Rit Búvísindadeildar - 15.09.1996, Blaðsíða 146
tíma til að byrja dreifingu áburðar og sláttar á nokkrum stöðum á landinu, í
meðalári." Síðan segir Páll: " Ef til þess kæmi, að leiðbeiningar yrðu gefnar
bændum um þessi efni, þyrftu þær að berast ekki sjaldnar en einu sinni í viku, og
þá helst í útvarpi eða sjónvarpi. En jafnframt væri æskilegt, að athuganir á
gróðurfari og búnaðarháttum yrðu auknar á veðurstöðvum, ekki síst um byijun
áburðar og sláttar." Það er vissulega ástæða til að athuga vel, hvort það
gagnaðist bændum að koma á leiðbeiningum svipuðum þeim sem Páll stingur upp
á og hvaða nýrri þekkingu þyrfti að safna áður en að slíkt væri mögulegt.
8.5 ÚRGANGUR FRÁ HEIMILUM, FISKIÐNAÐIOG
SLÁTURHÚ SUM
Á íslandi er nýting á búfjáráburði mun betri en á öðrum lífrænum efnum, sem
unnt væri að nota sem áburð. Það falla líklega til um 12.000 tonn af úrgangi frá
sláturhúsum og um 80.000 tonn frá fiskiðnaðinum. Hluti þessa úrgangs er
unninn, t.d. í fóður og einnig notaður sem áburður, en restinni er fargað án þess
að komast aftur beint í hringrás náttúrunnar eða nýtast á annan hátt. Verulegt
magn fellur einnig til af húsasorpi, sem oftar en ekki er urðað eða brennt. Það er
líklegt að sú krafa komi fram að unnið verði úr öllum þessum lífræna úrgangi, t.d.
fóður eða áburður. Þá kemur m.a. til kasta búfróðra manna að gera tilraunir með
safnhaugagerð við íslenskar aðstæður og nýtingu úrgangsefna á annan hátt.
8.6 LÍFRÆN RÆKTUN OG LÍFRÆNN ÁBURÐUR
í reglugerð nr. 219/1995 við lög nr. 27/1995 um lífræna landbúnaðarframleiðslu,
segir í 22. gr e-lið um aðbúnað dýra við lífræna framleiðslu, að leyfa megi að
sauðfé gangi á timburgrindum eða málmristum "að því tiiskyldu að öll kvendýr
séu látin út dag hvern þegar veður leyfir eða látið liggja við opið." Það að láta ær
út dag hvern á veturna, verður til þess að minna safnast af sauðataði en ef æmar
em hafðar alveg inni. Saur og þvag frá ám, sem eru úti dreifist mjög ójafnt.
Hilder, E.J. (1966) frá Ástralíu fann að ær sem vom í beitarhólfi bám sjálfar á
5% landsins og sá áburður nýtist illa. Verulegur hluti af áburðinum fellur þar
sem æmar hvílast. Það gæti hugsanlega verið inni í húsi, þannig að sá hluti
sauðataðsins væri til ráðstöfunar sem áburður.
136