Safnablaðið Kvistur - 2019, Qupperneq 33

Safnablaðið Kvistur - 2019, Qupperneq 33
33 Byggðasafn Árnesinga fékk íslensku safnaverðlaunin árið 2002 fyrir sérbyggt þjónustu- og geymsluhús á Eyrarbakka. Það hús fullnægir ekki lengur þörfum safnsins og nú hefur eigandi þess, Héraðsnefnd Árnes- inga, fest kaup á fyrrum iðnaðarhúsi í námunda við gamla þjónustuhúsið fyrir safnið. Húsið sem er byggt í áföngum er alls 1703 fm. Gerðar verða nauðsynlegar endurbætur á því áður en það verður tekið í notkun. Þjóðminjasafn Íslands mun leigja hluta hússins undir fjargeymslu. FRÉTTIR ÚR SAFNAHEIMINUM Í starfmannahúsi á Kristneshæli í Eyjafirði hefur nú verið opnað setur um sögu berklahælisins í Kristnesi og fólksins sem þar dvaldi. María Pálsdóttir leikkona og frumkvöðull hefur borið hitann og þungann af undirbúningi og framkvæmd og stóð vaktina sjálf í hjúkrunarkvenna- búning þegar útsendari Kvists átti leið um. Sett hefur verið upp sýning þar sem fjallað er um sögu hælisins og sjúkdóminn sjálfan en aðalá- herslan er þó á sögur einstaklinganna sem dvöldust á hælinu til lengri og skemmri tíma. Sögur um bata og sögur um harmdauða leiða gesti í gegnum húsakynnin, og eru þær sagðar í gegnum lesnar frásagnir, unna texta, ljósmyndir og afrit af einkabréfum sem láta engan ósnortinn. María fékk gripi til sýningarinnar úr fórum sjúkrahússins á Akureyri auk þess sem samstarf við Minjasafnið á Akureyri gerði henni kleift að fá lánaða gripi frá Þjóðminjasafni. Undirbúningurinn var fjármagnaður með eigin framlagi Maríu auk styrkja frá Sóknaráætlun, Atvinnusjóði kvenna, einstaklingum og fyrirtækjum. Mikilvægasta framlagið að sögn Maríu eru þó allar þær sögur, myndir og munir sem almenningur hefur látið henni í té. Kvistur óskar Hælinu góðs gengis. Brot af lágmynd af Parthenon, sem verið hefur í Louvre í meira en 200 ár, verður nú lánað til Aþenu í skiptum fyrir gríska forngripi. Samningurinn er talinn marka tímamót í baráttu Grikklands fyrir að endurheimta Elgin Marbles frá British Museum. Macron forseti Frakklands samþykkti í ágúst að lána Parthenon brotið eftir viðræður við Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands. Um er að ræða tímabundin skipti. Brot Louvre af Parthenon-lág- myndinni er frá 5. öld f.Kr. úr einni af 92 marmara myndum, sem skreyttu efri hluta hins forna musteris á Akropolishæð. Flestar hinna upp- runalegu mynda eru nú glataðar, ein er varðveitt í Akropolis safninu, önn- ur í Louvre og 14 í British Museum, sem hluti af safni sem Elgin lávarður flutti til Bretlands snemma á 19. öld. Brotið sem Louvre varðveitir fann franskur diplómat við Parthenon árið 1798 og sýnir það bardaga milli manna og kentára. Í skiptum fá Frakkar safn af fornum bronsmunum sem stjórnvöld í Aþenu höfðu sam- þykkt að senda til Parísar árið 2005 en hætt við eftir að Frakkar neituðu að beita þrýstingi á British Museum um að skila Elgin Marbles. Þegar Macron komst til valda hóf hann stóra úttekt á herfangi nýlendutímans, og hefur staðið fyrir því að gripum hefur verið skilað til upprunalanda sinna, ráðstöfun sem mörg leiðandi söfn annars staðar hafa staðið gegn. Bristish Museum hefur verið í fremstu röð í þeirri andstöðu og haldið því fram að ókeypis aðgangur laði að millj- ónir gesta á hverju ári víðsvegar frá og geri söfn forngrískra meistaraverka aðgengileg almenningi í samhengi heimssögunnar. Endursögð grein úr The Times frá 26.08.2019 Hælið - berklasetur á Kristneshæli Nýtt þjónustu- og geymsluhús Byggðasafns Árnesinga Frakkar senda brot af Parthenon til Grikklands

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.