Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Blaðsíða 14
14 ÁRA SONUR KRISTJÁNS
FÉKK LÍFSTÍÐARDÓM
Sonur Kristjáns Jóhanns Matthíassonar, Brandon, var einungis
12 ára gamall þegar hann ásamt hópi ungra drengja stakk og
myrti unglingsdreng. DV hefur fylgst með þróun málsins frá
árinu 2016 en Brandon fékk reynslulausn fyrir tveimur mánuðum.
Brandon Richmond var aðeins 12 ára gamall þegar ódæðisverkið var
framið þann 14. mars 2007 í
London í Bretlandi. Brandon
var í hópi drengja er réðust
á hinn 16 ára gamla Kod ojo
Yenga með fyrrgreindum
afleiðingum. Verknaðurinn
hefur verið talinn innvígslu-
athöfn í götuklíku en dreng-
irnir, sem voru á aldrinum
12-16 ára, voru allir meðlimir
í glæpaklíku þrátt fyrir að
vera barnungir og íklæddir
skólabúningum.
Missti trúna
Kristján og móðir drengs-
ins kynntust í Bretlandi
þar sem þau bjuggu saman
um tíma. Brandon er yngri
sonur þeirra en saman eiga
þau einnig dreng sem er sex
árum eldri. Í viðtali við DV
árið 2016 lýsti Kristján að-
draganda glæpsins sem svipti
son hans æskunni.
Haustið áður kvaddi Krist-
ján Jóhann son sinn eftir
að hann hafði dvalist í tvær
vikur hjá honum á Íslandi
með þeim orðum að ef hann
tæki sig ekki á þá biði hans
útsýni í gegnum rimla. Rúmu
hálfu ári síðar fékk hann bréf
með þeim fregnum að 12 ára
sonur hans sæti í einangrun
í fangelsi, grunaður um að
hafa stungið unglingspilt í
hjartað. „Sama hvað börnin
manns gera þá snýr maður
aldrei baki við þeim,“ sagði
Kristján við blaðamann DV
fyrir fjórum árum.
Hann segir atvikið hafa
litað líf sitt dökkum litum.
„Þegar dómurinn var lesinn
upp hélt ég fyrst að þetta
hefði verið einhver mislestur.
Ég missti trúna á mannkynið
í smá tíma. Þó svo að ég hafi
alltaf sagt að hann eigi að
taka út sína refsingu þá var
þetta ekki nokkur glóra. Ég
var niðurbrotinn, og ekki var
mikill skilningur í kringum
mann.“
Brandon hefur setið í fang-
elsi í 15 ár en hann hlaut
lífstíðardóm með möguleika
á reynslulausn eftir 15 ár.
Brandon er í dag 26 ára gam-
all. „Þetta er góður drengur,“
segir Kristján um son sinn.
„Hann losnaði fyrir tveimur
mánuðum og er á reynslu-
lausn því hann hefur staðið sig
vel. Það dróst reyndar aðeins
vegna COVID. Hann er enn að
bíða eftir niðurstöðu um hvort
hann megi ferðast því hann
er á skilorði og verður á því
næstu ár,“ segir Kristján sem
vonast til þess að sjá drenginn
sinn sem fyrst.
Ljósið í myrkrinu
Kristján segir að það jákvæða
í þessu hörmulega máli sé að
sonur hans hafi verið fjar-
lægður úr þessum aðstæðum
sem skapast höfðu í kringum
hann með gengjamenningu og
fíkniefnum. Hann sé lifandi
sönnun þess að betrun getur
átt sér stað í fangelsi. „Mér
finnst breska kerfið hafa
verið að gera góða hluti. Ef þú
ert að standa þig vel þá færðu
að fara í opið fangelsi, stunda
þar vinnu og nám. Brandon er
með brotalausan feril innan
fangelsins.“
Brandon hefur lagt stund
á ýmiss konar nám að sögn
Kristjáns, svo sem pípulagnir,
einkaþjálfun, nudd og næring-
arfræði. „Hann hefur mikinn
áhuga á líkamsrækt og heilsu.
Reykir ekki og drekkur ekki
einu sinni kaffi,“ segir Krist-
ján.
