænna útreikninga, bæði á föstum og breytilegum kostnaði við mismunandi húsvistarform.

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.