Safnablaðið Kvistur - 2019, Side 45
45
Ótal hugrenningartengsl, ótal þræðir
sem gripir Smámunasafnsins geta
kallað fram. Hinir hversdaglegu
safngripir eru í raun kraftmiklir og
kjörnir til þess að framkalla sterk
viðbrögð hjá þeim sem skoðar safnið.
Í þeim tilgangi að skapa sterka
upplifun, kalla fram viðbrögð, má
fara ýmsar leiðir. Það má leika sér
með skynfærin og bæta við lykt eða
snertingu. Og einmitt ekki drekkja
mununum í texta og fræðilegum
útskýringum. Á Smámunasafninu
eru tilvitnanir í Sverri hér og þar,
persónulegar og virka eins og
hugvekjur í samhengi við safnið,
sem dæmi stendur á einum stað: „ég
hef aldrei hent neinum blýant frá því ég
byrjaði að læra árið 1946“. Þessir textar
eru áberandi en ekki yfirþyrmandi.
Textarnir bæta við nánd sem maður
finnur fyrir inni á safninu og tengja
við Sverri, safnarann sjálfan, þ.e.
persónu hans og viðhorf.
Framsetning gripanna á safninu
sem var í höndum þeirra Þórarins
Blöndals og Finns Arnars Arnarsonar
myndlistarmanna er vel heppnuð og
þeim hefur tekist að varðveita hand-
bragð og þankagang Sverris. Allir
þessir smáu, venjulegu hlutir, þegar
þeim er stillt upp á þann hátt eins
og Sverrir gerði hafa þau áhrif að sá
sem virðir þá fyrir sér kann betur að
meta mikilvægi hvers og eins. Sér að
hver og einn hversdagslegur hlutur
er einstakur.
Safngestir máta sig og þar með lífs-
reynslu sína við gripina og með því
eiga þeir í samtali við sýningu sem
afhjúpar neysluþróun 20. aldarinnar
og þær stórkostlegu breytingar sem
urðu á íslensku samfélagi á þessu
tímabili. Sýningin leyfir fólki að
upplifa, sjá og skynja allt það sem
er að breytast í umhverfi okkar.
Sumt er að hverfa, eyðast. Annað að
verða til og oft of hratt og í of miklu
magni. Þessu fylgja nýjar áskoranir
fyrir alla sem safnastarf snertir þar
á meðal safngestina sjálfa.
Söfn sem aktivistar er áhrifarík og
fersk leið til þess að hafa áhrif.
Hver erum við og hvert viljum við
fara við upphaf nýs skeiðs í jarð-
sögunni? Þetta eru spurningar sem
Smámunasafnið gæti sett fram
með safngripum sínum. Safnið
gæti tengst framsæknum söfnum
víðsvegar í heiminum sem eru að
ávarpa sama málaflokk og á þann
hátt haft gríðarleg áhrif hnatt-
rænt með sínum hversdagslegu en
einstöku gripum. Háa skilur hnetti
himingeimur, blað skilur bakka og egg
orti Jónas Hallgrímsson, áhrifin fara
ekki ekki eftir umfangi eða stærð,
hið smáa getur haft gríðarleg áhrif
ekki síður en það ógnarstóra.
Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir,
safnafræðinemi og
framhaldsskólakennari
Ljósmyndir Sigrún Kristjánsdóttir
Útdráttur úr námsritgerð í safnafræði í HÍ