Rit Búvísindadeildar - 15.09.1996, Page 137
eftirdragi." Síðar segir Óttar: -Hér á landi er það að vísu ekki bannað með
lögum að dreifa skít að vetri til, en við ættum ekki að vera þeir sóðar að bera skít
á snjó. Sé snjór á túnum, þegar borið er á er nokkuð víst að hluti skítsins skolast í
ár og læki." Lausnin á vandamálinu er að dómi Óttars: -Þá er í rauninni eftir
tíminn frá því snemma á vorin, nokkru áður en frost fer úr jörðu, sumrin, t.d.
strax eftir slátt og haustin það tímanlega að nokkuð víst sé að auðleystustu
áburðarefnin komist niður í jarðveginn fyrir frost."
Á áttunda áratugnum urðu töluverðar umræður um áhrif árferðis á nýtingu
áburðar. Páll Bergþórsson (1985) birti reiknilíkan, sem lýsir grassprettu í
áburðartilraunum eftir árferði. Hugmynd Páls er að þar sem uppskera hvers
sumars sé mjög háð hita undanfarandi vetrar (október - apríl) og vegna þess að
samband köfnunarefnis og uppskeru er vel þekkt, megi jafna árferðissveiflur með
breytilegri áburðargjöf. Á bls. 42 er skýrt frá tilraun, sem gerð var á Hvanneyri
til að rannsaka tilgátu Páls (Hv-1977(15)-437).
6.2 BÚFJÁRÁBURÐUR Á GRÆNFÓÐUR OG KORN
Á fyrri hluta tuttugustu aldar voru menn á tilraunastöðvunum að byrja að þreifa
fyrir sér með kom- og grænfóðurrækt. Eins og kemur fram í kafla 2 á bls. 82 voru
þetta tilraunir og athuganir á Akureyri og Eiðum með búfjáráburð á
grænfóðurhafra og seinna á Sámsstöðum með kom til þroskunar. Til að ná
góðum árangri í kornrækt þarf magn af köfnunarefni og fosfór að vera þannig að
komið þroskist vel, leggist ekki í legu og þroskist ekki óeðlilega snemma. Þetta
er mikil þraut, sem jafnvel reyndum kornræktarbændum heppnast ekki ætíð að
leysa, enda hefur veðurfar einnig áhrif á sprettu og þroska. Ef nota á búfjáráburð
í komrækt, eykst vandinn enn, vegna þess að menn vita ekki nákvæmlega um
efnamagn áburðarins. Þetta kom berlega í Ijós í tilraununum.
6.3 BÚFJÁRÁBURÐUR Á KARTÖFLUR OG GULRÓFUR
Einn af kostum búfjtíráburðar er að í honum eru öll nauðsynleg næringarefni, sem
jurtin þarf. í 50 tonnum af kúamykju er t.d. 40 - 50 kg af magníum og 20 - 30 kg
af brennisteini. Þar að auki bætir hann venjulega jarðveginn. Ókostimir em að
127