Þegar sonur hans heimsótti
hann síðast til Íslands, þá 11
ára gamall, var hann kominn í
mikla kannabisneyslu en hef-
ur að sögn Kristjáns algjör-
lega snúið við blaðinu. „Ég er
búinn að vera skíthræddur því
tölfræðin er á móti honum.
En ég hef fulla trú á honum.
Þetta er undraverður drengur
og hann stefnir á háskóla.“
Langþráð heimsókn
Kristján sá Brandon síðast
fyrir þremur árum. „Ég og
tvö yngstu systkyni hans
heimsóttum hann. Það var
kodak-móment. Það voru tár
og allt. Við yngsti sonur minn
fórum svo að heimsækja hann
á síðasta ári. Mættum í fang-
elsið og biðum og biðum en
þá hafði gleymst að láta hann
vita að við værum að koma og
hann var í dagsleyfi,“ segir
Kristján sem vonast til að
hitta son sinn sem fyrst.
„Hann vill taka upp Krist-
jánsson. Hann ætlar að gera
það strax þegar hann má
ferðast, hann þarf að fara
milli borga til að sækja um
það. Ég hef verið að senda
honum myndir og bækur eins
og Grettis sögu. Núna er ég
að fara að senda honum Sjálf-
stætt fólk,“ segir Kristján.
Ég mun styðja hann
„Þetta var ljótt mál. Dómur-
inn átti að vera fordæmis-
gefandi dómur til að taka á
þessu mikla ofbeldi meðal
ungs fólks. Eins og ég elskaði
London þá reyni ég að forðast
hana í dag. Hún er svo breytt
frá því að ég kom þar fyrst
1984. Það er mikið um gengi
og ofbeldi í mörgum þessara
hverfa.
Ég finn til með löggunni
orðið. Þetta er svakalegur
heimur. Glæpaheimurinn hér
er ekki betri. Ég er hræddur
um að eitthvað slæmt eigi
eftir að gerast hér. Undir-
aldan er þannig. Fólk hugsar
alltaf: Þetta er ekki barnið
mitt,“ segir Kristján sem er
fimm barna faðir.
Glæpaklíkur
Breskir fjölmiðlar fjölluðu
ítarlega um málið á sínum
tíma og vakti það upp umræð-
ur um vaxandi gengjamenn-
ingu í Lundúnum, hækkandi
glæpa tíðni og neikvæð áhrif
þess á ungdóm landsins. Árið
sem Kodjo Yenga var myrtur
höfðu 26 ungmenni verið
drepin af gengjum í London.
Hnífstungur eru þar langal-
gengastar og eru enn.
Tölur yfir morð á ungmenn-
um 13-19 ára hækkuðu enn
árið eftir og voru 28 ungmenni
myrt í Lundúnum árið 2008.
Tölurnar lækkuðu næstu ár
en tóku aftur að hækka svo
um munar eftir 2017. Á síðasta
ári voru 25 ungmenni myrt í
London sem er hæsta tala lát-
inna síðan 2008.
Paul O’Shea, skólastjóri í St.
Charles Catholic Sixth Form
College þar sem Kodojo Yenga
stundaði nám, sagði í viðtali
við The Guardian ári eftir
morðið að glæpaklíkur væru
stórt vandamál. Á aðeins 9
mánuðum árið 2007 voru tveir
nemendur skólans myrtir af
liðsmönnum glæpagengja. Í
bæklingi sem skólastjórinn
skrifaði og dreifði til nemenda
lýsir hann ástæðunni fyrir
því að ungir drengir gangi til
liðs við gengi. „Þeir virðast
vera harðir. Þeir virðast vera
að skemmta sér vel. Enginn
skiptir sér af þeim. Þegar þú
ert drengur en þráir að vera
maður, þá virðast klíkumeð-
limirnir vera menn. Ef ein-
hver abbast upp á þig geta
þeir gengið í málið.“ n
Kristján segist
hlakka til
þess að hitta
Brandon son
sinn.
MYND/AÐSEND
Þorbjörg
Marinósdóttir
tobba@dv.is
14 FRÉTTIR 11. DESEMBER 2020 DV
Ég er búinn
að vera skít-
hræddur því
tölfræðin
er á móti
honum. En
ég hef fulla
trú á honum.
Þetta er
undra verður
drengur og
hann stefnir
á háskóla.