Safnablaðið Kvistur - 2019, Side 30

Safnablaðið Kvistur - 2019, Side 30
30 Þegar rýnt er í hugtakið sjálfbærni, verður safnmanninum ljóst að söfn eru líklega þær stofnarnir sem hvað lengst hafa unnið með sjálfbærni að leiðarljósi, enda á safnkostur lögum samkvæmt að varðveitast og nýtast til framtíðar. Hægt er að rannsaka og sýna sömu gripina aftur og aftur í mismunandi samhengi. Hér hljóta söfnin að vera fyrirrennarar í átt að betra samfélagi þar sem endur- vinnsla skiptir æ meira máli. En þegar litið er til kostnaðar við sýningu og varðveislu safngripa, kemur annað upp á teninginn. Hvað kostar að sýna og varðveita sífellt stækkandi menningarfinn? Á kíló, á rúmmetra, á ári, eða jafnvel öld? Af hverju er sífellt dýrara að setja upp sýningar og hanna góðar geymslur? Getur varðveisla safngripa verið sjálfbær og umhverfisvæn í takt við kröfur nútímans? Þetta eru spurningar sem við verðum að velta fyrir okkur til að reyna að finna jafnvægi á milli hlutverks safna og reksturs þeirra. Hægt er að ná árangri á öllum sviðum með því að meta stöðuna og rýna í þau at- riði sem við treystum okkur til að breyta. Þetta er gert á sama hátt og þegar heimili tekur af skarið um að minnka sóun og flokka ruslið. Sjálfbærni í varðveislu og forvörslu SÖFN OG UMHVERFI Plastumbúðir fyrir fornleifafundi Plastumbúðir fyrir langtímavarðveislu ljósmyndafilma • Safnað minna og grisjað fyrirliggjandi safnkost • Endurnýtt betur búnað sem verður til við sýningagerð • Lengt sýningartíma dýrra sýninga og lagt áherslu á að nýta þær betur með því að skipuleggja viðburði í tengslum við þær • Lánað sýningar og gefið þeim þannig framhaldslíf • Dregið úr prentun bæklinga og annars kynningarefnis • Minnkað orkunotkun með því að endurnýja lýsingarbúnað • Lækkað hitastig í geymslum þar sem það á við • Lengt tímaramma áætlun- ar bæði á sviði sýninga og varðveislu t.d. 5 ára plan fyrir sýningar og 20 ára plan fyrir varðveislu • Verið til fyrirmyndar og vakið athygli gesta á aðgerðum þess í þágu sjálfbærni Söfnin geta til dæmis

x

Safnablaðið Kvistur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.