Safnablaðið Kvistur - 2019, Síða 8
Guðrún D. Whitehead
Í nýrri skilgreiningu liggur enginn
vafi á þeirri kröfu að söfn taki virkan
þátt í samfélagslegum málefnum
líðandi stundar. Það, í sjálfu sér,
er ekki nýtt af nálinni. Söfn eiga að
stuðla að jafnrétti, réttlæti, meðvit-
und um náttúruvernd, loftlagsmál
og fleira. Með nýrri skilgreiningu
fá þær stofnanir sem þegar vinna
samkvæmt þessari hugmyndafræði
formlegan stuðning alþjóðlegra
samtaka. Það er mikilvægt skref.
Ný skilgreining gæti í framtíðinni
haft áhrif á safnalög, styrkveitingar
og almennan stuðning samfélagsins.
Safnamenn framtíðar munu mótast
af þeirri skilgreiningu sem við sam-
þykkjum í dag.
Eldri skilgreiningin náði ekki lengur
utan um það yfirgripsmikla hlutverk
sem söfnum er ætlað, á því liggur
enginn vafi. Vissulega er sýnt fram
á kröfur sem mörg söfn standa
frammi fyrir, en fá etv ekki nægan
stuðning til þess að sinna. Auk þess
er hér vilji til þess að fá hefðbundin
söfn til þess að stígi fram úr skugga
„hlutleysis“ og nýta traust almennings
á uppbyggilegan og virkan hátt samfé-
laginu til bata. Hvorutveggja fagna ég
sem eðlilegri þróun í safnastarfi.
Ég viðurkenni þó að ég er líka full
efasemda. Í fyrsta lagi tel ég mál-
farið vera óþarflega torskilið og
hástemmt. Það er mikilvægt að skil-
greiningin sé aðgengileg, því það er
lykillinn að stuðningi almennings
og ráðamanna. Að mínu mati, á skil-
greining að gera hugtök auðskiljan-
leg, frekar en að krefast enn lengri
útskýringar á merkingu einstakra
orða og hugtaka.
Í öðru lagi er töluvert fáum söfnum
mögulegt að fylgja eftir öllu því
sem fram kemur í skilgreiningunni.
Ég öfunda ekki starfsmann byggða-
safns í 50% starfshlutfalli að þurfa
að safna, varðveita, skrásetja, fræða
og forverja safnkost og þurfa svo í
ofanálag að standa vörð um jafnrétti
og loftlagsmál í sínu sveitafélagi.
Það er erfitt að standa vörð um
mannlega reisn á safni sem berst
fyrir því að halda dyrum safnsins
opnum. Í raun má kalla þetta ádeilu
frekar en skilgreiningu, því hér er
öllum söfnum ætlað að vinna að
sama takmarki: Bjarga heiminum.
Hér tel ég söfnum settur of þröngur
rammi; söfn eiga að geta vakið
innblástur, verið falleg, fræðandi,
fyndin eða skelfileg. Að vera virk þýðir
nefnilega ekki endilega að vera póli-
tísk, einfaldlega að sækjast ekki eftir
hlutleysi (sem fræðin kenna okkur
að sé ekki til) og taka ábyrgð á þeim
tilgangi sem söfn kjósa sér; hvort
sem það sé að breyta heiminum eða
skemmta ungum börnum í sumarfríi.
Eins og svar mitt gefur til kynna
er ég á báðum áttum með nýja skil-
greiningu ICOM. Ég sé bæði kosti
og galla, vandamál og tækifæri.
Það eru sterk skilaboð að gera söfn
ábyrg fyrir því að standa vörð, ekki
einungis um fortíð, heldur framtíð
mannkynsins. Söfn eru ekki hlutlaus
rými, né eiga þau að sækjast eftir því.
Þau eru tilvalin fyrir málefnalegar
og lýðræðislegar umræður um erfið
málefni líðandi stundar. Það er margt
sem við getum lært af fortíðinni,
minjum, list og náttúrunni. Efasemdir
mínar liggja í því að ég tel það ekki
eina tilgang safna. Söfn eru nefnilega
kjörinn staður fyrir töluvert ólíka
starfsemi.
Guðrún D. Whitehead er lektor
í safnafræði við Háskóla Íslands
gudrunwhitehead.wordpress.com
Íslensk þýðing á nýju
skilgreiningunni:
Söfn eru fjölradda, inngildandi
rými sem efla lýðræði og þjóna
sem vettvangur fyrir gagnrýna
umræðu um fortíð og framtíð.
Söfn viðurkenna og ávarpa átök
og áskoranir samtímans með því
að varðveita muni og sýnishorn
fyrir samfélagið, gæta fjölbreyttra
minninga fyrir komandi kynslóðir
og tryggja jafnrétti og jafnt að-
gengi alls fólks að menningararfi.
Söfn eru ekki starfrækt í hagnað-
arskyni. Þau eru þátttökumiðuð
og gagnsæ og vinna virkt með og
fyrir fjölbreytt samfélög að því að
safna, varðveita, rannsaka, túlka,
sýna og auka skilning á heiminum.
Þau hafa það að markmiði að stuðla
að mannlegri reisn og félagslegu
réttlæti, jafnrétti á heimsvísu og
hnattrænni velferð.
8