Rit Búvísindadeildar - 15.09.1996, Síða 147
Það má ekki nota tilbúinn áburð við lífræna ræktun, þess vegna má búast við að
skortur á áburði verði vandamál, sem búvísindamenn þurfi að fást við. Um
búfjárækt og fóðurframleiðslu fyrir skepnumar sagði Sigfús Ólafsson (1978): «
Hér fyrr á ámm var töluvert rætt og deilt um, hvort búféð gæti ræktað sitt eigið
fóður. Niðurstaðan var sú, að með góðri nýtingu búfjáráburðar mætti rækta 2/3-
3/4 hluta þess, sem búféð þyrfti af fóðri. Fyrir daga tilbúins áburðar var það, sem
á vantaði, fengið með fóðuröflun af óræktuðu eða óábomu landi."
Það er ekki ólíklegt að grípa yrði til svipaðra úrræða ef hefja á lffræna ræktun í
stómm stíl. Þau verkefni sem virðast blasa við ef hefja á rannsóknir vegna
lífrænnar ræktunar eru:
1. Ræktun belgjurta, sem binda köfnunarefni.
2. Nýting engja, þar á meðal notkun áveituengja.
3. Nýting lífræns áburðar, annars en búfjáiáburðar, svo sem þangs og þara,
kjötmjöls og úrgangs frá fiskiðnaðinum. Einnig safnhaugamold, sem
framleidd væri heima á býlunum eða í sérstökum verksmiðjum.
8.7 UMHVERFIÐ OG LÍFRÆNN ÁBURÐUR
Lítið hefur verið gert af því að mæla mengun í ám og vötnum á íslandi. Talið er
líklegt að mengun af völdum áburðar sé tiltölulega lítil, vegna þess hve landið er
strjálbýlt. Friðrik Pálmason o.fl. (1989) tóku saman yfirlit yfir niðurstöður
rannsókna á mengun frá landbúnaði, þar á meðal var rætt um útskolun áburðar.
Síðan það yfirlit var skrifað hefur Aðalsteinn Geirsson (1994) kannað mengun í
árvatni í Borgarfirði. Þó að menn hafi ekki verulegar áhyggjur af mengun vams á
íslandi, virðist vera full ástæða til að fylgjast vel með og taka sýni reglulega úr
ám í þeim héruðum þar sem byggð er þéttust. Mengun af völdum lífræns áburðar
er ekki síður líkleg en mengun af völdum tilbúins áburðar.
Margar tegundir meinvalda eru í búfjáráburði, t.d. iðraormar sem valda
sjúkdómum í búfé og gerlasjúkdómar sem geta sýkt menn og dýr. Fræ margra
illgresistegunda fer óskemmt í gegnum meltingarfæri grasbíta. Þetta eru allt
atriði sem vert er að hafa í huga við skipulagningu rannsókna með búfjáráburð.
137