Safnablaðið Kvistur - 2019, Qupperneq 47

Safnablaðið Kvistur - 2019, Qupperneq 47
47 Sögu svæðisins frá fornsögulegum tímum fram á 20. öld er einnig miðlað á safninu. Áhugavert var að sjá arfleifð danskra embættismanna að mestu leysta með nafnalista á gylltum vegg- spjöldum. Barnæska Knuds í húsinu er ekki sýningarþáttur en skjöldur og stytta við anddyri safnsins minnir á þá staðreynd. Safnstjórinn Anja Rei- mer vinnur að því að minnka vægi safnsins sem umgjörð um hetjuna og auka vægi miðlunar um byggða- söguna. Þá vill hún sérstaklega að fjallað verði meira um fyrra hlut- verk hússins sem fræðslusetur því Christian Rasmussen, faðir Knuds, var bæði prestur og uppfræðari og mikill hvatamaður fyrir aukinni menntun inúíta. Nafni safnsins hefur verið breytt frá því að heita Knud Rasmussens Hus yfir í Ilulissat Muse- um. Breytingin verður þó einhverja stund að ná útbreiðslu því víða á vefnum gengur safnið enn undir sínu gamla nafni. Næst er ferðinni heitið til Sisimiut sem er næststærsti bær í Grænlandi með um 6000 íbúa. Byggðasafn Sisim- iut er útisafn sem samanstendur af gömlum nýlendubyggingum. Djásn safnsins er kirkjan sem var reist 1775 og þykir ekki síst merkileg fyrir það að Grænlendingar fjármögnuðu hana sjálfir og borguðu fyrir byggingu hennar með 60 tunnum af hvalspiki. Við kirkjuna eru hús sem hafa gengt ólíku hlutverki, íbúðarhús nýlendu- herra, kaupmanns og prests, verslun- arhús, birgðageymsla, endurgerð af torfhúsi innfæddra og smiðja. Hvert og eitt hús safnsins er með skilti ut- anhúss með stuttum texta um hvaða hlutverki húsið þjónaði áður. Fyrrum verslunarhús og smiðja fá viðeigandi hlutverk meðan sýningar í öðrum húsum segja ólíka sögu byggðarinnar og náttúru í kring. Þar sem upphaf- lega var heimili nýlendustjóra bjó mun síðar í sögunni, grænlenskur stjórnmálamaður Jørgen C. F. Olsen (1916–1985). Hann talaði fyrstur manna opinberlega um kröfu Græn- lendinga um heimastjórn. Hann einn er nafngreindur á því húsaskilti og stytta af honum er á miðju safna- svæðinu. Á sýningum í íbúðarhúsum má hvergi sjá neinn vott af íbúasögu svo skiltin ein og sér eru látin nægja. Svipuð sýningastefna er á byggðasafninu í Maniitsoq sem er 2000 manna þorp örlítið sunnar á Vesturströndinni. Þrjú sögufræg hús hýsa sýningar. Eitt þeirra var íbúðarhús verslunarþjóna en þar er sýnd listasaga svæðisins. Fyrir utan þá umfjöllun sem listamenn fá á safninu er ein persóna úr sögu bæjar- ins dregin fram; grænlenska konan Kristens Donadussen (1923–1988) sem er heiðruð fyrir framlag sitt til samfélagsins með minningarskildi við safnið. Séð yfir útisafnið í Sisimiut þar sem eru dönsk íbúðarhús frá nýlendutímum og gamla kikjan. Einnig má þar sjá endurbyggt torfhús Grænlendinga.

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.