Fjölrit RALA - 15.12.2000, Síða 42

Fjölrit RALA - 15.12.2000, Síða 42
40 2) Að hvetja til samstarfs milli vísindamanna, kennara og ráðunauta í þessum löndum og ýta undir samnýtingu tilraunaniðurstaðna. 3) Að prófa hvort hægt sé að nota sama leiðréttingargrunn við NIR mælingar á grassýnum í öllum löndunum. 4) Að afla þekkingar á viðbrögðum plantna við hitabreytingum (þroski, vaxtarhraði, uppskera og næringargildi). Fjórar tilraunir voru gerðar á árunum 1995-1998, á tilraunastöðinni í Kollafírði í Færeyjum, á tilraunastöðinni Korpu við Reykjavík, á tilraunastöðinni í Upemaviarsuk á Grænlandi og í Narsarsuaq á Grænlandi. í tilraununum voru fimm grasyrki prófuð, tvö af vallarfoxgrasi, tvö af vallarsveifgrasi og eitt af háliðagrasi. Tilraunareitimir vom uppskomir á fimm mismunandi tímum, íyrst snemma sumars og síðan með tveggja vikna millibili. Ýmsar efnamælingar voru gerðar á sýnum úr tilrauninni. Vorin vom fremur hagstæð á tilraunatímanum. Reitimir byrjuðu að grænka í apríl á öllum stöðum. Lágur sumarhiti í Upemaviarsuk seinkaði blómgun vallarfoxgrass um tvær vikur miðað við hina staðina. Um það bil sömu hitasummu (meðalhiti sólarhringsins x dagar) þurfti frá skriði til blómgunar á Korpu, Upemaviarsuk og í Narsarsuaq, 450 gráðudaga. í Færeyjum þurfti einungs 350 daggráður fyrir þennan feril. Vallarfoxgrasið gaf meiri uppskeru en hinar tegundimar á öllum stöðunum (meðaluppskera þess var 74,2 kg/ha við síðasta sláttutíma, vallarsveifgrasið gaf 43,2 kg/ha og háliðagrasið 45,2 kg/ha). Háliðagrasið óx hraðar en hinar tegundimar snemmsumars og það ætti að tvíslá það sem og vallarsveifgrasið. Arið 1998 voru allir reitir tvíslegnir á Korpu og uppskera allra yrkja var þá svipuð. Meðaluppskera við síðasta sláttutíma var svipuð á öllum stöðunum (60 hkg/ha) nema í Narsarsuaq þar sem uppskeran var einungis 45 hkg/ha. Astæðan fyrir minni uppskeru þar eru trúlega áföll í ræktuninni (seint borið á eða skemmdir af völdum grasmaðks eða mítla). Að vissu marki virðist hægt að yfirfæra niðurstöður úr yrkjatilraunum með vallarfoxgras milli landanna en síður niðurstöður tilrauna með vallarsveifgras. Töluverður munur er á vaxtarskilyrðum staðanna, einkum milli Kollafjarðar og Upemaviarsuk því þarf að fara með gát við samnýtingu tilraunaniðurstaðna frá þessum stöðum. Vallarsveifgrasið skilaði mun minna af nitri í uppskerunni en hinar tegundimar. Vallarsveifgrasið hafði lægri meltanleika en hinar tegundimar en hann féll hins vegar hægar. Að meðaltali féll hann um 0,27 prósentueiningar á dag hjá háliðagrasinu, 0,24 hjá vallarfoxgrasinu og 0,22 hjá vallarsveifgrasinu. Meltanleikafall vallarfoxgrassins jókst um 0,048 prósentueiningar fyrir hverja gráðu sem hitinn hækkaði. Þetta er nákvæmlega sami stuðull og fékkst í gögnum frá Svíþjóð. Yfirleitt var hlutfall kalíums, fosfórs og magnesíums heldur hærra hjá háliðagrasinu en hinum tegundunum. Kalsíum var að jafnaði lægra í vallarfoxgrasinu en hinum tegundunum. Efnagreiningar með NIR tækni reyndust vel við próteinmælingar á öllum stöðunum en gera þarf endurbætur á meltanleikaákvörðunum með NIR. Verkefnið hefur skilað áhugaverðum upplýsingum um vöxt og þroskaferil mikilvægustu túngrasa í Færeyjum, Grænlandi og íslandi. Enn fremur hefur samstarf vísindamanna í þátttökulöndunum leitt til mikilvægra skoðanaskipta og upplýsingaflæðis milli landanna.

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.