Safnablaðið Kvistur - 2019, Page 16

Safnablaðið Kvistur - 2019, Page 16
16 Árið er 1989, ég er 7 ára gamall og er líklega að reyna að slá met móður minnar í Tetris í Gameboy. Skil ekki hvernig hún fer að þessu og ég gruna hana um að spila á nóttunni. Metallica er uppáhalds hljómsveitin mín vegna þess að bræður mínir segja mér að hún eigi að vera það. Áhyggjurnar eru ekki margar, kannski helst það að ég á ekki BMX og allir eiga BMX. Á sama tíma er verið að undirbúa og halda fyrsta farskóla FÍSOS. Ég var ekki kominn með hugann að safnastarfi og menningararfinum þá en það átti nú eftir að breytast og ég held að á núverandi tímapunkti lífs míns að ég hafi eytt meiri tíma á Sarpi en í Tetris. Fyrsti farskólinn minn var einmitt haldinn þegar ég var nýtekinn við sem fagstjóri Sarps árið 2013. Ég hafði þá verið fimm daga í starfi þegar ég hélt erindi á farskólanum. Örlítið kastað í djúpu laugina þar. Í lestrarsal Safna- hússins stóð ég með þurran munn og dúndrandi hjartslátt fyrir framan hóp fólks með samanlagt áratuga ef ekki árhundraða reynslu í geiranum. Þessi fyrstu skref voru kannski aðeins erfið en farskólinn átti eftir að marka djúp spor í mínu faglega lífi. Ég man eftir að hafa verið tekið opnum örmum í hóp safnmanna alveg frá byrjun og það var gæfuspor fyrir mig í starfi að fá að kynna mig svona snemma á vettvangi farskólans. Því miður missti ég af næstu tveim farskólum og komst ekki fyrr en árið 2016 í Reykjanesbæ. Aðeins sjóaðri þá en árið 2013, þar fékk ég að stýra hópastarfi um skrán- ingu og aðgengi með Þóru Sigurbjörns- dóttur frá Hönnunarsafninu. Það skemmtilega við farskólann er einmitt þetta tækifæri til að hitta kollega sína og deila með þeim skoðunum, nýungum og áhyggjuefnum. Tæki- færi til að ræða hlutina út frá faglegu sjónarmiði við fólk sem er að takast á við sömu vandamál og þú. Ekki skemmir svo heldur fyrir dansinn og gleðin. Ég átti afmæli á sama tíma og farskólinn var þetta árið og sama fólk- ið og ég stóð skjálfandi fyrir framan þrem árum áður söng nú fyrir mig afmælissönginn. Ég held nú að stór og skemmtilegur persónuleiki sem er hvað þekktastur fyrir að vera alltaf með myndavélina á sér hafi staðið fyrir því. Það var svo á þessum farskóla á sjálfri árshátíðinni sem ég ákvað að sækja um starf við Listasafn Reykja- víkur, meðal annars vegna hvatningar frá góðum hópi samnemenda á far- skólanum. Þar starfa ég í dag svo að farskólinn hefur nú verið örlagavaldur. Fyrsta farskólann minn erlendis fékk ég svo að upplifa í Dublin í fyrra. Þar var met sett í skipulagi og áhugaverð- um heimsóknum enda bjó útsendari farskólans á svæðinu. Mér finnst það vera markmið farskólans að kynda upp í faglegum áhuga manns. Það get- ur stundum verið erfitt að vera fastur í hringiðu verkefna safnamannsins. En það er meðal annars farskólinn sem er góð áminning ár hvert af hverju mað- ur valdi þetta fag. Mig langar að kasta kveðju á þau sem stóðu að fyrsta farskólanum árið 1989, þakka þeim fyrir framsýnina, dugnað- inn og að hafa átt frumkvæði að við- burði sem ég hlakka til á hverju ári. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri í Listasafni Reykjavíkur Í Farskólanum í Reykjanesbæ 2016. Margrét Araóttir, Sigríður Rósa Sigurðardóttir, Sigurður Trausti Traustason og Sveinbjörg Sveinsdóttir. Ljósmyndari Hörður Geirsson. FARSKÓLINN 30 ÁRA Að kynda í faglegum áhuga manns

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.