Safnablaðið Kvistur - 2019, Page 34

Safnablaðið Kvistur - 2019, Page 34
34 Hverri kynslóð þykir nokkuð ávinnast í viðfangsefnum líðandi stundar. Safnstörfin eru ekki undanskilin mælistikum árangurs og markmiða. Áhuga- svið starfsfólks á hverjum tíma enduspeglast í skráðum aðföngum. Atvinnulíf og lífshættir breyttust verulega þegar líða tók á 20. öld. Á seinustu áratugum hennar hófst umfangsmikil söfnun tækniminja til Þjóðminjasafns Íslands. Safnað var ökutækjum, búvélum, dráttarvélum, bátavélum og öðrum tækniminjum. Stefnt var á að stofna öflugt safn sem gæti t.d. fengið heitið Tæknim- injasafn Íslands. Mikilvirkust varð söfnunin á árunum frá 1980 og fram undir aldamótin 2000. Mikið var á sig lagt við að afla fanga og flytja þau um langan veg. Umtalsverðu fé var varið í húsnæðiskostnað undir minjarnar. Þá tókst að bjarga mörgum góðum gripnum frá glötun. Tíminn átti hins vegar eftir að leiða í ljós að áhugi á söfnun bæði gripa og þekkingar stakk sér víða niður. Önnur söfn og einkasafnarar tóku til við sama við- fangsefnið. Tíminn leið frá áformum um að rekin yrðu í landinu öflug sér- söfn. Aðrar lausnir urðu ofan á. Tækniminjar eru varðveittar í mörg- um menningarsögusöfnum landsins og áhugi og elja félagasamtaka og einstaklinga á þessu söfnunarsviði eru mikil. Þeir aðilar hafa þekkingu til þess að meta varðveislugildi og viðhalda tækniminjum og halda í þeim lífi. Tíminn hefur sýnt að söfnin eiga erfitt uppdráttar að þessu leyti. Við mótun nýrrar stefnu í varð- veislu tækniminja í Þjóðminjasafni Íslands, sem svo kröftuglega hafði verið safnað um árabil, var tekið til íhugunar hvað væri gerlegt í náinni framtíð, hversu megnugt þjóðarsafn gæti orðið í málaflokknum og hvaða möguleikar væru í stöðunni til að tryggja gripavarðveislu og þekkingu þeim tengda til komandi kynslóða. Óhjákvæmilegt er að líta til þess hvernig er farið að í löndum sem við berum okkur saman við. Öll söfn standa frammi fyrir því að móta starfið til framtíðar. Sívaxandi krafa um virkni, sýnileika og hagkvæmni hefur ýtt við söfnum um allan heim að leita leiða til þess að skorða af starfsemi sína og halda sig við setta stefnumörkun. Þá verður að horfast í augu við að mörg söfn þurfa að fara yfir safneignina, meta gildi hennar í tíma og rúmi. Í Bandaríkjunum eru meira að segja málefni listasafna til umræðu.1 Hið sama gildir um dönsk söfn þar sem undanfarna áratugi hefur verið hagrætt verulega í safna- rekstri og mikið rætt um aðferðir og leiðir til útvistunar og grisjunar.2 Það er viðurkennt að yfirferð og endur- mat gildis safnkosts er kostnaðar- samur verkþáttur, sem víðast hamlar því að fólk aðhafist nokkuð í grisjun. Aðdragandi að útvistun og grisjun 20. aldar tækniminja í Þjóðminjasafni Íslands var sá að sumurin 2010 til 2012 naut safnið starfskrafta háskóla- stúdenta með aðkomu Vinnumála- stofnunar við að yfirfara og taka saman lista og ljósmynda gripi sem varðveittir höfðu verið í geymslum safnsins á höfuðborgarsvæðinu. Hluti þeirra hafði verið skráður en megninu var safnað saman og geymt án eigin- legrar skráningar. Ætlunin var að skrá gripina síðar, þegar frekar skýrðist með stofnun tækniminjasafns. Á grundvelli stefnumörkunar um útvistun eða grisjun og með tilliti til siðareglna Alþjóðaráðs safna (ICOM) um að söfn taki ekki við gripum nema þau geti tryggt varðveislu þeirra og öryggi, var ákveðið að fyrsti liður væri að kanna áhuga og getu viðurkenndra safna hvort þau gætu tekið til sín gripi samkvæmt samkomulagi um milli- safnalán til langs tíma. Fjórum söfn- um var þannig falin varðveisla samtals 10 búvéla og bíla til framtíðar. Næst var leitað til einkasafna og þeim falin varðveisla 5 tækja með sérstöku samkomulagi. Eftir það var efnt til gjöfuls samstarfs við þá sem þekktu til ökutækja og véla, áttu sambærilega gripi eða varahluti, sinntu viðhaldi og/ eða endurgerð véla. Þannig fóru 13 gripir úr vörslu safnsins auk óskráðra varahlutalagera og fylgihluta. Í verkinu var mikilvæg ráðgjöf Þórs Magnússonar fyrrum þjóðminja- varðar sem þekkti til tækniminjanna. Efnt var til samtals við áhuga– og kunnáttufólk í málaflokknum, bæði safnmenn og aðra sem voru reiðubún- ir að leggja málinu lið með góðum ráðum. Fjöldi manna átti beina að- komu með því að veita viðtöku gripum sem þegar eru til í viðurkenndum söfnum og/eða dæma aðra ónýtilega vegna lélegs ástands. Kunnátta og geta áhugamanna um varðveislu véla hefur aukist. Aðstæður til að útvega varahluti hafa gjörbreyst og menn verja tíma til þess að lappa upp á illa farna vélahluta. Flestir útvega þá frá útlöndum með ljóshraða. Þegar of miklu hefur verið safnað GRISJUN OG ÚTVISTUN SAFNKOST Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri munasafns í Þjóðminjasafni

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.